5.3.2012 | 16:30
Hinn nýi Íslandsbersi
Leiðtogi Turkmena fram til ársins 2006 tók upp nafnið Türkmenbaşy (leiðtogi Turkmena) og taldi sig ómissandi landsföður. Turkmenabersi þessi gerðist forseti til æviloka með lagabreytingum og beitti ýmsum bolabrögðum til að halda völdum.
Fleiri dæmi kann mannkynssagan um menn sem fá ofurhugmyndir um sjálfa sig; að voðinn sé vís fari þeir frá. Oft er hlegið að tilburðum slíkra manna sem yfirleitt ráða ríkjum í löndum þar sem einræði og fáfræði ríkir.
Þegar ofurmannheilkennið slær niður í huga kjörinna fulltrúa almennings í löndum með ríka lýðræðishefð þá er minna hlegið. Enda ekkert grín þegar stjórnmálamönnum hugnast ekki lýðræðið og þingræðisskipulag.
Nú er komið fram afbrigði þessa heilkennis hér á Íslandi. Forseti Íslands, sem er skv. stjórnarskrá ríkisins ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og lætur ráðherra framkvæma vald sitt, býður sig fram til þess að standa vaktina fyrir hönd þjóðarinnar á óvissutímum.
Í áramótaræðu sinni sagði forsetinn að hann muni hverfa til annarra starfa og að hann og hans frú séu farin að hlakka til frjálsari stunda. Eitt af útbreiddustu dagblöðum landsins tók hann á orðinu og skrifaði í frétt að ÓRG mun ekki bjóða sig fram til forseta Íslands að nýju.
Tveimur mánuðum seinna er komið annað hljóð í strokkinn: aldrei fyrr í sögunni hafi jafn margir grundvallarþættir í stjórnskipan og þjóðfélagsmálum okkar Íslendinga verið jafn ríkulega háðir óvissu og því ætlar forsetinn að bjóða sig fram til fimmta kjörtímabilsins. Tveimur mánuðum eftir að hann var farin að hlakka til frjálsari stunda eru óvissutímar! Hvað gerðist á þessum tveimur mánuðum? Hvaða óvissuástand var í mars sem ekki var í janúar?
Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, að bjóða sig fram á ný er eingöngu byggð á einni ástæðu. Það er vilji hans til að hafa áhrif á gang þjóðmála, pólitískur draumur sem hefur tekið sig upp. Forseti íslenska lýðveldisins hefur, ásamt nánustu bandamönnum, tekið ákvörðun um að nýta embættið í þágu pólitískra stefnumála. Hann hefur niðurlægt embættið í skrípaleikfléttu sem allir sjá í gegnum.
Stuðningsmenn hans hrópa á sterkan landsföður sem skal beitt gegn þingræðislegu skipulagi þjóðarinnar. Gegn réttkjörinni ríkisstjórn og þingi.
Það er í anda Turkmenabersa að ráðast að rótum lýðræðisins með lýðskrumi á óvissutímum. Og það eru óvissutímar á Íslandi þegar æðsti embættismaður landsins gerir atlögu að þingræðinu og þykist einn albúinn til að túlka vilja þjóðarinnar.
Eigum við að hlæja eða gráta?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Athugasemdir
Nefnu einhvern sambærilegann í þetta embætti !!!
Íslenska samfélgaið er siðspillt skítabæli og því miður er enginn Íslendingur boðlegur í starfið. Allir boðlegir í þessu landi hafa "of margar beinagrindur í skápnum" eins og sagt er. Þetta fólk dregur skíta tauminn á eftir sér ævilangt.
Nei, Íslendingar eiga engan siðfágaðann einstakling í þetta embætti, því miður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 22:18
Ég veit um einn sem væri mjög góður sem forseti og landsfaðir okkar allra. Maður sem við myndum bera á höndum okkar um eilífð alla og reisa hallir honum til dýrðar. Jósep Djúgasvili heitir hann ef hann er ennþá lifandi þarna fyrir norðan. Við vonum það besta.
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 5.3.2012 kl. 23:16
Hinn raunverulegi Íslandsbersi, Óskar Halldórsson síldarkóngur, var enginn "landsfaðir", en hafði sína virðingu af sjálfum sér og öllum sínum miklu athöfum. (Mæli með bók Ásgeirs Jakobssonar um hann – frábærri bók um frábæran mann.)
Hugtakið Íslandsbersi hefur engin tengsl við „Türkmenbaşy“ og heldur ekki við okkar ágæta forseta, herra Ólaf Ragnar Grímsson, nema hvað þeir Óskar og Ólafur höfðu báðir bein í nefinu og létu ekki misráðin ráð annarra stjórna sér.
Jón Valur Jensson, 5.3.2012 kl. 23:33
Já, Heiðtal fellur aftur í SÖGU 10. Drengurinn hefur reykt of mikið Pol Pot og Kim il Sung og er greinilega að koxa á Enver Hoxa.
Lengi lifi Ólafur Bessastaðabasi!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2012 kl. 06:46
Jón Valur - þú ert dálítið bókstaflegur. Ég er ekki að vitna í manninn Óskar heldur viðurnefnið - sem er dregið af berserkur (?). Svo veit ég að ÓRG er með bein í nefinu. Eða ertu að meina það bókstaflega?
Villi - alltaf gaman hjá þér. Haltu áfram að vera góður við þína nánustu. Bessastaðabasi er eiginlega betra en bersinn Íslandsbersinn hjá mér.
Hjálmtýr V Heiðdal, 6.3.2012 kl. 15:57
Mikið er ég sammála þér frændi. Þessir stjórnmálamenn eins og t.d. Ólafur og líka hún Ingibjörg Sólrún eru gjörsamlega óþolandi. Telja sig vera ómissandi og hafa eitthvað fram að færa. Erlendis líka og þó víðar væri leitað í alheiminum. En er samt ekki betra að hafa Ólaf á Bessastöðum en t.d. í Afganistan. Eiga útlendingarnir ekki betra skilið?
Björn Heiðdal, 7.3.2012 kl. 15:30
Bersi er ekki neikvætt orð, ég hygg það dregið af orðinu 'björn', ekki af 'berserkur', en ég veit að VG-forystutrúir og Samfylkingarmenn vilja nú orðið tala sem neikvæðast um okkar ágæta forseta. En Íslandbersi var aldrei skammaryrði um Óskar Halldórsson og væri það ekki um Ólaf Ragnar. Þú verður því að leggjast aftur undir feldinn, Hjálmtýr, til að upphugsa nýtt skammaryrði, ef sá er vilji þinn og ásetningur.
Jón Valur Jensson, 7.3.2012 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.