Tjónaskoðunarmaðurinn

SDGSigmundur Davíð formaður Framsóknarflokkskins er mjög skrítið innskot í stjórnmálin.

Hann komst að því í júlí 2009 að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur „væri líklega versta ríkisstjórn í Íslandssögunni“. Hann var þá nýkjörinn á þing og nýtekinn við formennsku Framsóknaflokksins. Flokksins sem var, ásamt Sjálfstæðisflokknum, nýbúinn að skila af sér þjóðarbúinu á hengibrún efnahagshruns. Eða eins og Geir H. Haarde orðaði það: „Guð blessi Ísland“.

Nú er Sigmundur Davíð aftur í fréttum vegna miðstjórnarfundar flokksins. Liðin eru tæp þrjú ár og Sigmundur Davíð segir að „tjónið af þessari ríkisstjórn er orðið meira en af sjálfu hruninu. Þeir klikkuðu á því að taka á lánamálum heimilanna, fjárfesting fór í sögulegt lágmark, atvinnuleysi hefur aukist miklu meira en það hefur þurft að gera. Þegar allt þetta kemur saman er tjónið meira en af hruninu“.

Upptalning Sigmundar er listinn yfir málin sem hrunið leiddi yfir þjóðina, málin sem núverandi ríkisstjórn fékk í arf. Tjónið af hruninu er semsagt meira en tjónið af hruninu - ef marka má Sigmund Davíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erfðaprinsar íslenska auðvaldsins leiða nú stjórnarandstöðuna, Sjallana og hækjuna. Bjarni Ben er þó skömminni skárri, sæmilega vel menntaður og óvitlaus. Simmi Kögunar er hinsvegar lýðskrumari par excellence. 

Grikkir eiga gott nafn yfir svona gikki, "kolo-peðia", rassgats krakkar.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 22:36

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Annað hvort ert þú vangefin Hjálmtýr V. Heiðdal,  eða að þú ert illa innrættur. 

Geir og Davíð hömuðust við að borga upp skuldir ríkisins. 

Hugsaðu þér ef það hefði ekki verið gert fyrir hrun.  Hvorki Sjálfstæðis flokkurinn eða Framsóknarflokkurinn og heldur ekki Samfylkingin  framleiddu hrunið. 

En hafi verið staðið í vegi fyrir réttum aðgerðum í upphafi hrunsins, þá var það frá hendi Vinstri grænna og Samfylkingar.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2012 kl. 22:46

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hrólfur - eigum við ekki að hafa það bæði vangefinn og illa innrættur. Þá erum við sæmilega öruggir um að hitta á það rétt.

„Framleiðendur hrunsins“ - sérstakt orðalag hjá þér Hrólfur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.4.2012 kl. 22:57

4 identicon

Heldur hef ég nú verið sammála stjórnarandstöðuþingmanninum Sigmundi Davíð. Þó verið heldur á varðbergi gagnvart forustumanni annars hrunflokksins og syni eins af þessum vandræðamönnum framsóknar.  Ekki bætir heldur úr að Steingrímur J. er eftirminnilega búin að sýna manni fram á að ekki er sami málflutningur í stjórn og stjórnarandstöðu. En þessi fullyrðing Sigmundar, um að tjónið af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms sé orðið meira en af hruninu sjálfu, er bara barnalegur og með öllu órökstuddur áróður. Hluti af tilraunum sakbitinna framsóknar- og sjálfstæðismanna til að endurskrifa söguna í stað þess að horfast í augu við hana og reyna að bæta úr. Er ég þó fjarri því að vilja bera blak af þessari hörmungarríkisstjórn.

Raunar skilur þetta mann eftir dálítið tortryggnari en fyrr gagnvart Sigmundi sjálfum.  Hvað er hann að verja og hvers vegna?

Er hann pabbastrákur og strengjabrúða afla sem ekki eru tilbúin að horfast í augu við eigin ábyrgð eða gefa neitt eftir af sínum óverðskulduðu völdum og auði?  Það sama á nú raunar við Bjarna Ben. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 07:58

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna kemur ekki vantrauststillaga frá Sigmundi Davíð, á þessa vonlausu ríkisstjórn? Hvaða hugmyndir gerir fólk sér um það? Eru kannski fleiri í klíkunni, en vilja viðurkenna það opinberlega?

Það er eðlilegt að maður spyrji?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2012 kl. 09:46

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Hjálmtýr V. Heiðdal.  Þú telur þér henta að skilja orð Sigmundar Davíðs þannig að tjónið af hruninu sé meira en tjónið af hruninu.  Þú verður að eiga það við þig sjálfan, hvort þetta er ærleg framsetning.

