Fæðuöryggi Sigmundar Davíðs

Sigm og svidSigmundur Davíð er kominn í íslenska megrun „sem gengur út á að borða bara íslenskan mat í öll mál“ skv. skýringum flokksformannsins.

108 kílóa maður (þungaviktarmaður í pólitík?) ætlar að skafa af sér 9 erlend kíló til að byrja með.

Sigmundur byrjaði hina þjóðlegu megrun eftir að hann hitti meltingarlækni sem „talaði mikið um gæði íslenskrar matvælaframleiðslu og sagði að fólk ætti helst bara að borða íslenskan mat.“

Nánari útskýring Sigmundar Davíðs er þessi: „ef ég man rétt þá er bara helmingurinn af þeim mat sem við borðum framleiddur hér. Ef ég sleppi öðrum matvælum og bæti engu við, þá borða ég bara helminginn af því sem ég borðaði áður,“ - en hann veit að það er ekki alveg raunhæft að borða helmingi minna en áður: „Ég ætla að bæta við íslenska matinn og borða meira af honum. Jafvel þótt ég auki hann um helming er ég samt bara í 75 prósentum af því sem ég var vanur að borða.“

Nú vakna ýmsar vangaveltur:

Þurfti meltingalækni til að segja formanni Framsóknarflokksins að íslensk matvæli eru yfirleitt hin besta vara? (Hvar er arfleifð Guðna Ágústssonar? - sem aldrei sleppti tækifærum til að dásama íslenskar landbúnaðarvörur)

Ef menn fara að ráðum SD og trúa upplýsingum sem hann reiðir sig á og borða þarafleiðandi ekkert erlent: Þá leggst innflutningur matvæla af að mestu.

En hann ætlar að bæta við sig í íslenska átinu - og þá hringja mínar viðvörunabjöllur.

Dæmið er þá sirka svona: Matvælaframboð minnkar um helming og Íslendingar (a.m.k. framsóknarmenn og andstæðingar ESB) ætla að borða helmingi meira af íslenskum mat. Jón Bjarnason neyslustýringarráðherra er búinn að stoppa innflutning ýmissa matvæla með ofurtollum og innflytjendur búnir að sjá að Sigmundarkúrinn kippir stoðunum undan frekari starfsemi þeirra. Þessu til viðbótar vitum við að það er nú þegar skortur á lambakjöti og mjólkurframleiðslan rétt skreppur til með núverandi neyslu.

Niðurstaðan er þessi: heilsársþorrablót Sigmundar Davíðs er tilræði við fæðuöryggi þjóðarinnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Megrunarátak Sigmundar virðist allt hafa hlaupið í flokkinn.  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2011 kl. 17:14

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hjálmtýr endilega komdu því vel til skila að þú sért einn af samfylkingarsnúðunum. Þá skeppur samfylkingar trúarhópurinn enn frekar saman.

Sigurður Þorsteinsson, 23.8.2011 kl. 23:22

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

svona færslur sýna best hvað íslensk pólitík er á hrikalegu lágu plani. Þegar umræðan er farin að snúast um hvað þessi eða hinn er þungur,er fokið í öll skjól.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 24.8.2011 kl. 00:17

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Sigurður

Ég veit ekki hvaða eða hverra snúður þú ert - en snúðugur ertu.

Óskar

Já - það boðar ekki gott þegar formenn stjórnmálaflokka fara í pólitíska megrun. Þú áttar þig vonandi á tilgangi megrunarinnar hjá Sigmundi Davíð, þ.e.a.s. fyrir utan hið eðlilega markmið að taka af sér nokkur kíló.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.8.2011 kl. 11:42

5 identicon

Mæst hjá Sigmundi Joni Bjarnguðlaugsyni væri að banna innflutning á olíu og hefja hið sígilda hákarlalysi til vegs og virðingar

Jonas kr (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 12:10

6 identicon

Ætli hann kyrji ekki "Ísland ögrum skorið" fyrir hverja máltíð.

Jóhann (IP-tala skráð) 24.8.2011 kl. 14:26

7 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Hvað éta þeir Bjarni Ben gæsalappasnúningur og Sigmundur glópalán þegar þeir véla um ESB aðild ??

Ragnar L Benediktsson, 26.8.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband