13.2.2012 | 13:57
Hagfræði til heimabrúks
Það er hreint lýðskrum að tala um afnám verðtryggingarinnar án þess að hafa frammi áætlanir um framhaldið.
Íslenska krónar hefur fallið og fallið .. og fallið - það er hið sögulega samhengi.
Sá sem hyggst lána einhverjum upphæð í íslenskum krónum verður að setja vexti miðað við framtiðarhugmyndir um stöðu krónunnar. Hann lítur á krónuna og sér að hún hefur fallið og fallið ... og fallið. Vaxtakrafan til framtíðar miðast við þessa sögu.
Lántakandinn getur ekki tekið lán til langs tíma á þeim vaxtakjörum sem lánveitandinn vill lána á. Lánveitandinn, banki eða lífeyrissjóður, verður að reyna að tryggja að sem mest af lánsfénu skili sér og með einhverjum hagnaði.
Og þá kemur hugmyndin: verðtryggjum lánið - setjum allt í vísitölubindingu. Lánþeginn fær lán til langs tíma og greiðir niður höfuðstólinn með vöxtum.
Íslenska krónan heldur áfram sinni göngu (þið munið fellur og fellur...) en bankinn og lífeyrissjóðurinn tryggja sig eftir bestu getu og lánþeginn fær lán sem heldur verðgildi. Lánið hækkar og hækkar ... og hækkar því krónan fellur og fellur... og fellur.
Húsnæðið sem er veðsett fyrir láninu hækkar og lækkar - hækkun á sígarettum og brennivíni hækkar lánið hjá lánþeganum. Hækkun á heimsmarkaðsverði olíu hækkar lánið.
Allt í ólgusjó.
Og þjóðin á sér enga ósk heitari en að lifa við öryggi og stöðugleika. Þá er kanski ráð að losa sig við eina meinsemdina: krónuna. Slá þannig á verðbólguna og vaxtaokið. Og leyfa reykingafólkinu að bera verðhækkun á sínum nautnum.
Þetta er hin einfalda hagfræði leikmannsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.