„Mér finnst 16 ár ansi langur tími“

ORG r

Hér er yfirlýsing frá Ólafi Ragnari frá kosningabaráttunni 1996:

„þess beri að gæta að samleið þjóðar og forseta sé með eðlilegum hætti. Mér finnst 16 ár ansi langur tími þótt í því felist engin gagnrýni á Vigdísi Finnbogadóttur né Ásgeir Ásgeirsson… Ég segi fyrir mig að við lifum á tímum þar sem samfélagsbreytingar eru miklar og hraðar. Allir lífshættir og hugmyndakerfi þjóða taka á sig nýja mynd. Það er mjög óvenjulegt að einstaklingur sem gegnir embætti forseta á slíkum tímum geti átt samleið með þjóðinni mjög lengi. Fljótt á litið eru 8 til 12 ár eðlilegri tími heldur en 16 ár.“

(DV 27. júní 1996)

Loksins er ég sammála honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

ÉG rifjaði það upp að Forsetinn var raunar spurður út í það af Agli Helgasyni fyrir rúmu ári, hvort honum finndist í lagi eða eðlilegt að sami Forseti sæti í fimm kjörtímabil.

Orðrétt svaraði ÓRG:

“Ja, ef að ég … þú spyrð mig svona akademískt þá myndi ég nú kannski segja að það væri ekki réttlætanlegt nema kannski við einhverjar mjög sérstakar aðstæður, EN …”

Sjá bloggfærslu frá febrúar 2011: 5. kjörtímabil Ólafs Ragnars í vændum?

Einar Karl, 12.3.2012 kl. 09:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allt útlit er fyrir, á þessari stundu, að stjórnarskipti verði í síðasta lagi á vormánuðum á næsta ári.  Þá gæti verið áhugavert að hafa Ólaf á Bessastöðum,  þegar Íhaldið og Framsóknarmaddaman ganga aftur í eina sæng og fara að útdeila sínu réttlæti yfir land og lýð. Ólafur mun þá pottþétt frekar eflast í landvættahlutverki sínu en hitt og þá verður gaman að heyra í þeim hægrimönnum sem hvað ákafast mæra hann í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2012 kl. 09:52

3 identicon

Sæll Hjálmtýr; sem og aðrir gestir, þínir !

Má vera Hjálmtýr; að Ó. R. Grímsson hefði þurft, sem og við hin, að vera framsýnni, árið 1996, með því að taka inn í dæmið, það þjóðfélagshrun, sem þeir : Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson lögðu grunninn að, með nauðung EES gjörninganna, upp á íslenzkt samfélag, sem stuðlaði að því, sem varð, Haustið 2008 - og til þeirrar óvenjulegu dirfsku, sem Ólafur Ragnar þorði þó að sýna, gagnvart Icesave´s óbilgirni, Breta og Hollendinga.

Setutími þjóðhöfðingja; er jafn afstæður, sem flest annað, Hjálmtýr, & minni ég þig, sem aðra á, að enn situr Rama IX. Thailandskonungur, til dæmis, síðan árið 1946; reyndar, er þar um erfða Konungsveldi, að ræða.

Axel Jóhann !

Veit það ekki; fyrir víst, en hafi Íslendingar EKKERT lært, af stórspjöllum stjórnmálamanna ALLRA flokkanna 4ra, kjósa þeir illfyglin, sem þú nefnir, í stað þeirra núverandi - nema; gæfan beri til, að landsmenn kalli eftir mönnum, sem kunna að stjórna; eins og Eymundur Magnússon, í Vallanesi - Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, svo og Vilhjálmur Birgisson á Skipasakaga (Akranesi) svo; aðeins fáir séu nefndir, til utanþingsstjórnar, til lengri tíma.

Stjórnmála hyskið; verðum við að útiloka Axel minn, héðan af, eigi ekki enn verr að fara, en orðið er.

Hver; er munurinn á gerpum, eins og Davíð Oddssyni, og Steingrími J. Sigfússyni, til dæmis, Axel; Skagstrendingur knái ?

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 12:42

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Ef Ólafur ætlar að tryggja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðild þá fær hann mitt atkvæði.  Tek ekkert mark á Össuri eða öðrum sem vilja selja allan fiskinn í sjónum fyrir djúsí djobb í Brussel þegar þeir lofa að ég fái að kjósa um ESB eða ekki ESB.  Ólafur er sá ventill sem lýðræðið þarf á þessum svörtu og varhugaverðu tímum.

Björn Heiðdal, 12.3.2012 kl. 15:20

5 identicon

Sælir; á ný !

Vel mælt; - sem skynsamlega, Björn Heiðdal.

Og; enginn er ég Lýðveldissinninn, svo sem, eins og ég hefði getað frá greint, hér að ofan.

Tæplega 300 Þúsund sálum; dugir Landshöfðingi - eða Ríkisstjóri, 75 prósentum ódýrari í rekstri, en Bessastaða fyrirkomulag, segir til um, í dag.

En; Ó. R. Grímsson, er hinn EINI marktæki frambjóðandi, sem kosinn verður í Sumar - að Ástþóri Magnússyni, og öðrum ólöstuðum, vitaskuld.

Ólafur Ragnar ÞORÐI - þegar stjórnmála fíflin runnu, á svelli sérgæða- og glópsku, Helvízk.

Ekki síðri kveðjur - hinum, fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 15:32

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Honum finnst 16 ár örugglega mjög langur tími ennþá Hjáltýr minn. Hvað er pointið mðe þessari grein? Hvað grófstu lengi til að komast að þessu? Hann nefndi þetta raunar aftur þegar hann tók við undirskriftasöfnuninni. En eins og Einar bendir á hér að ofan, þá gerir hann undantekningu á því að sitja svo lengi ef aðstæður eru mjög sérstakar. Það verður ekki sagt annað en að sé nú. Mjög sérstakar aðstæður.

Mikið hvað þér tekst alltaf að verða hjákátlegur í ólundinni.  Þú færð varla Pulitzerinn fyrir þetta skúbb.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2012 kl. 00:14

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Pointið með greininni hlýtur að vera umfjöllun um æskilega lengd embættissetu. Ekki þurfti ég að grafa lengi - þar ber að þakka tækninni. Ég merki oft einhvern pirring í innskotum þínum Jón Steinar, vonandi ertu ekki svona alla daga og við alla sem þú umgengst. Ef þér þykir þetta hjákátlegt þá er það bara svo. En er ég að lesa það rétt úr innlegghi þínu að þú teljir sérstakar ástæður krefjast þess að ÓRG láti sig hafa það að sitja í 20 ár þótt hann hafi haft allt aðrar skoðanir áður?

Hjálmtýr V Heiðdal, 13.3.2012 kl. 10:00

8 identicon

Ef enginn í framboðið fer

Forsetinn sjálfkjörinn er

Sem sextán ár áleit

Í sætinu fráleit

Að frátöldum sjálfum sér.

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 23.3.2012 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband