Eitraður ryðkláfur

Útvarp SagaÞórarinn Þórarinsson skrifar í Fréttatímann í dag:

„Útvarp Saga er eitraður ryðkláfur, mengunarslys, sem úðar öfgum, undarlegum skoðunum og bullandi fordómum yfir öldur ljósvakans. Stöðin hossar einstrengingslegu öfgafólki og hleypir því reglulega upp á dekk þar sem það skrúfar frá brjáluðum vaðlinum við mikinn fögnuð áhafnarinnar sem kyndir vel undir og bætir í ef eitthvað er.

Á köflum er beinlínis ógnvekjandi að hlýða á vænisjúka og firrta orðræðuna á Sögu en skemmtigildið er þó ótvírætt og maður huggar sig við að þær raddir sem hæst og oftast heyrast á Sögu hljóti að rúmast innan afar þröngs mengis og geti vart talist þverskuður af Íslensku þjóðinni.

Persónugalleríið í símatíma Sögu, bak við hljóðnemana og í hópi eftirlætis viðmælenda stöðvarinnar er svokostulegt og skoplegt í ýktum æsingnum að þegar mest gengur á er Saga eins og útvarpsleikrit samið af David Lynch og leikstýrt af Fellini.“

 

Ég held að skoðanakannanir Útvarps Sögu segi eitt og annað um hlustendahópinn. Þátttakan er ágæt, stundum um 2000 manns. Hér eru nokkur sýnishorn.

Hvern ætlar þú að kjósa sem forseta Íslands? Ólafur Ragnar 89,8%

Er efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar að skila árangri? Nei: 85,27%

Á að takmarka straum flóttamanna til Íslands? Já: 92,09

Er þróunaraðstoð skynsamleg ráðstöfun á fjármunum? Nei: 79,59%

Hvaða flokk kysir þú í dag til Alþingis? Hægri grænir: 57,6%

Svo eru stundum kannanir sem sýna hve hlustendurnir eru glöggskyggnir.

Telur þú að Geir H Haarde verði sakfelldur í Landsdómi? Nei: 69,98%

Telur þú að Jón Bjarnason verði rekinn úr ríkisstjórninni? Nei: 54,39%

Svo koma spurningar sem aðeins einn maður getur svarað.

Vill Steingrímur J Sigfússon að Ísland gangi í ESB? Já: 79,12%

Og stundum eru menn svakalega sammála.

Vilt þú að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði næsti forseti Íslands? Nei: 95,11%

Þessar skoðanakannanir eru auðvitað ekkert nema samkvæmisleikur hjá hlustendum Útvarps Sögu og endurspegla enganveginn andlegt ástand þjóðarinnar. Guði sé lof (með þeim fyrirvara að hann sé þarna einhversstaðar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Hjálmtýr, þetta er satt með þessar skoðanakannanir, en þær eru þó skömminni skárri en þær hjá RUV þar sem keyrt er  á undanþágu Og þeir á Sögunni taka þó upp dróma-svikamilluna á meðan aðrir gera það alls ekki.

Eyjólfur Jónsson, 11.5.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Útvarp Sori, er hún og útvarp Sori skal hún heita.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2012 kl. 21:41

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hjálmtýr. Nú er ég ekki sammála þér, þótt ég sé það oft í skoðunum þínum á mannúðarmálum og hjálparstarfi.

Sorann finnur þú í skrifum Þórarins Þórarinssonar. Ef hann er hátt skrifaður hjá þér, þá segir það mikið um þinn smekk á soraskrifum hans og fleiri blekkinga/lygameisturum. Eða eru þú og fleiri álitsgjafar ekki betur að sér um staðreyndir mála, en kemur fram í skrifum Þórarins? Það síðasta sem ég las eftir þennan Þórarinn var þannig sori, að ég fóra að velta fyrir mér hverskonar innræti þessi maður hefði.

Þú hlustar/horfir varla bara á RÚV, með sína "vitringa-fræðslu"? Þú ert rukkaður fyrir RÚV-ruglið, bæði tuðrusparkið tómlega og annað álíka "viturlegt/fræðandi". Þú ert ekki rukkaður fyrir að hlusta á Útvarp Sögu, þótt þú hlustir greinilega á það útvarp, sem þú hallmælir svo, ásamt sumum öðrum öfgapólitískum einstaklingum.

Veðri þér að góðu ef þú lætur þér nægja pólitískt ríkisrekið fjölmiðlaapparat, sem er með siðblinda og pólitíska heilaþvottastefnu, og prógrammerað af ESB-fulltrúum í Brussel.

gagnauga.is ásamt Útvarpi Sögu, eru mjög fræðandi miðlar um sannleikann, sem ég hvet sem flesta til að lesa og hlusta á. Þöggun á sannleikanum er alvarlegasti glæpur sem nokkur fjölmiðill getur tekið þátt í. Skömm RÚV er mikil og ófyrirgefanleg, vegna blekkinga og þöggunar, sem ekki standast lagalegar skyldur ríkisrekins fjölmiðils.

Þökk sé guði, ef hann er einhversstaðar þarna úti (eins og þú segir), fyrir að maður skuli hafa eitthvað fleira að horfa og hlusta á en ESB-pólitíska RÚV-ið, sem er talgervill stjórnarinnar óábyrgu og siðblindu. Núverandi stjórn er bara framlenging á gamla settinu sem landsmenn vildu burt eftir bankaránið 2008. Nú raða bankaræningjarnir sér við alsnægtaborðið aftur, meðan heiðarlegir skattborgarar eru áfram rændir af bönkunum, og reknir úr landi til að vinna fyrir lifibrauði.

Ekki trúi ég að þér líki slíkt óréttlæti Hjálmtýr.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 11:57

4 identicon

Miðað við innhrigingarhópinn á Útvarpi Sögu, virkar stöðin sem segull fyrir vissar manngerðir.

Ég læt öðrum um að skilgreina þessar manngerðir!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 12:10

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Anna Sigríður

Ég þekki þennan Þórarinn ekkert - sá bara þessi skrif sem sýna að honum hefur ofboðið það sem hann hefur heyrt á ÚS. Sennilega er hann að tala um þáttinn hans Péturs frænda (við erum skyldir bæði í föður- og móðurætt mína) þar sem hlustendur hringja og birta sínar skoðanir. Það sem ég hef heyrt á ÚS, hjá Pétri og stundum Arnþrúði, er á köflum svakaleg dæmi um fordóma. þekkingarleysi og illvilja gagnvart fólki sem viðkomandi er í nöp við. Þetta er oft eins og skolpræsi mannlegra skoðanna, kynþáttafordómar og kynþattahatur, hatursbull gegn einstaka nafngreindum persónum - gjarnan þeir sem eru í stjórnmálum - allt fær að flakka utan allra velsæmismarka og athugasemda frá þáttastjórnendum. Að vísu hefur Pétur lagast pínulítið eftir veru sína innan um það góða fólk sem sat með honum í Stjórnlagaráði. En enn rær hann undir fordómum og mjög er hann gjarn á að stýra umræðum inn á eitthvað svið þar sem hans eigin fordómar fá að njóta sín.

Þú virðist vera fremur höll undir þetta sem ég er hér að lýsa út frá mínum bæjardyrum séð. Það er þitt vandamál og ég veit að ekki lagast þú mikið við að hlusta meira á „sannleikann“ sem ÚS matreiðir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 12.5.2012 kl. 13:41

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég held að skoðanakannanir ÚS segi lítið sem ekkert um hlustendahópinn.  Fæ eiginlega ekki séð hvernig þú getur fullyrt það.  Held að þær segi meira um hvað Frænda og Arnþrúði finnist um eitthvað.

Björn Heiðdal, 13.5.2012 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband