1.8.2011 | 09:20
Var Anders Breivik einn að verki?
Fjöldamorðinginn Andres Behring Brevik er skv. flestum skilgreiningum síkópati (haldinn andfélagslegri persónuröskun).
Samviskulaus og gjörsneyddur samkennd með öðrum manneskjum fer hann um og myrðir fólk sem hann hatar. Allt bendir til þess að hann hafi verið einn á ferð, bæði þegar hann undirbjó verknaðinn og í sjálfri morðárásinni.
En þessi norski síkópati er ekki einn í sínum brenglaða hugmyndaheimi. Yfirlýsingar hans um tilgang morðanna sýna hvaðan þessi sjúki maður fær hvatninguna. Hugur hans er einskonar ruslafata sem er full af áróðri haturspredikarnna á hægrivæng stjórnmálanna.
Í Evrópu eru flokkar og hreyfingar sem beina hatursáróðri gegn múslimum, samkynhneigðum, og fjölmenningarsamfélögum. Þeir ráðast gegn mannréttindum og lýðræði og boða kynþáttahyggju (rasisma). Í orðaflaumi þeirra er vinstri-marxistum formælt, ráðist gegn kvenfrelsi og frjálslyndi hverskonar. Á Íslandi birtist þessi áróður aðallega á netsíðum og bloggi.
Lýðræðið, mannréttindin og fjölmenningarþjóðfélagið eru skotmörk þjóðernissinnaðra hægrimanna, skotfærin er lýðskrum og þjóðremba. Það sem Andres Brevik skrifaði skar sig ekki frá mörgu því sem aðrir hafa birt af hugmyndum sínum um þjóðfélgsmál.
Annar þáttur þessa máls er sú dýrkun á hermennsku og háþróaðri drápstækni sem birtist í tölvuleikjum sem milljónir ungra manna stunda um allan heim. Myndin sem Anders Brevik hefur birt af sér líkist auglýsingu fyrir tölvuleik, maður með vélrænt útlit búinn háþróuðu drápstæki. Hægri öfgarnar og vopnadýrkunin eiga eftir að leiða fleiri siðblinda einstaklinga til voðaverka líkt og Anders Brevik framkvæmdi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Facebook
Athugasemdir
Hversu veruleikafyrrtur geturðu verið. Ef við á annað borð ætlum að fara skipta hryðjuverkamönnum til vinstri og hægri, þá eru þeir til vinstri langtum algengari. Jafnvel hafa margir vinstri megin við miðjuna stutt við bakið á þessum fjöldamorðingjum. Ég ætla þó ekki að segja að það einkenni vinstri menn, ég er einfaldlega þroskaðri en þú.....það þarf reyndar ekki mikið til....
...Hugsa áður en þú talar??!! Það væri góð byrjun.
Bjarni G (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 13:33
því miður rétt ábending. Um þetta er talað bara opinskátt víða í fjölmiðlum á N-löndum sem ein hlið málsins.
,,Forsker og ekspert på flerkultur Lars Gule mener høyresideideologene må ta sin del av ansvaret for Breiviks terrorangrep."
http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/artikkel.php?artid=10089022
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.8.2011 kl. 14:25
Bjarni G - hvaða „vinstri“ hryðjuverkamenn ert þú með í huga?
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.8.2011 kl. 14:33
Ómar, ég kíkti á greinina sem þú bendir á. Þessi Lars Gule bendir á að þótt Anders Breivik beri einn ábyrgð á sínum verknaði, þá liggi ábyrgðin á útbreiðslu þessara brengluðu hugmynda víðar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.8.2011 kl. 15:07
Ég þekki fólk sem spilar tölvuleiki og er langt til hægri í pólitík.
Þau hafa samt engan drepið en svo ég viti, en það víst eins gott að fara að passa sig.
Guðmundur Jónsson, 1.8.2011 kl. 18:35
Sæll Guðmundur Jónsson
Ég held að engin sé svo skyni skroppinn að halda að hægrimenn sem leika tölvuleiki séu líklegir fjöldamorðingjar.
Það væri það sama og segja að allir karlmenn séu mögulegir nauðgarar þar sem þeir hafa tólin til þess.
Það sem ég skrifa um Breivik er að maður eins og hann, haldinn persónuleikaröskun, getur við ákveðnar kringumstæður
framkvæmt voðaverk eins og dæmin sýna. Ég vona að þú skiljir þetta og reynir ekki að snúa út úr þegar svo alvarleg
mál eru á döfinni.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.8.2011 kl. 21:36
Til glöggvunar um þekkt hryðjuverkasamtök vinstrimanna í heiminum, fyrir þá sem ekkert vilja vita.:
1) Red Army Faction 2) Baader-Meinhof Group 3) Communist Combatant Cells 4) Direct action 5) Red Brigades 6) First of October Anti-Fascist Resistance Groups 7) Revolutionary Organization 17 November 8) Popular Forces 25 April 9) The Revolutionary Left 10) Direct action (AD) 11) The Revolutionary People's Liberation Party/Front 12) Sandinistas 13) Shining Path 14) 19th of April Movement 15) Revolutionary Armed Forces of Colombia (FARC) 16) The May 19 Communist Organization 17) Black Panthers 18) The Republic of New Africa (RNA) 19) Black Liberation Army 20) Weather Underground 21) Japanese Red Army 22) Liberation Tigers of Tamil Eelam (LTTE) 23) Popular Front for the Liberation of Palestine 24) Communist Party of Nepal 25) UPF's Maoist wing (CPN-M) 26) Communist Party of India 27) Naxalites.
Öll þessi hryðjuverkasamtök eru á vinstri væng stjórnmála og hafa þau markmið að velta stjórnum sinna landa með ofbeldi og koma á Marxískum/Lenínskum eða Maóískum stjórnarháttum. Þess má geta að einungis Shining Path (skínandi stígur í Perú) ber ábyrgð á slátrun 30 þúsund manns og þar af 1 þúsund börnum. Þar búa töluvert færri íbúar en td. í Kanada, sem hefði eflaust verið mun alvarlegri slátrun ef hún hefði farið fram þar. Síðan má minna á Kína, Norður Kóreu, Norður Víetnam, Albaníu og Rauðu Kmerana fyrir utan alla slátrunina sem fór fram í nafni vinstri manna í Sovét og öllum kommúnískum löndum fyrr sem nú.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 22:16
Hæ Týri,
Eru vinstri öfgarnar og sú dýrkun öll ekki alveg jafn hættuleg í hugum síkópata? Hvaða íslendingur hefur t.d. mátt sitja undir hatursáróðri til margra ára? Og hvaðan er það hatur sprottið? Þetta er alvarlegt mál eins og þú segir og þess vegna lágkúrulegt að beintengja það við stjórnmálaskoðanir líkt og þú gerir.
Kv
GJ
Gunnar jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 00:56
Og hatur þitt og fordómar gagnvart hægri mönnum er betra vegna...???
Jakob Jonsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 01:29
Communist Body Count: 149,469,610
Country
1
Body Count: 73,237,000
1949-Present (57+ years and counting)
R.J. Rummel originally estimated China's body count between between the years of 1949-1987 to be 35,236,000 (Rummel 1994). This excluded 38,000,000 million that died of famine during the Great Leap Forward. After the release of Mao: The Unknown Story, Rummel became convinced that the Chinese government was directly responsible for the famine, thus increasing his original estimate by 38,000,000 (Rummel 2005). 1,000 was added for Tienanmen Square in 1989 (Courtois 1999).
2
Body Count: 58,627,000
1922-1991 (69 years)
The body count only covers the years 1923-1987 (Rummel 1996).
3
Body Count: 3,284,000
1918-1922 (4 years)
This body count does not include the 6,210,000 killed in the civil war (Rummel 1996).
4
Body Count: 3,163,000
1948-Present (58+ years and counting)
1,663,000 is attributed between 1948-1987 excluding the Korean War (Rummel 1994). 2,500,000 is the mid-estimate for those who starved to death between 1995-1998 (U.S. Committee for Human Rights in North Korea 2006).
5
Body Count: 2,627,000
1975-1987 (12 years)
The body count estimate is complete (Rummel 1994). The offical country name was Democratic Kampuchea during Pol Pot's reign and then known as People's Republic of Kampuchea afterwards.
6
Body Count: 1,750,000
1978-1992 (14 years)
The body count estimate is complete (Courtois 1999).
7
Body Count: 1,670,000
1975-Present (30+ years and counting)
The body count covers the years 1945-1987 for Vietnam/North Vietnam and excludes 1,062,000 from the Vietnam War (Rummel 1994).
8
Body Count: 1,343,610
1974-1991 (17 years)
The body count includes 10,000 political assasinations during 1977-1978, 1,000 children killed in 1977, 110 massacred in an Orthodox church in 1975, 80,000 during the civil war between 1978-1980, 250,000 that died in 1982 through Transit Camps, and 2,500 killed in a bombing raid (Courtois 1999). Another 1,000,000 is added for the famine during 1984-1985 (BBC News 2000).
9
Body Count: 1,072,000
1945-1992 (47 years)
The body count only covers the years 1945-1992 excluding 100,000 from the Tito Partisans between 1941-1944 (Rummel 1994).
10
Body Count: 700,000
1931-1934 (3 years)
The body count only includes the Jiangxi and Fujian provinces (Chang 2005). Although Mozambique has 700,000 to its name, the Chinese Soviet Republic produced more bodies in a shorter time period and the estimate is low.
11
Body Count: 700,000
1975-1990 (15 years)
100,000 civilians murdered between 1986 and mid-1988 (Young 1991) and 600,000 starved to death between 1975-1985 (Courtois 1999).
12
Body Count: 435,000
1947-1989 (42 years)
The body count only covers the years 1947-1987 (Rummel 1997).
13
Body Count: 222,000
1946-1990 (44 years)
The body count only covers the years 1948-1987 (Rummel 1997).
14
Body Count: 125,000
1975-1992 (17 years)
The body count only covers the years 1975-1987 (Rummel 1997).
15
Body Count: 100,000
1924-1992 (68 years)
The body count only covers the years 1924-1987 (Rummel 1997).
16
Body Count: 100,000
1946-1991 (45 years)
The body count only covers the years 1944-1987 (Rummel 1997).
17
Body Count: 73,000
1961-Present (45+ years and counting)
The body count only covers the years 1959-1987 (Rummel 1997).
18
Body Count: 70,000
1949-1990 (41 years)
The body count only covers the years 1948-1987 (Rummel 1997).
19
Body Count: 65,000
1948-1990 (42 years)
The body count only covers the years 1948-1968 (Rummel 1997).
20
Body Count: 56,000
1975-Present (31+ years and counting)
The body count only covers the years 1975-1987 excluding 47,000 war dead (Rummel 1997).
21
Body Count: 27,000
1949-1989 (40 years)
The body count only covers the years 1948-1987 (Rummel 1997).
22
Body Count: 22,000
1948-1989 (41 years)
The body count only covers the years 1948-1987 (Rummel 1997). Excludes 1,585,000 from ethnic cleansing between 1945-1950 (Rummel 1994).
23
Body Count: 1,000
1969-1990 (21 years)
The body count only covers the years 1969-1987 (Rummel 1997).
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 02:06
Það er komin upp furðuleg talnakeppni hér á blogginu - Guðmundur 2. ofl. eru haldnir þeim misskilningi að ég telji fjöldamorð þeirra sem telja sig vinstrisinnaða vera réttlætanlegri en þau sem hægrisinnaðir fjöldamorðingjar fremja. Síkóptar geta hirt upp hugmyndir frá hverjum sem er og í tilfelli Breivik þá eru það hægri öfgar sem hafa fangað hug hans. Hryðjuverkamaður af öðru sauðahúsi, t.d. einhver sem telur sig vera múslima eða gyðingatrúar, er varla betri en Breivik. Sá sem myrti Rabin forsætisráðherra Ísraels var uppfullur af hugmyndum um réttlætingu síns verknaðar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.8.2011 kl. 13:40
Týri,
Hvernig mátti skilja þig öðruvísi? Þú segir beinlínis að hægri öfgarnar muni leiða fleiri siðblinda einstaklinga til voðaverka. Varla hefðir þú orðað þetta svona nema vegna þess að þú teljir hægri öfgarnar verri en aðrar öfgar. Misskilningurinn er líklega hjá þér líkt og sumum öðrum að halda að hugmyndafræði hægristefnunnar hafi gert manninn að því skrímsli sem hann er.
kv
GJ
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 14:00
Sæll Gunnar
Við erum að ræða sérstaklega það sem gerðist í Noregi. Þar gekk maður berserksgang og drap marga saklausa einstaklinga. Þessi maður hefur skrifað 1500 bls. manifest þar sem hann lýsir sínum hugmyndaheimi og það er hugmyndaheimur sem telst til hægri í pólitíkinni. Þetta eru mjög hættulegar hugmyndir og þegar að maður með brenglað veruleikaskyn bregst við með þesim hætti sem við nú vitum þá er það til þess fallið að ræða og skilgreina. Ef þetta hefði verið yfirlýsingar sem teljast á vinstri væng þá hefði það einnig verið til umræðu. Múslimafóbían sem tröllríður hugum margar, þar á meðal nokkurra Íslendinga, er í ætt við gyðingaofsóknir fyrri tíma. Þangað sótti hann hluta af sínum hugmyndum. Hugmyndafræði til hægri og vinstri verður hættuleg þegar hún fer yfir í fasisma í einhverri mynd.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.8.2011 kl. 15:57
Og Gunni - „Hvernig mátti skilja þig öðruvísi?“ skrifar þú. Með því að fara aðeins úr skotgröfinni?
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.8.2011 kl. 15:59
Nú þykir mér þú snúa hlutunum á hvolf. Nú þarft þú að lesa pistilinn þnn aftur og reyna að átta þig á hvert þú ert að fara með honum.
kv
GJ
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.