Hrunið varð okkur dýrt, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er orðin dýrari en hrunið.  Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur tafið okkur í þrjú ár og það stendur til að hún tefji okkur í eitt ár í viðbót.   Þá fyrst verður hægt að byrja á því að rétta við eftir hrunið, sem ekki var framleitt á Íslandi.  En þetta banka hrun sem hófst fyrir vestan, það upplýsti okkur um Íslenska banka þjófa sem hvorki ég eða þú og heldur ekki Geir vissum um, vegna hinnar fáránlegu bankaleyndar.     

 Þú undrast orðalag mitt.  En því hefur verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi smíðað þetta hrun af hreinum og tærum óþokkaskap.  Mér skilst að þú haldir þessu fram líka.  Hversvegna er þér meinlega við orðið framleiðsla, þegar túlkaður er skilningur ykkar vinstri manna.

Hrólfur Þ Hraundal, 29.4.2012 kl. 11:19

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þú reynir að flokka mig sem vangefinn og illa innrættan Hrólfur - og svo byrjar þú að bull um að ríkisstjórn Jóhönnu hafi tafið okkur í þrjú ár. Heldur þú, í þínum villtustu draumum, að daginn eftir hrun þá hafi menn bara staðið upp og sagt „hjúkk - við sluppum vel frá þessu“ og haldið áfram. Þú verður að taka inn í þinn haus að hrun er hrun og þá þarf að endurreisa. Endurreisn er ekki töf eins og þú og Sigmundur bullið og blaðrið um. Endurreisn er nauðsynleg aðgerð og það vanþakkláta verk hefur þessi ríkisstjórn unnið með fíflin og götustrákan á bakinu. En þú getur huggað þig við það að sagan mun dæma - og þú verður í skammarkróknum ásamt Sigmundi og fjandi mörgum öðrum.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.4.2012 kl. 11:45

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll aftur Hjálmtýr.

Getur þú útskýrt í stuttu máli hvaða ósamræmi er í málflutningi Sigmundar Davíðs. Í júli 2009, eftir að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði tekist að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar og að auki annan stjórnarflokkinn, eftir einungis nokkra vikna störf og með því gert stjórnina óstarfhæfa, sagði Sigmundur að þetta væri "líklega" versta ríkisstjórn sögunnar.

Núna, tæpum þrem árum síðar, hefur Sigmundur, eins og reyndar fjölda landsmanna, einnig margir kjósenda stjórnarflokkanna, komist að því að sleppa má orðinu "líklega" í þessu samhengi.

Hvert er ósamræmið? Það sem á upphafsmánuðum stjórnarinnar þótti líklegt, er nú orðin staðreynd!

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2012 kl. 12:18

9 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já Sæll Gunnar

Þú segir að Jóhanna sé búin að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar. En tæpast er hún jafn stórtæk og þú í klofningnum - ég minni á þín skrif sem ég vitnaði til í bloggi 19. apríl: Þar klaufst þú þjóðina í tvennt - landsbyggð og höfuðborgasvæðið. Sigmundur Davíð komst að þeirri niðurstöðu, skömmu eftir hrun, að ríkisstjórn Jóhönnu væri líklega versta stjórnin í Íslandssögunni eins og ég skráði eftir honum. Ef þú og Sigmundur viljið vera teknir alvarlega þá getið þið ekki sagt og skrifað svona vitleysu. Ríkisstjórnir Davíðs og Halldórs voru þær verstu - þær leiddu okkur í hrun (og stríð). Ég get ekkert gert fyrir þig ef þú reynir að halda öðru fram.

Ósamræmið hjá Sigmundi er kanski ekki til staðar - hann er jafn kexruglaður hvenær sem hann tjáir sig.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.4.2012 kl. 17:50

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Mikið er ég heppinn að eiga frænda sem er vangefinn og illa innrættur en ekki svona pottþéttur glamúrgosi eins og þú Hrólfur!  Ég verð samt að vera sammála honum um Sigmund ég er nefnilega líka illa innrættur en þó ekki vangefinn.  Vandamálið er samt það að Simmi er jafn steiktur og Steingrímur Joð, Jóhanna, Ingibjörg, Geir, Davið, Helgi Hjörvar, Össur o.s.fr.  Hann er bara yngri, feitari og í Framsókn. 

Björn Heiðdal, 29.4.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband