Ragnheiður Elín segir satt

REÞingið er ekki ákærandi í máli Geirs, það er kærandi skv. 14. grein í stjórnarskránni: „Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál“.

Ákæran er síðan gefin út af Landsdómi ef dómurinn telur málið varða við lög (um ráðherraábyrgð). Og það hefur Landsdómur úrskurðað varðandi fjóra liði af sex.

Þetta er sama fyrirkomulag og ef ég kæri einhvern fyrir þjófnað - sá hinn sami verður ekki ákærður nema að undangenginni rannsókn lögreglu og þá aðeins verður þjófurinn ákærður leiði rannsóknin í ljós nægileg rök fyrir sekt.

Geir er í stöðu ákærðs eftir að hafa haft stöðu grunaðs - allt í réttu ferli.

Þá kemur til skoðunar allt talið um að Alþingi, sem „ákæruvald“ eins og Guðfríður Lilja segir, geti dregið kæruna til baka eins og fylgjendur tillögu Bjarna Ben halda fram. Það hefur komið fram að ekki beri að draga kæruna til baka nema ný efnisatriði varðandi kæruna komi fram.

Nú hefur ekkert slíkt gerst. Og saksóknari Alþingis fyrir Landsdómi getur haldið málinu áfram þótt þingið falli frá kærunni.

Það eina sem hefur gerst er eins og Ragnheiður Elín, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði áðan í Silfri Egils: Bjarni Ben lagði fram tillöguna núna vegna þess að fram hafði komið sú afstaða hjá nokkrum þingmönnum að þeir hefðu skipt um skoðun í málinu.

Það var nú heila málið.

Flokkurinn fann blóðlykt og rann á slóðina - og þar voru Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason reiðubúin með nýja afstöðu. Ögmundur og co tilbúin að hefna sín á Steingrími og hans liði og eftirleikinn þekkjum við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grundvöllur lýðræðissins er þrískipting valdsins. Samkvæmt því á Alþingi ekki að blanda sér í Landsdóm eins og Þráinn benti réttilega á í ræðu í þinginu.

Samkvæmt þrískiptingu valdsins er löggjafarvald og framkvæmdavald aðskilið. Það er ekki praktiserað á Íslandi. Ráðherraræði er hefð.

Dómsvaldið á að skera úr um deilumál og er aðskilið frá hinum tveimur. Þegn í lýðrðisríki ber fram þá fórn til lýðræðisins að hlýta dómsniðurstöðu þrátt fyrir að hún stangist á við sannfæringu hans. Þetta er ekki praktiserað á Íslandi. Tillaga Bjarna Ben er dæmi um það og einnig tillaga ríkisstjórnarinnar um skipun stjórnlaganefndar. Stjórnlagaráð var með þeirri skipan eyðilagt sem hugmynd, enda vandséð að þeir sem tóku sæti í stjórnlaganefnd hafi haft til þess lýðræðislegan þroska.

Önnur grundvallaregla lýðræðis er að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Samkvæmt því ætti ekki Landsdómur að vera til. Af hverju sérstakt réttlæti fyrir ráðherra? Þú bendir á að Alþingi sé ákærandi og Landsdómur taki ákvörðun um málsókn. Það er rétt og hefur ekki verið haldið á lofti. Af hverju? Það er af því að einhver Akureyringur kærði slíka málsmeðferð fyrir  útlendum dómstóli og vann yfir íslenska ríkinu. Það eru brot á mannréttindum að ákæruvaldið og dómsvaldið séu í höndum sama aðila. Þetta leiddi til breytinga í kerfinu og úrelti landsdóm´og þær reglur sem um hann gilda.

Sem sagt Hjálmtýr. Er ekki öll íslensk pólitik rotin af því við vitum ekki hvort við viljum búa við lýðræði, skrifræði eða foringjaræði? Þurfum við ekki að byrja á byrjuninni og skilgreina hvaða stjórnkerfi við viljum.

Við höfum lifað við foringjaræði. Margir vilja brjóta það niður með því að fara undir skrifræðið í Brussel. Enn aðrir vilja gefa lýðræðinu séns en flestir nenna ekki þeirri þáttöku í umræðunni og þeim greinalestri sem því fylgir. Betra að láta Davíð eða Steingrím eða einhverja aðra fjölmiðlamenn um skítverkin.

GS (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 16:57

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Í lögum um Landsdóm segir „Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs Alþingi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast.“

Ég sé að þetta er öðruvísi en ég taldi, málshöfðunin sjálf er ákveðin á Alþingi. Saksóknarinn er því beinn armur þingsins. Atli Gíslason og nefndin var því í hlutverki ákæranda og byggðu á rannsóknarskýrslunni.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.1.2012 kl. 19:16

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið til í því sem Andri Snær segir um vald orðanna. Hér er ein færsla og undir henni tvær athugasemdir.

Eftir að hafa lesið tvisvar er ég talsvert lengra frá því að skilja en áður.

Ég bara þori ekki að gera þriðju tilraun svo ég lendi ekki á gjörgæslu.

M.a.o. snýst þetta ekki um iðnaðarsaltið?

Árni Gunnarsson, 22.1.2012 kl. 20:37

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta breytir ekki neinu Hjálmtýr aðskilnaðurinn á milli þings og saksóknara er samt og hann er ekki beinn armur þingsins. Það verður að skoða heildina og hafa nýjasta sakamálaréttarfar til hliðsjónar.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.1.2012 kl. 22:27

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er rétt hjá þér - en sem leikmaður þá getur átt í vandræðum. Allavega segir stjórnarskráin að þingið geti kært - en ekkert er um að það geti dæmt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.1.2012 kl. 23:04

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þegar saksóknin færðist frá þeim sem "átti víg um" til ríkisvaldsins varð til sjálfstætt ákæruvald sem sá um "vígið" og sá sem átti "víg um" afsalaði hefndarréttinum til þess hvort sem hann vildi eða vildi ekki. Brotaþoli átti þó kæruréttinn áfram og á enn en hann er ekki aðili að máli ákæruvaldsins nema sem vitni. Þetta kerfi hefur staðist í árhundruð þótt sótt sé að því í hverju einasta sakamáli.

Ég les út úr Stjórnarskrá, áliti Óla Jóh. Bjarna Ben. Gunnars Thor. Gunnars Scram, verjanda Geirs, Landsdómslögunum, að nefndir Alþingis starfi ekki allt árið fyrr en eftir 1995 og Alþingismenn misstu umboð sitt við þingrof til 1995 og almennu sakamálaréttarfari, að sakamál sem rekið er fyrir Landsdómi skuli ganga eins nálægt venjulegu sakamáli, án afskipta þeirra sem standa utan dómþinghelginnar eins og frekast er kostur. Um þetta er beinlínis vísað í lögum um ráðherraábyrgð.

Dæmi um hundalógók sem ástunduð er á Alþingi og víðar: "Ingibjörg Sólrún getur ekki heyrt undir lög um ráðherraábyrgð af því að hún er kona þe. ekki herra ráðherra."

Kristján Sigurður Kristjánsson, 22.1.2012 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband