27.8.2011 | 16:08
„Víkingarnir borðuðu aldrei brauð“
Pólitískur megrunarkúr Sigmundar Davíðs hefur verið til skoðunar hjá næringarfræðingum.
Kemur þá í ljós að næringarfræðileg rök meltingarlæknisins Sigurjóns Vilbergssonar, sem framsóknarformaðurinn fylgir dyggilega, standast ekki. Meltingarlæknir Sigmundar Davíðs vill að hann borði bara íslenskan mat og ennfremur: Við eigum að bakka út úr brauðinu og mjólkurvörunum og þá lagast meltingin og við hættum að fitna. Og Sigurjón fullyrðir: Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir.
Steinar Aðalbjörnsson næringafræðingur bendir á að ofát og hreyfingaleysi geri menn feita, en ekki neysla á innfluttum mat, hvorki brauði né mjólkurafurðum. Og Steinar segir ennfremur að fyrir fullyrðingum Sigurjóns séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök.
Nú vandast málið hjá flokksformanninum Sigmundi; Þjóremburuglið um mataræði víkinga og almenna óhollustu innfluttra matvæla er bara bull. Augljóslega ætlaði Sigmundur Davíð að slá tvær flugur í einu höggi: Fluga nr. 1.: efla þjóðrembuna og pólitískar vinsældir sínar og Fluga nr. 2: að grennast.
Nú blasir við sú óþægilega staðreynd að ef hann ætlar að grennast þá verður hann að hreyfa sig meira og bulla minna. Spurning er hvort það takist.
Smátt og smátt hallast ég að því að farsælasti flokksformaður Framsóknarflokksins í seinni tíð hafi verið Höskuldur Þórhallsson. Hann ríkti að vísu aðeins í fimmtán mínútur, en hann náði ekki að gera neinar afdrifaríkar vitleysur til skaða fyrir flokk og þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
LOL
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.8.2011 kl. 17:54
Jæja, bara alltaf í boltanum.
Stjórnmálamaður ákveður að ná af sér nokkrum kílóum. Hann segir frá því á Facebook í léttum dúr.
Þetta verður þér efni í tvær bloggfærslur. Samkvæmt þeirri fyrri er það "tilræði við fæðuöryggi þjóðarinn" hvorki meira né minna, að framsóknarmaður megri sig. Og svo þetta.
Magnað hvað mýfluga breyttist létt í úlfalda ...
Haraldur Hansson, 27.8.2011 kl. 17:59
Víkingar át mjólkurvörur...
Linda Ursin (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 19:23
Hvaða heimildir ætli séu fyrir því að víkingar hafi aldrei borðað brauð? Mér finnst það ósennilegt við fyrstu heyrn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2011 kl. 19:56
Ps. hiss á mönnum að segja svona. Auðvitað átu víkingar brauð.
Kornið sem notað var í það var náttúrulega samt ræktað með öðrum hætti en nú þekkist.
Auk þess átu þeir auðvitað mjólkurvörur allrahanda. Málið var samt að mikið var unnið úr mjólkinni svo sennilega hafa þeir ekki drukkið neitt svakalega ag nýmjólk.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.8.2011 kl. 20:47
Sæll Haraldur
Pólitískir matarkúrar vekja áhuga minn. Einnig tilburðir þjóðrembumanna allrahanda.
Ómar
Útrásarvíkingar átu gull!
Hjálmtýr V Heiðdal, 27.8.2011 kl. 22:21
Það er áhugaverður kafli í skýrslunni Íslenska eldhúsið um matargerð fyrri tíma. Talið er að landnámsmenn hafi borðað fjölbreytt fæði, http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/Isl_eldhusid.pdf. Þeir ræktuðu korn á fyrstu öldum landsnámsbyggðar en hún lagðist af með kólnandi veðurfari. Harðfiskurinn hafi komið í staðinn fyrir brauðið. Með öldunum glataðist mikið af þekkingu landnámsmanna og sem dæmi lagðist ostagerð af miklu leyti af á 18. öldinni fyrir utan skyrframleiðslu (sem flokkast víst sem ostur).
Þessu hafa íslenskir bændur og matvælafyrirtæki verið að snúa við á síðustu árum m.a. með verkefninu Beint frá býli, http://www.beintfrabyli.is/byli/product og matarsmiðjur, http://www.matis.is/um-matis-ohf/starfsstodvar-matis/fludir í samstarfi við Matís. Aukin ferðalög, áhrif erlendis frá og fleiri nýbúar hafa sannarlega hjálpað til.
Það hefur orðið mikil vakning á síðustu árum á mikilvægi þess að styðja við staðbundna matvælaframleiðslu (local food / slow food). Þannig vinnum við að sjálfbærni í landbúnaði, sköpun fleiri innlend störf, spörum gjaldeyri og förum betur með umhverfið. Endilega kíkja á þessa tengla, http://www.localfutures.org/publications/online-articles/bringing-the-food-economy-home og http://www.sustainabletable.org/issues/eatlocal/
Eygló Harðardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 23:15
Þakka þér fyrir fróðlegt innlegg Eygló. Það var þá ekki af næringarfræðilegum orsökum sem forfeður okkar borðuðu ekki brauð. Ég hef séð mjög góðar heimildamyndir um „slow food“ hreyfinguna og ræktun staðbundinna afurða. Allt þetta ber að styðja og efla.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.8.2011 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.