Heyrðu, hvað erum við að tala um?

GHHHér er orðrétt samtal Geirs Haarde og Sigmars í Kastljósi 23. apríl.

Geir: Það komst inn á þing allskonar ofstækisfólk, eins og til dæmis það fólk sem situr fyrir Hreyfinguna, það eru hatursfullir einstaklingar, bæði í VG og Samfylkingu.

Ég mælist til þess að þeir menn sem hafa tekið á sig þá ábyrgð að hefja þetta mál, þetta gönuhlaup og sneypuför taki nú einu sinni ábyrgð á gerðum sínum. Hverjir eru það þá, þú spyrð að því. Jú það er þá fyrst og fremst höfuðpaurinn í málinu, Steingrímur J Sigfússon og síðan allir þeir sem geta rakið til sjálfs sín hluta af ábyrgðinni í málinu. Ég ætla ekkert að nefna hérna marga, þeir eru auðvitað mjög margir, Samfylking og annað. Þeir eiga auðvitað að hafa manndóm í sér til þess að horfast í augu við það að út úr þessu máli kom ekki það sem til stóð.

Sigmar: Og eiga þessir menn segja af sér?

Geri: Það finnst mér. Það hefði ég gert í þeirra sporum.

Sigmar: Já, en núna hrundi bankakerfið á þinni vakt, heilt bankakerfi hérna yfir þjóðina með tilheyrandi skaða og voða fyrir alla og fjárhagslegu tjóni. Þú vildir ekki segja af þér út af því. Af hverju ættu að vera ríkari kröfur til pólitískra andstæðinga til að segja af sér út af þessu máli þegar þú steigst ekki til hliðar þegar bankakerfið hrundi?

Geir: Vegna þess að við vorum með plan um það hvernig bregðast ætti við og hvernig ætti að vinna landið út úr þessari krísu sem hafin var. Og því miður hefur núverandi ríkisstjórn tafið þar ferli allt saman.

Sigmar: Þú ert að kalla eftir ábyrgð.

Geir: Sjáðu til. Hér hafa menn lagt mikið undir til þess að koma höggi á mig. Það er mjög hátt reitt til höggs til þess að koma höggi á einn einstakling, koma höggi á minn flokk. Þetta högg geigar, það misheppnast og eins og ég sagði áðan þá verður úr þessu sneypuför. Og hvernig væru nú að þeir einstaklingar sem bera ábyrgð á því reyndu einu sinni að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna og tækju nú pokann sinn.

Sigmar: Finnst þér það í alvöru alvarlegra að þú hafi verið dæmdur og þess vegna eigi þeir menn að segja af sér út af þeim málatilbúnaði frekar en að þú hefðir átta að segja af þér þegar bankarnir hrundu?

Geir: Ekki snúa út úr fyrir mér.

Sigmar: Ég er ekki að snúa út úr. Þú ert að tala um ábyrgð.

Geir: Ekki snúa úr úr fyrir mér.

Sigmar: Þú ert að tala um það að ráðherrar eigi að bera ábyrgð, að þeir eigi að standa á bak við sannfæringu sína og víkja ef þeir gera mistök. Það hlýtur að mega að líkja þessu tvennu saman.

Geir: Bankahrunið kom ekki til skjalanna sem ávöxtur af einhverjum mistökum sem við höfðum gert. Það var hér í uppsiglingu í ákveðinn tíma og það var vegna þess að bankarnir voru allt of lengi...

Sigmar: Annað segir nú skýrslan sem rannsakaði þetta.

Geir: Nei nei. Skýrslan segir að fyrst og fremst var þetta bönkunum sjálfum að kenna og svo komu utanaðkomandi faktorar og auðvitað..

Sigmar: Og stjórnvöld líka, þú getur ekki gert svona lítið úr því sem skýrslan sagði um ykkur.

Geir: Heyrðu, hvað erum við að tala um? Erum við að tala um ábyrgð manna hérna - núna, eða ætlum við að fara að tala um skýrslu Rannsóknarnefndarinnar?

Sigmar: Nei nei.

Geir: Nei, ég segi það var reitt hátt til höggs, það var reynt að koma mér varanlega til hliðar bæði í stjórnmálum og á opinberum vettvangi almennt. Það var reynt að koma þannig höggi á Sjálfstæðisflokkinn að hann biði þess aldrei bætur. Þetta misheppnast allt, þetta geigar allt, þetta eru klámhögg og fólk á að horfast í augu við það og taka pokann sinn. Þeir sem á annað borð vilja kannast við einhverja ábyrgð á sínum gerðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skrautlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.4.2012 kl. 13:08

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Væri ekki lífið dásamlegt, ef ekki væru allir þessir vondu vinstri menn sem allt reyna að eyðileggja fyrir góðu gæjunum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2012 kl. 13:14

3 identicon

Í stað þess að biðjast afsökunar, sýna auðmýkt og smá reisn, er kallinn hortugur.

Og útkoman er meira en skrautleg, hún er katastrófa.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 13:19

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stórmannlegt líka hjá Geir að skíta út andstæðinga í stjórnmálum í einkaviðtali - þar sem þeir geta ekki svarað fyrir sig.

Annars var hann svo æstur á tímabili að ég hélt að kollan ætlaði að fjúka af hausnum á honum.

Theódór Norðkvist, 24.4.2012 kl. 14:47

5 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Ekki er ég hissa á Hruniu, með svona pappakassa sem forsætis !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 24.4.2012 kl. 14:48

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maðurinn hefði ekki átt að fara í viðtöl eða tjá sig yfirleitt í fjölmiðlum með þessa reiði í farteskinu.   En þetta gefur ágætis innsýn í siðblindan heim stjórnmálanna sérstaklega þeirra sem komar langt í pólitíkinni.  Og svo sannarleg ekki þeim til hróss nema síður sé. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 14:53

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://smugan.is/2012/04/landsdomur-vitnisburdur-davids-felldi-geir/

Ég vil aðeins benda á að kannski er það xD-leiðtoginn sjálfur sem sakfelldi Geir?

   http://smugan.is/2012/04/landsdomur-vitnisburdur-davids-felldi-geir/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.4.2012 kl. 15:26

8 identicon

Af hverju er Geir svona reiður þegar hann vann svona stóran sigur og allt sem út úr dómnum kom var klámhögg (bara eitt hvað þýðir klámhögg)Maðurinn er ekki í lagi.

Gunnar EH Guðm (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:31

9 Smámynd: Björn Heiðdal

Dæmigerður húmorslaus stjórnmálamaður.  Dæmdur fyrir að brjóta stjórnaskránna en telur það vera smámál.  Fundir skundir, til hvers?  Ríkisstjórnarfundir, ha, já, ég nenni aldrei að segja neitt af viti þar.  Ég geymi mína bestu spretti fyrir framan spegilinn heima.  Svo fær hún Inga Jóna mín stundum að heyra hvað ég er klár og duglegur.  Reglubræður fá líka sinn skammt en bara á lokuðum fundum.  Þó ekki leynifundum!  Svo hringi ég stundum í Davíð og Hannes.  Ekki má gleyma trúnó við formann Samdilkyingannirnar.  Henni fannst líka ríkisstjórnarfundir tómt rugl.  Svo sagði hún við mig.  Komdu bara heim og við græjum þetta þar.  Hjörleifur bakar vöflur og svona.  

Björn Heiðdal, 25.4.2012 kl. 09:24

10 identicon

Og það grátlegasta er að skv. Landsdómi hefði Geir aðeins þurft einn ríkisstjórnarfund á tímabilinu febrúar til september 2008 þar sem fjallað hefði verið um efnahagsmál og málefni bankanna til að sleppa við sakfellingu. Þó er hann ekki einu sinni fær um að segja auðmjúkur: "Maybe I should have". Maðurinn leyfir sér að segja frammi fyrir alþjóð: "við vorum með plan" !!??

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 09:56

11 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Hrokinn og mikilmennskuæðið í manninum, minnir dálítið á annann glæpamann úr Sjálfstæðisflokknum, sem fékk tveggja ára dóm, fyrir þjófnað.

Börkur Hrólfsson, 25.4.2012 kl. 10:37

12 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft PR-mann ( Jón Hákon Magnússon ) á fullu í starfi fyrir sökudólgin Geir.  Ef ráðlegging til Geirs var að mæta í viðtöl eftir dóminn, þá hefur sú ráðlegging verið röng !  Eða fór Geir fram í viðtöl eftir dóminn á sömu forsendum og hann vann í ríkistjórn ? 

Hélt að hann væri ósnertanlegur, vegna vinnu fyrir sjálfstæðisflokkinn ???

Viðtalið hér að framan sýnir að þessi Geir Haarde hefði átt að finna sér eitthvað betra að gera !!!

JR (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 12:16

13 Smámynd: Þórdís Bachmann

"Jeg har en plan..."

Egon Olsen, stórbandít og forsætisráðherra Olsen-banden.

Þórdís Bachmann, 26.4.2012 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband