Að byggja úr torfi

TorfbærNú eru línurnar að skýrast - Guðfríður Lilja þingmaður VG, hyggst leggja fram þingmál sem felur í sér bann við landakaupum útlendinga á Íslandi.

Ögmundur hefur rætt um endurskoðun EES samningsins í sama anda - að hindra alla erlenda ríkisborgarar í landakaupum. Allt stefnir þetta í raun að sama ósi, allsherjar andstaða við erlenda fjárfestingu.

Gagnkvæmi verður að ríkja svo að þetta jafngildir því að Íslendingar eiga ekki að festa fé í öðrum löndum.

Bann við kaupum útlendinga á landi sem nú er í einkaeigu skuldbindur sennilega ríkið til að kaupa það land sem menn hyggjast selja ef áhugi innlendra kaupenda reynist enginn.

Og við þetta bætist svo andstaðan við ESB - menn vilja ekki einu sinni leyfa viðræður. Allt er hættulegt - ef það kemur frá útlöndum.

Árni Johnsen byggir svo torfhús og forsetinn er aftur farinn að tala um hið einstaka eðli Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem sagt enginn annar fjárfestingarkostur á íslandi annar en landakaup Hjálmtýr? Ganga alþjóða viðskipti út á það að kaupa upp jarðir? "...allsherjar andstaða við erlenda fjárfestingu." Er móðursýkinni engin takmörk sett?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.11.2011 kl. 21:33

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það liggur í loftinu - andstaða við erlenda fjárfestingu í nær öllum myndum. Menn eru bara ekki búnir að segja það hreint út.

Hjálmtýr V Heiðdal, 27.11.2011 kl. 23:22

3 identicon

Íslendingar! !

Hvert eigum við að fara, þegar við höfum selt eyjunna?

Verðum við flóttamenn?

Erlendir fjárfestar hafa ekkert við okkur molbúa að gera sem rétt erum komin út úr rofaborðum og torfkofum, á tæpum mannsaldri.

Stórasta land í heimi.....Hvað gerum við, þegar ESB. skúffufélög hafa ýtt okkur út á ystu nöf?

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.11.2011 kl. 23:46

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viltu kanna fyrir mig hvað Kínverjar hafa selt stórar landspildur heimafyrir til útlanda?  Viltu bara bera þetta saman við Evrópulöndin. Það eru lög í landinu Hjáltýr og þeim er bara verið að framfylgja. Meira að segja EES samningurinn meinar þetta og kveður bara á um að hér sé hægt að veita lóðaréttindi.  Hér er margskonar erlendur rekstur og útlendingar eiga hér í hátæknifyrirtækjum og sjávarútvegi. Það mega þeir upp að 49%. Hér átti að fara á svig við lög af einskærum nepotisma fyrir Hjörleif Sveinsson og co. Hann og mannvitsbrekkurnar Sigmundur Ernir og Krisján Mö drógu hann á asnaeyrum af algeru þekkingarleysi eða grunleysi um valdsvið sitt.  Þetta þeirra klúður og heimska.

Nú ætlar Jóhanna að þurka út þrískiptingu valdsins og tekur sér Dómsvald, lögjafa og framkvæmdavald í einu vetvangi í kvótafrumvarpsmálinu. All bets are off...stjórnarskráin og landslög skipta engu í frekjunni og heimskunni. Hún heldur sig einráða. Ef hún efnir hótanir sínar er forseta skylt að rjúfa þing. Ég treysti á botlaust mikilmennskubrjálæði hennar.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 00:22

5 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hjálmtýr Heiðdal, það hefur kannski farið fram hjá þér en Íslendingum ER bannað að fjárfesta erlendis.

Þess vegna væri bann við erlendri fjárfestingu eða auknar hindranir til þess að auka jafnræði á milli innlendra og erlendra fjárfesta.

Lúðvík Júlíusson, 28.11.2011 kl. 06:39

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jóhann

„Þegar við höfum selt eyjuna“ skrifar þú. Við búum við það skipulag að stór hluti eyjunnar er í einkaeign og þeir sem eiga land geta selt land. „Við“ hinsvegar eigum það sem ekki er í einkaeign og það verður ekki selt.

Jón Steinar

Kína er einræðisríki og þar er ekkert land selt til útlendinga eftir því sem ég best veit. Sjálfur er ég ósáttur við íslenska listamenn sem þiggja heimboð þangað meðan kollegar þeirra sitja í fangelsum. Umræðan um Núbómálið hefur verið skrítin. Annarsvegar virðast áætlanir hans mjög óljósar og að mörgu leyti furðulegar og óvíst hversu vel hagnaður og atvinnutækifæri skila sér til heimamanna - hinsvegar eru fáranlegar bollaleggingar um að Kínverjar ætli að koma upp „litla Kína“ í trássi við íslensk lög. Hvernig þú færð það til að standast að menn hafi ætlað að fara á svig við lög skil ég ekki. Lögin leyfa undanþágur - Ögmundur vildi ekki veita undanþágu, það er ekki flóknara. Það hafa verið veittar 25 undanþágur til annarra. „stjórnarskráin og landslög skipta engu í frekjunni og heimskunni“ - þetta segir mikið um þig.

Lúðvík

Íslendingar eru fangar ónýts gjaldeyris.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2011 kl. 08:10

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jóhanna átti það að vera.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2011 kl. 08:10

8 identicon

Ekki veit ég betur en íslendingar séu að kaupa fasteignir, smáar og stórar, sumarbústaði og jarðir t.d. í Sviþjóð og ekki þarf sænskan ríkisborgararétt til þess. Meira að segja reka þeir fyrirtæki þar, með íslensku svikalagi og litt góðum orðstýr, eins og vænta má.

Ekki fynst mér ósennilegt að bændur fjarfesti erlenis,eftir að hafa selt jarðir, og þá t.d. við suðurhöf og fjárfesta þeir þar, þótt þeir hafi ekki selt jarðir og bú.

Það væri gaman að fá vitneskju um hvað margir útlendingar á Íslandi (ekki með r.rétt) hafa keypt fasteignir á Íslandi s.l.25 árin og þá hve margir af þeim hafi lögheimili í landinu og hverjir ekki.

Illa upplýstir, heimóttarlegir landar, sem ekki sjá út fyrir túngarðinn eiga ekki að vera í pólutík og ætti að setja í lög, að pólutískir flokkar taki víðtækt greindarpróf af væntanlegum félagsmönnum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 12:17

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Maður er nú alltaf að lesa um afrek Íslendinga á erlendri grund. Það er alltaf smá monttónn í blaðafregnum um landa sem eiga fyrirtæki úti í heimi eða gera eitthvað sögulegt að mati blaðamanna. Það eru Íslendingar að reka fyrirtæki um allan heim. Sumir komast í blöðin bara fyrir að reka litla hárgreiðslustofu og fá að greiða kvikmynda- eða poppstjörnum. Það er einnig sagt að íslensk útgerðarfélög eigi kvóta í útlöndum.

En hér heima skal það vera íslenskt - mjööög íslenskt a la Árni Johnsen.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2011 kl. 12:51

10 identicon

Hér þarf að setja skýr og góð lög sem passa upp á Íslendinga og Ísland.  Þetta er forsendan en hvernig nákvæmlega þetta er útfært má ræða.  Hugmyndir Samfylkingarfólks og annarra sem standa úti í glugga með rassinn berann og bjóða sig ódýrt hugnast mér ekki.  Hvar stendur þjóðin þegar búið er að selja auðlindir hennar úr landi.  Með gullið í fanginu?

Hefur fólk ekkert lært síðan 2007.  

Björn Bóndi (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 21:39

11 identicon

Er þetta ekki stjórnin sem þú styður? Eða er kannski tvær ríkisstjórnir í landinu?

Kv,

GJ

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 00:53

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Gunni

Þeir sem burðast með sjálfstæða hugsun gera sér grein fyrir blæbrigðum lífsins. Það sem sameinar er stundum sterkara en það sem sundrar.

Stundum tognar sambandið og svo getur það slitnað.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.11.2011 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband