2.5.2012 | 10:51
Riddarinn - reddarinn
Verkfæri þjóðarinnar eru flokkarnir og þingræðið, þar liggur kjarni lýðræðisins - frelsið til að stofna samtök til að vinna sínum áhugamálum framgang.
Þetta dekur við forseta sem situr eins og einhver guð á Bessatöðum og grípur inní þegar hallar á alþýðuna er bara tilraun til þess að búa til draumaveröld.
Forsetar geta verið misjafnir eins og stjórnmálamenn - þetta er því ekki leiðin að bæta við ruglið sem við höfum.
Látum forsetaembættið vera sameiningarafl þjóðarinnar - en ekki drauminn um riddarann sem kemur ríðandi þegar allt er í steik og ekki nema 5 mínútur eftir af kvikmyndinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Athugasemdir
Nú langar mig að spyrja þig Hjálmtýr gagnrýndir þú Ólaf Ragnar mikið þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin? Óska eftir heiðarlegu svari.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 2.5.2012 kl. 16:53
Marteinn - þú óskar eftir heiðarlegu svari. Það felur í sér að þig grunar mig um græsku í þessu máli. Hvað um það mitt heiðarlega svar er:
Eftir því sem ég best gat skilið þá voru fjölmiðlalög þáverandi ríkisstjórnar andstæð stjórnarskránni. Ég var því hlynntur því að ÓRG bryti blað í sögu embættisins og synjaði því staðfestingar eins og hann gerði. Þá lá beinast við að þjóðin léti til sín taka í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Við vorum hinsvegar svikin um þá aðgerð með því að stjórnin þorði ekki að leggja málið í dóm þjóðarinnar. Réttur forsetans til þess að setja mál í dóm þjóðarinnar er mikilvægt ákvæði. Ég vil hinsvegar að ákvæði í nýrri stjórnarskrártillögu um að fleiri (hluti þjóðar og hluti þings) geti komið málum í þennan farveg. Og þá tel ég að hlutverki forseta í þessu sé lokið - þ.e. að hann þarf ekki að hafa þennan rétt lengur.
Svona er mitt svar - gegnheiðarlegt eins og ég vil vera sjálfur. En hvarsu vel það tekst er ég ekki dómbær á.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.5.2012 kl. 18:39
Þetta er ekki rétt hjá þér.Þegar Ólafur staðfesti ekki fjölmiðlalögin sagði hann að það væri útaf því að skort hefði samhljóminn milli þings og þjóðar og að í afstöðu sinni fælist ekki gagnrýni á þing og ríkisstjórn og hann tæki EKKI EFNISLEGA AFSTÖÐU TIL LAGANNA.Varstu ekki bara sammála Ólafi um fjölmiðlalögin af því að það var ykkur vinstri mönnum þóknanlegt ?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 2.5.2012 kl. 19:07
Hvað er ekki rétt hjá mér? Að ég hafi tekið afstöðu út frá stjórnarskránni? Ólafur ræddi um gjá milli þings og þjóðar og það var hans mál. Ég var að skýra frá minni afstöðu. En þú vilt ekki heiðarlegt svar virðist mér - þú gerir mér upp afstöðu og gefur í skyn að annað liggi að baki en það sem skrifa. Eða með öðrum orðum að ég sé óheiðarlegur. Hafðu það bara eins og þú vilt og vertu áfram góður við þína nánustu.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.5.2012 kl. 19:34
Hvaða afstöðu geri ég þér upp?Ég skrifaði bara það sem Ólafur sagði um fjölmiðlalögin og stjórnarskráin kom þar ekki við sögu.Ert þú annars sérfræðingur um stjórnarskránna?Og ég reyni að vera góður við alla líka þá sem ég er ekki sammála.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 2.5.2012 kl. 20:03
Sæll Hjálmtýr; sem og aðrir gestir, þínir !
Hjálmtýr !
Einhvern veginn finnst mér; sem þú hefðir getað svarað mínum mæta vini, Sjósóknaranum Marteini Sigurþór; stórvini mínum frá uppeldisárum okkar beggja, frá Stokkseyri, á aðra vegu, en þú gerir, hér; að ofan.
En; kannski er það mistúlkun mín, á þínum raunverulegu viðhorfum, kvikmynda jöfur góður.
