Hrun krónunnar er borgað af almenningi

ÞrosturÉg vek athygli á grein Þrastar Ólafssonar hagfræðings sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þröstur veit hvað hann syngur.

Hér eru tvö sýnishorn úr greininni:

„Hrun krónunnar er borgað af almenningi, sérstaklega þeim sem tekið hafa verðtryggð lán. Sveigjanleiki krónunnar er ekki kostur eins og sumir vilja vera láta, heldur versti bölvaldur almennings. Núverandi gjaldmiðill er stærsti vandi þjóðarinnar. Hann verður ekki leystur nema skipta krónunni út.“

„Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi. Hrunið megnaði ekki einu sinni að hrófla við henni. Þarna er fyrst og fremst fámenni okkar um að kenna. Stjórnmálamenn eru of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum sem tengdir eru við kjósendur í gegnum kjördæmi með útblásinn kosningarétt. Auðlindaatvinnuvegir, einkum landbúnaður og sjávarútvegur, hafa í krafti handhafnar þeirra á íslenskum auðlindum ofurtök á íslensku efnahagslífi.“

Ég hvet menn til að lesa þessa grein. 

http://www.visir.is/hvorki-kanadadal-ne-islenska-kronu/article/2012703159961


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Undarleg skrif og helst til bjálfalegur. Enginn rökstuðningur, bara uppsláttur.

„... víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunun ...“

„...sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma...“

„Stjórnmálamenn of veikburða gegn ágengum og nálægum sérhagsmunum ...“

og svo framvegis.

Hvers konar málflutningur er þetta og miklu fremur: Hvernig stendur á því að skýr og heiðarlegur maður eins og hann Týri, vinur minn, sér ekki í gegnum svona froðu?

Eru menn hættir að skrifa skiljanlegan og rökstuddan texta. Halda menn að nóg sé að hnoða saman meintum gildishlöðnum orðum og alhæfa eitthvað . Svo eigum við hinir að afsala okkur gagnrýnni hugsun, bugta okkur og beygja vegna þess að einn krati hefur misst skynsemina? Nei, þessi grein er ekki þess virði að less.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.3.2012 kl. 11:10

2 identicon

Sumt rétt hjá Þresti en hann kemst bara hálfa leið með "sannleikann".  Það er t.d. rétt að (að mínu mati náttúrulega) almannahagsmunir víki fyrir sérhagsmunum en rangt að það séu sérhagsmunir landbúnaðar og sjávarútvegs.  Ekki voru það þessar greinar sem settu landið á hausinn. Það voru bisniskratar (eins og t.d. Þröstur sjálfur þarna er ég náttúrulega að fara í manninn en ekki boltann, en Þröstur setti nú t.d. Kron á hausinn á sínum tíma) og pilsfaldapeningamarkaðskapítalistarnir.

Þeir sem eru með verðtryggð lán eru látnir bera allt of stórann kostnað af verðfalli krónunnar, það er rétt. En það er rangt að verðfall krónunnar sé ekki að hjálpa hagkerfinu, það er raunverulega að bjarga því. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 11:21

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sá sem tekur verðtryggt langtímalán er að gera það til að fjárfesta í húsnæði og verður því að líta á þá fjárfestingu í heild, lántakar verðtryggðra langtímalána fá vexti og verðbætur niðurgreidda frá skattgreiðendum í gegnum vaxtabætur. Það vill brenna við að fólk nefni að verðtryggða krónan sé sterkasta krónan en þegar betur er að gáð þá er það launakrónan sem er sterkust, frá 1989 hefur launakrónan hækkað um 22% UMFRAM verðtryggðu krónuna sem þýðir að launamaður sem tók lán 1989 til íbúðakaupa á 22% meira í umslaginu sínu í dag að jafnaði til að greiða af sama verðtryggða láninu(ekki tekið tillit til skattbreytinga).

Hagkerfi okkar er auðlindahagkerfi og mun verða það næstu áratugi með tilheyrandi sveiflum þótt vonandi beri mönnum gæfa til að auka hátæknivinnslu úr þeim hráefnum sem við framleiðum t.d eins og rafmagnskapla úr álvír sem framleiddur er hjá Fjarðarál.

Valið snýst um að hafa verðstöðugleika með annarra manna gjaldmiðli og taka á sig sveiflurnar í gegnum hærra atvinnuleysi, lægri atvinnuþátttöku (sérstaklega kvenna), beinum launalækkunum (varanlegri kaupmáttarstöðnun eða rýrnun), niðurskurði á heilbrigðis og menntakerfi og viðskiptahalla eða að búa við sveiflur í gjaldmiðlinum með miklum hækkunum á innflutum vörum en lægri hækkunum á innlendum vörum, lágu atvinnuleysi, hárri atvinnuþátttöku (sérstaklega kvenna), um 1% kaupmáttarauka árlega og meiri ef okkur tekst að auka hátækniframleiðslu úr hrávörunum okkar, stöðugt og öruggt heilbrigðis og menntakerfi sem hefur tækifæri á að bæta sig og síðast en ekki síst viðskiptaafgangi við útlönd.

Eggert Sigurbergsson, 15.3.2012 kl. 11:30

4 identicon

Sæll Týri,

Þröstur veit kannski hvað hann syngur. Gallinn er bara sá að hann virðist bara kunna eitt lag, og þannig söngvarar eru ekki sérlega góðir finnst mér.

Það þarf einfaldlega fleiri lög í prógrammið Týri, því það má alveg búast við því að þjóðin hafni þessu eina.

kv

GJ

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 12:12

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað er þetta rétt. þessi ,,sveijanleiki"sem á að vera mikið gæðablóð, jafngildir barasta því að að hækka vöru og þjónustuverð og lækka kaup. Auðvitað borgar almenningur þetta.

það eru flestir fræðingar sem vita þetta alveg enda frekar augljóst. Einstaka fræðingur vill meina að það sé auðveldara að gera þetta svona, þ.e. með því gjaldmiðillinn falli, heldur en með öðrum aðferðum.

það hefur samt margsýnt sig að það er rangt. Jú jú, etv. er flóknara að aðalaga hagkerfi í samdrætti með öðrum aðferðum - en til lengri tíma litið er það miklu betra. Að láta gjaldmiðilinn gera þetta hefur svo margar neikvæðar afleiðingar og kostnaðasamar.

En umræðan hérna uppi af olígörkum og sérhagsmunaklíkum (sem nb. eru með allt sitt á þurru í alvöru gjaldmiðlum ss. evru.) er að krónan sem slí sé af gæsku sinni ,,að hjálpa" innbyggjurum! Umræðan hérna uppá þessu skeri er svo einfeldings- og barnaleg að mikið fádæmi er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2012 kl. 12:35

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég staldra við tvo punkta í þessu. Annar er þetta með nauðsyn þess að skipta krónunni út og þá muni allt lagast. Það virðist nefnilega hafa sýnt sig að það sé sama hvað gjaldmiðillinn heitir, ef efnahagsstjórn er léleg þá fara ríkisfjármálin í fokk. Sem dæmi um þetta hafa Grikkland og Kalifornía verið nefnd.

Hitt er þetta með kjördæmin. Ég held að þegar allt kemur til alls þá sé kjördæmaskipting landsins beinlínis skaðleg - sérstaklega fyrir landsbyggðarkjördæmin, þar sem þau eru endalaust að keppast um hin takmörkuðu gæði. Þetta leiðir t.d. til þess að ekki er hægt að gera neinar langtímaáætlanir s.s. í vegamálum og treysta að þær standi fram yfkr næstu kosningar. Spyrjið t.d. vestfirðinga hvað þeir hafa fengið út úr kjördæmaskiptingunni...!

En meðan núverandi ástand er í stjórnun landsmála og hringleikahúsið við Austurvöll er yfirfullt af hæfileikalausustu og ófyndnustu trúðum veraldar eru ekki líkur til að neitt af ofanverðu - né annað sem þessum málaflokki  viðkemur - breytist til batnaðar.

Haraldur Rafn Ingvason, 15.3.2012 kl. 13:35

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Handónýt evra er að leggja margar evruþjóðir í rúst. 

"Hins vegar er mikil brotalöm á íslenskum stjórnmálum. Þar víkur almannahagur gjarnan fyrir sérhagsmunum og mun svo að öllum líkindum verða áfram. Íslensk stjórnmál eru í fjötrum sérhagsmuna auðlindaatvinnuvega og kjördæma. Ekkert bendir til þess að sérhagsmunagæsla sé á undanhaldi." skrifar Þröstur Ólafsson.  Þar held ég hann hafi hitt naglann á höfuðið, en það á ekki bara við íslensk stjórnmál, Evrópa er undirlögð af slíkri spillingu.  Samt sem áður vilja sumir ólmir inn í það spillingardíki.

Þess ber síðan að geta og minna menn á, hvar værum við stödd hefðum við ekki landbúnað og/eða sjávarútveg?  þetta eru þær greinar sem haldið hefur lífi í þjóðinni öldum saman, en það er ótrúlegt að nokkrir kratar og kommar eru þessum atvinnuvegum andsnúnir og vilja þær feigar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2012 kl. 13:54

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Krónan er dauð. Hún er í öndunarvél hafta og þyggur súrefnið að láni frá AGS. Þessi líkvaka er farin að gerast leiðigjörn. Bráðum verður að draga þá til ábyrgðar sem vilja halda áfram að ræna eigum almennings með peningamálastefnu dauðans.

Gísli Ingvarsson, 15.3.2012 kl. 21:46

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Halló er buið að breyta þessu, var það ekki hrun bankana sem almenningur er að borga, sem leiddi svo af sér hrun krónunar. Ég sé ekki að það skipti nokkru máli hvaða gjaldeyrir er í gangi hérna. Það er er liðið í þinginu sem stjórnar ekki landinu sem er sökudólgurinn en ekki krónan.E Ef ekki væri verðtrygging þá væru himinháir vextir í staðinn. Eini plúsinn væri að ekki væri hægt að verðfella annan gjaldmiðil, en hvað kemur þá í staðinn, þið megið segja mér það sem hafið vit á því!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.3.2012 kl. 00:23

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Eyjóflur

Það er bara eitt sem gerist og það heitir LAUNALÆKKUN!  Grikkir hafa þurft að lækka sín laun um 50% ásamt auknu atvinnuleysi.  Allt tal hjá heilaþvegnum og heiladauðum ESB klappkellingum um eitthvað allt annað handa Íslendingum ef við værum í ESB er auðvitað BULL.  Nú eru Grikkland og Ísland ekki alveg sambærileg dæmi.  Grikkland er í ESB og fær þess vegna hjálp sem Íslendingar fengu ekki frá Brussel í formi gríðarlegra skattahækkana og niðurskurðar í ríkisfjármálum.  Við fengum reyndar að kynnast þessari hjálp í mýflugumynd en ef við hefðum verið í ESB og fengið sömu hjálp og Grikkir.  Hefði t.d. þurft að loka Þjóðminjasafninu, Þjóðleikhúsinu og senda um 2000 ríkisstarfsmenn beint á atvinnuleysisbætur.

Björn Heiðdal, 16.3.2012 kl. 22:25

11 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Eyjólfur, þetta er spurning um hvort þú villt fá launin þín í krónum eða atvinnuleysisbætur í Evrum.

Eggert Sigurbergsson, 17.3.2012 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband