8.3.2012 | 08:36
Hin íslenska leið
Eftir því sem fleiri bera vitni fyrir Landsdómi þá virðist niðurstaðan vera að stjórnendur landsins - embættismenn og stjórnmálamenn - voru í þeirri stöðu að þeir höfðu engin tök á ástandinu.
Og að engar aðgerðir til að vinda ofan af óskapnaðinum tiltækar.
Í þessu ljósi eru ferðir ráðamanna til New York, London og víðar, þar sem þeir sögðu allt í stakasta lagi, hið eina rökrétta í stöðunni.
Hin veika íslenska von um að allt reddist að lokum var eina haldreipið sem stjórnvöld töldu sig hafa.
Blekkingin var sem sagt eina leiðin - er það ekki dæmigert!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.