27.9.2011 | 09:49
„Við Íslendingar“
Össur Skarphéðinsson hefur sagt að Alþingi muni greiða atkvæði um það hvort Ísland styður umsókn Palestínumanna að Sameinuðu þjóðunum.
Fréttamaður RÚV spurði Bjarna Ben formann Sjálfstæðisflokksins um hans afstöðu í þessu máli. Svar Bjarna var m.a.: Ég hef líka verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru,.
Þetta er hans rökstuðningur. Hann klínir sínum skoðunum upp á alla þjóðina og segir:Við Íslendingar. Ég, og næstum öll heimsbyggðin, veit að framferði ísraela er glæpsamlegt og það er viðurkennt að þeir hafa brotið alla alþjóðasáttmála sem þeir hafa komist í tæri við.
Áður hefur Bjarni sagt að Taka þarf tillit til þarfa Ísraelsmanna. Hvar var þá hin afskaplega takmarkaða þekking á málinu??
Útspil Bjarna er hallærislegt og heimskuleg þjónkun við afturhaldsöfl í USA og Ísrael
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Athugasemdir
Tek eindregið undir athugasemdir Hjálmtýs. Ég vona bara að óskað verði eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar á næstu vikum.
Borgþór S Kjærnested
Borgþór S. Kjærnested (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 10:55
eg lika
ZIONISTS WON'T LET YOU SEE THIS ON YOUR TV
http://www.youtube.com/watch?v=lX18zUp6WPY&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 11:26
„Ég hef líka verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar hefðum afskaplega takmarkaða þekkingu og takmarkaða getu til þess að fara að blanda okkur inn í þær erjur sem þarna eru,“.
Ég veit að Bjarni hefur takmarkaða þekkingu og getu en hann ætti að láta vera að stimpla alla aðra Íslendinga getu og þekkingarsnauða. Honum væri nær að afla sér þekkingar og gera eitthvað til að auka getuna. Mér er tjáð að þekkingarleysi megi bæta með lestri og við getuleysi eru til góð lyf.
Hörður Þórðarson, 27.9.2011 kl. 18:33
Verið ekki að eltast við álit Bjarna. Hann skiptir jafn oft um skoðun eins og nærbuxur.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 19:04
Foringjalausi flokkurinn hans Bjarna taldi Íslendinga ekki skorta þekkingu til að viðurkenna eystrasalts ríkin á sínum tíma. En eflaust þurfti enga þekkingu í því tilfelli af því það hallaðist pólitískt rétt.
Foringjalausi flokkurinn hefur aldrei mótað sér sjálfstæða utanríkisstefnu og þurfa þess ekki, því hana fá þeir aðsenda vestan úr Washington DC.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.9.2011 kl. 21:32
Maðurinn sat í utanríkuismálanefnd Alþingis, þar af 2 ár sem formaður, þegar unnið var að því að Íslendingar tækju sæti í öryggisráðinu. Vissi hann ekkert um þessa fákunnáttu sína þá?
Guðl. Gauti Jónsson, 29.9.2011 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.