Hins vegar; er það að æra óstöðugan, hyggist þú verja svika- og lúða stofnunina alþingi, sem Mél- Ráfan og gufan Kristján VIII. Danakonungur endurreisti, illu heilli, árið 1845, til stórtjóns eins, fyrir Íslendinga, sem margfaldlega, hefir ásannast, gegnum tíðina.
Eins; og við munum Hjálmtýr, hrökk lítið hjarta Kristjáns VIII., niður í brækur hans, í ókyrrðinni suður í Evrópu, um og fyrir miðbik 19. aldarinnar, sem á daginn kom, sem til þing endurreisnarinnar leiddi, forðum.
Raunverulega; ætti Ólafur Ragnar að hafa alræðsivald, til ótiltekins tíma, eftir björgunaraðgerðir sínar, eftir að hann hratt frekju og yfirgangi : innlendra spila fíkla Landsbankans / Breta og Hollendinga, af höndum landsmanna, á sínum tíma.
Hvenær; sæjir þú Hjálmtýr,, Bandaríkjamenn ábyrgjast spilaskuldir Las Vegas flónanna - fremur en Frakka; með Monte Carló angurgapana, ágæti drengur ?
Matti fornvinur minn (Marteinn Sigurþór) !
Í Almættis bænum; ekki nefna á nafn, fíflagang viðrinisins, Davíðs Oddssonar og félaga hans, Vorið 2004, með hið svokallaða fjölmiðla frumvarp.
Davíð Oddsson; er - og hefir verið, NÁKVÆMLEGA sama himpigimpið, og þorri annarra íslenzkra stjórnmálamanna, svo fram komi, piltar.
Með góðum kveðjum; úr ofanverðu Ölfusi, sem oftar /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 20:10
Ólafur Helgi hefur sagt það sem þarf að segja..
Vilhjálmur Stefánsson, 2.5.2012 kl. 20:31
Hæ Týri,
Þetta gengur ekki alveg upp hjá þér.
Ef það var þín skoðun að lögin brytu í bága við stjórnsarskránna hefðir þú einnig átt að vera sáttur við að vera ekki beðinn um að kjósa um málið, eða finnst þér réttlætanlegt að brjóta stjórnarskránna ef þjóðin ákveður það í kosningum?
Núverandi forseti er eini ráðamaður landsins sem staðið hefur með fólkinu og vilja þess síðastliðin 3 ár.
Þegar þjóðinni verða á mistök líkt og gerðist í síðustu alþingiskosningum er nauðsynlegt að hafa neyðarhemil á Bessastöðum sem grípur ínní þegar vanhæfir einstaklingar fara með stjórn landsins. Það sanna dæmin.
kv
GJ
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 22:42
Þú ert skemmtilegur Gunni: „Þegar þjóðinni verða á mistök líkt og gerðist í síðustu alþingiskosningum“. Þetta er beint frá þínu framsóknar/íhaldshjarta. Ennfremur eru rökæfingar þínar úti í móa (en af gamalli reynslu þá veita ég að þú hefur alltaf rétt fyrir þér) - ég var ekki sáttur við að lögunum um málskotsrétt forseta var ekki framfylgt vegna þess að þarna var mál sem þurfti að leysa utan þings - eftir ófarir þess. Hefði þjóðin kosið með lögum Davíðs og Dóra þá hefði komið til mat á lagagildi þeirra vegna efasemda um stjórnarskrásamræmið.
Varðandi neyðarhemil á Bessastöðum þá vil ég ítreka: færum þetta vald til þings og þjóðar. Forsetar geta verið allrahanda sbr. ÓRG en þjóð og þing geta sameinað vit fjöldans (sem þú reyndar berð brigður á).
Botninn í þinni röksemdafærslu er að vilji þjóðarinnar, t.d. eins og síðustu kosningum, skuli lúta lægra en vilji eins manns. Sá er oft kosinn með rúmlega þriðjungi atkvæða og gæti á tímum síst endurspeglað vilja lýðsins. Þú skalt bara kjósa ÓRG og sætta þig við ósigur þegar þar að kemur. Gleðilegt sumar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.5.2012 kl. 08:20
Sæll Óskar Helgi kjarnyrtur einveldissinni að vanda. Ekkert vissi ég um Stokkseyrartengsl Marteins og hefði kanski átt að vanda mig fremur venju. Mín Stokkseyrartengsl voru töluverð þar sem bæði afi Hjálmtýr og afi Sigurður áttu þar viðkomu. Afi Hjálmtýr átti Kumbaravog og fleir býli. Afi Sigurður var í einhverju útgerðarbasli, þó mest tengdur Eyrarbakka og var fyrsti fangelsisstjórinn á Litla hrauni. Enda stendur þar enn Heiðdalshús. En öll umræða um ÓRG getur verið erfið sökum átrúnaðar sbr. festingu þinna vona við möguleg einvöld mannsins á nesinu.
En áfram fer lestin og við með.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.5.2012 kl. 08:28
Sælir; á ný !
Hjálmtýr !
O; jú, jú. Einveldissinni; eða fámennisstjórnar sinni, er ég sannarlega, að fenginni dýrkeyptri reynslu okkar, af hvítflibba- og blúndukerlinga stóðinu, ágæti drengur.
Skemmtileg er; upprifjun þinna tengsla, til Stokkseyrar og Eyrarbakka. Faðir minn heitinn; var einn eftirmanna afa þíns, á forstöðumanna stóli Litla Hrauns, en var fæddur á Gamla Hrauni; þaðan, í föðurætt - frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka, í móðurætt, aftur á móti.
Hefi oftlega; heyrt Eyrbekkinga frændur mína, tala um Heiðdalshús, einmitt.
Þakka þér einnig fyrir; drengileg andsvörin, til okkar Matta (Marteins Sigurþórs), sem með ágætum voru, með tilliti til orðræðunnar, almennt.
Með; ekki síðri kveðjum - en hinum fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 14:13
Lýðræði splíðræði! Hvernig getur þú bæði viljað meira beint lýðræði um einstök mál og siðan heimtað að ég gangi í ESB. Ertu að meina fleiri ráðgefandi skoðanakannanir um hundahald?
Í eðli sínu er ESB á móti þjóðaratkvæðagreiðslum um mikilvæg mál eins og dæmin sanna. Þú hlýtur að sjá að innganga í ESB dregur úr vægi lýðræðis og áhrifum íslenskra kjósanda a.m.k. sumra.
Kannski ertu að meina að ég geti áfram keypt ost og skinku út í búð ef við göngum í ESB. Það sé hið raunverulega lýðræði ekki hversu mikil eða lítil áhrif ég gæti haft á ráðamenn og stjörnvöld.
Týri, það er ekki bæði hægt að éta kökuna sjálfur og selja hana fyrir kostnaði. Hvort viltu meira lýðræði og valdið nær fólkinu eða ESB???
Heiðdalslegt svar óskast
Björn Heiðdal, 3.5.2012 kl. 21:47
Hæ Týri,
Ég held ég þekki þig nógu vel til þess að vita að afstaða þín til fjölmiðlalaganna byggðist EKKI á því hvort umrædd lög stæðust stjórnarskrá, heldur miklu frekar á andúð á ríkjandi stjórnvöldum þess tíma.
Svo er þetta með vilja þjóðarinnar. Þú veist vel að þegar þú ert reiður eða í uppnámi er alltaf hætta á að þú gerir eitthvað sem þú vilt ekki og sérð strax eftir. Manneskja í uppnámi hugsar ekki skýrt. Þess vegna er ekki hægt að ætlast til þess að heil þjóð í uppnámi geti hugsað skýrt, líkt og sýndi sig í síðustu kosningum. Svo er ekki hægt að segja að það hafi verið vilji eins manns þegar ÓRG hefur beitt neitunarvaldinu.
kv
GJ
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.5.2012 kl. 23:33
Þóra Arnórsdóttir er tákngerfingur íslenska hrunsins. Kannski var Ólafur duglegri að redda vínum sínum fálkaorðum og kyssa þá í útlöndum. En hún Þóra flutti fréttirnar af þeim og sagði þjóðinni að allt væri í besta lagi. Meðan brennuvargar gengu lausir um götur RVK ráðlagði Þóra þjóðinni að losa sig við alla reykskynjara.
Björn Heiðdal, 6.5.2012 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.