Stöðvarstjórinn á Bessastöðum

Olafur Ragnar Grimsson Fifth President Iceland 7Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur að undanförnu komið víða fram og sagt frá sinni sýn á hlutverki forseta.

Það sem stendur uppúr að mínu áliti er að Ólafur Ragnar telur að forsetinn eigi ekki að vera sameiningarafl fyrir þjóðina. Hann tekur embættið hiklaust með sér inn á átakavöll stjórnmálanna og lýsir því í viðtölum m.a. að hann sé andvígur inngöngu Íslands í ESB.

Hann vísar í aðgerðir fyrri forseta, Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar, og telur að þangað sé að sækja fordæmi fyrir pólitískum afskiptum forsetans. Hann hefur hins vegar ekki lagt fram mat á því hvort afskipti fyrri forseta hafi verið til góðs fyrir þróun þjóðmála.

Ólafur Ragnar hefur mikið rætt um að Bessastaðir séu „síðasta stoppistöð“ fyrir þjóðina þegar þing og stjórnvöld ganga gegn vilja hennar að mati forseta. Hér vísar hann í Icesave-málið og er einnig að koma því inn hjá kjósendum að ESB aðild sé mál þar sem „síðasta stoppistöð“ og „öryggisventillinn“ geti ráðið úrslitum um „stöðu okkar í samfélagi þjóðanna“.

Að mati Ólafs Ragnars hafa aðrir frambjóðendur ekki þá reynslu og djörfung sem hann býður fram. Stoppistöðvarstjórinn stillir sér upp í eigin persónu, það er aðeins hann sem kann að bregðast við óskum þjóðarinnar og nýta forsetaembættið sem athvarf þjóðar sem þing og ríkisstjórn hafa reynt að svíkja í hendur annarra.

Allir vita þó að aðildin að ESB mun verða ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu án afskipta „öryggisventilsins“.

Hann hefur nefnt að einn frambjóðandinn telji að forsetaembættið eigi ekki að reka eigin utanríkisstefnu. Það telur Ólafur Ragnar fráleitt. Hann hafi hinsvegar axlað það hlutverk „að ganga fram á hinn alþjóðlega völl og verja Ísland hvort sem það er á CNN eða BBC, CNBC eða Al Jazeera eða Bloomberg eða Reuter“. Þannig hafi hann “nánast einn og óstuddur“ bjargað orðstír Íslands 2010 og 2011.

Hvers vegna þurfti að bjarga orðstír Íslands? Jú - vegna þess að áður fyrr fór sá sami Ólafur Ragnar fram á hinn sama völl „nánast einn og óstuddur“ og lýsti íslenskum viðskiptabófum sem sérstöku úrvali manna sem bæru í sér bestu erfðaeiginleika þjóðarinnar, hertir í aldanna rás í baráttu við óblíða náttúru. Þetta var hans utanríkisstefna og þá hjálpaði hann til við að eyðileggja orðstír landsins.

Nú slær hann sér á brjóst og segir að „ef aðrir ráðamenn fara ekki fram á hinn alþjóðlega völl til að verja hina íslensku hagsmuni og verða rödd Íslands á alþjóðavettvangi, þá verður forsetinn að vera tilbúinn til að gera það. Annars mundi stefna í óefni“.

Hér er merkileg lýsing á hugmyndum embættismanns sem er ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum. Þessi lýsing á aðgerðum forseta getur einungis skotið upp í kolli manns sem hefur ofurtrú á eigin hæfileikum og vantrú á „öðrum ráðamönnum“.

Gegn hinni skýru mynd af sjálfum sér í hlutverki bjargvættarins lýsir Ólafur Ragnar því að framboð keppinautanna byggist á ranghugmyndum um að forsetaembættið sé „einhverskonar bíó eða eða showmennska eða einhverja myndasýningu eða fegurðarsamkeppni“ og að „nú allt í einu sé bara fjölmiðladansinn orðinn aðalatriðið“. Hér fer ekki á milli mála að forsetinn freistar þess að niðurlægja Þóru Arnórsdóttur, sem er eini keppinauturinn sem getur komið í veg fyrir að Ólafur Ragnar sitji 20 ár í embætti.

Það er ekki flókið val sem þjóðin stendur frammi fyrir ef lýsingar forsetans á eigin ágæti og göllum annarra eiga að stjórna atkvæðinu í kjörklefanum. En fullyrðingar forsetans um framgöngu keppinautanna eru rangar og einnig tilraunir hans til að sundra þjóðinni. Valið er því ekki erfitt.

(Allar tilvitnanir eru úr viðtölum ÓRG á Útvarpi Sögu, Pressunni og Bylgjunni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Heilstæð og góð greining Hjálmtýr.

hilmar jónsson, 27.5.2012 kl. 20:22

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Háll sem áll og elur á alþjóðlegum ranghugmyndum um að íslenska forsetaembættið sé valdaembætti líkt og í Frakklandi og í Bandaríkjunum.

Það verður samt að segjast eins og er að "sleipiefnið" á alþjóða sviðinu, er algjörlega í boði ríkisstjórnarinnar, sem reynir ekkert til að kveða niður

þessar ranghugmyndir. 

Einhvers staðar er framgangur ÓRG túlkaður sem 'rán á forsetaembætti' (e. kidnapping the presidency) og eftir rúman mánuð munum við sjá hvort það 'rán'  verður í boði meirihluta þjóðarinnar áfram. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.5.2012 kl. 21:03

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Við vorum öll plötuð upp úr skónum af bankaræningjunum og Ólafur er mennskur eins og við öll hinn,hann hefur þó viðurkennt misstök sín og beðist afsökunnar það er meira en aðrir hafa gert,það er nú meira en esb sem liggur við,fyrir mér hefur forsetaembætið verið mótvægi við Alþingi ásamt því að vera fulltrúi Íslands út á við .Mér finnst Ólafur hafa staðig sig vel.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 28.5.2012 kl. 09:41

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hann hefur aldrei beðið afsökunnar á þjóðrembunni sbr:

„Útrásin er þó staðfesting á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menning, arfleifð og nýsköpun eru forsendur framfara.

Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga. Nauðsyn þess að allir komi að brýnu verki var kjarninn í lífsbaráttu bænda og sjómanna á fyrri tíð, fólkið tók höndum saman til að koma heyi í hús meðan þurrkur varði eða gerði strax að afla sem barst á land.

Það er forvitnilegt umræðuefni hvernig menning og saga móta útrásina, hvernig eiginleikar sem eiga sér rætur í arfleifð okkar gefa Íslendingum hugsanlega forskot á alþjóðavelli, hvernig vitund og venjur sem um aldir mótuðu samfélagið hafa reynst útrásarsveitinni haldgott veganesti.“

Hvernig bað hann afsökunar á þessari þvælu? Hver plataði hann til þess að flytja þennan boðskap aftur og aftur út um allar jarðir?

Það skiptir ekki höfuðmáli hvort þú lítur embættið sem mótvægi við Alþingi eða ekki - viltu hafa lýðskrumara í embætti - mann sem rekur eigin utanríkisstenu að eigin sögn?

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 10:00

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skítkastarar Samfylkingarinnar auka nú skítdreifinguna yfir Ólaf Ragnar, maður sér það út um alla bloggheima. Ég var farinn að óttast að Þóra væri sigurstranglegri, en þessi skítmokstur Samfylkingarskósveina (og -meyja) mun eflaust tryggja Ólafi Ragnari sigur í kosningunum. Fólk mun sjá að ef Samfylkingin hatast út í einhvern frambjóðandann hlýtur sá frambjóðandi að hafa eitthvað gott fram að færa.

Theódór Norðkvist, 28.5.2012 kl. 12:33

6 identicon

Það er rétt hjá þer Theódór hér eru skítkastarar ESB Samfylkingar á ferð jafn ósvífnir og þeir eru. Hjámtýr minnist ekkert á það að útrásarvíkingarnir voru efnahagsböðlar Evrópusambandsins og voru sérstaklega í náðinni hjá Samfylkingunni. Forsetinn lét blekkjast eins og margir aðrir af röngum upplýsingum matsfyrirtækja sem voru ESB sérstaklega þóknanleg þá. Samfylkingar skítkastarakórinn getur ekki sætt sig við, að það mishepnaðist að gera Ísland gjaldþrota til að undirbúa jarðveginn fyrir Evrópusambandið.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 14:03

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Skemmtilegir þéir Theódór og Örn. Virðast eiga það helst sameiginlegt að ræað um skítkast, skítdreifingu og skítamosktur. Kanski eru þeir með hið fræga skírlega eðli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 14:10

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég held að ég verði að gera þetta aftur:

Skemmtilegir þeir Theódór og Örn. Virðast eiga það helst sameiginlegt að ræað um skítkast, skítdreifingu og skítamosktur. Kanski eru þeir með hið fræga skítlega eðli.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 14:11

9 identicon

Fyrir áhugamenn um betra þjóðfélag þá er það ekki að finna í Evrópusambandinu.

Sannleikurinn er sá að Evrópusambandið er ógn við lýðræðið í heiminum verið er að búa til Sovétríki Evrópu þar sem ríkið er ekki kúgarinn heldur fjármálaöflin almenningur er neyddur til að greiða skuldir sem hann ber enga ábyrgð á meðan elítan sem margir hverjir eru gamlir kommúnistar baðar sig uppúr auð og lystisemdum og þarf engu að kvíða. Leikið er á lýðræðið frambjóðendum telft fram sem spila á kortlagða óánægu almennings með lygum og svíkja síðan loforðin þegar þeir eru komnir til valda (við höfum sýnishorn af því hér á alþingi Íslendinga) ríkisfjölmiðlar misnotaðir í þágu útþenslustefnu nýja sovetsins Evrópusambandsins hér á landi þar sem búið er að raða gömlum kommúnistum á jötuna. Evrópusambandið er spillt og úrkynjað fyrirbrigði sem mun hrynja til grunna innanfrá!

 Evrópusambandið er áfjáð í að komast  yfir   Ísland og auðlindir þess .  Gömlum  yfirgangssömum nýlenduveldum Evrópu þyrstir í að geta  gleypt okkar fagra land með húð og hári

Göngum ekki meir í gildru Evrópusambandsins slítum viðræðum við þessar skepnur og  komum leppstjórn þeirra hér á landi frá völdum.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 14:29

10 identicon

Sæll Hjálmtýr; sem aðrir gesta, þinna !

Hjálmtýr síðuhafi !

Endalaust; getum við velt fyrir okkur, hvað betur hefði mátt fara - jafnt; í fortíð Ólafs Ragnars Grímssonar, sem og okkar sjálfra, og annarra.

Kannski; ég hefði til dæmis, átt að spara betur, notkun teygjubyssunnar, heima á Stokkseyri í gamla daga, og hefðu þá fleirri orðið ósárir, af mínum völdum - sem og félaga minna, ýmissa, ágæti drengur ?

Rítalínið; og fræðinga hyskið, sem við þekkjum svo vel í samtímanum, var nefnilega ekki komið til skjalanna, á þeim árum (1960/1970/1980), Hjálmtýr minn.

Hvað; sem ýmsu misjöfnu, má upp á Ó.R. Gríimsson klaga, að þá hefir hann reynst landsmönnum trúrri, en flestar þessar Helvítis gufur, sem fyrirennarar hans, reyndust vera; sbr., Vigdís Finnbogadóttir, sem SVEIK okkur, um réttmæta þjóðaratkvæðagreiðsluna, Veturinn 1992 - 1993,um Andskotans EES hörmungina - þekkjum öll; hvað það leiddi af sér; 1991 - 2007/2009/2012, síðuhafi góður.

Farðu svo; að láta af, þessu yfirskilvitlega dekri þínu, við þessi monthænsn og drazlara hyski, sem ÍSLENZKIR STJÓRNMÁLAMENN hafa reynst, verið hafa, í gegnum tíðina; að 99%, alla vega.

Og; farðu að jarðtengjast (sá Gul/Græni - má vera 1ns þáttar, Hjálmtýr minn), betur, ágæti drengur.

Með beztu Sólar kveðjum; úr Suðuramti /       

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 14:49

11 identicon

Tek fram; til fyrirbyggingar misskilnings, að ég tek ekki þátt í Forseta kosningum / hefi aldrei gert - og mun ekki gera, úr þessu.

75 prósenta; ódýrari Landshöfðingi - eða Ríkisstjóri, dugir innan við Þrjúhundruð Þúsunda manna samfélagi, léttilega.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 14:55

12 identicon

Ég er hrædd um að það sé ENN grunnt í "þjóðarrembinginn" hjá mörgum okkar eins og sjá má nærri daglega í "fréttum" af  "sigurförum" okkar í útlandinu.

Forsetinn var heldur ekki einn um að mæra "útrásarsveitina", bankakerfið og okkar "tæru snilld" á flestum sviðum. Ég man t.d.  ekki betur en að ráðherrar okkar hafi talað digurbarkalega, innanlands jafnt sem utan, um efnahagslega stöðu landsins og traustleika bankakerfisins þó þeir vissu að allt væri það byggt á sandi.

Agla (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 15:12

13 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er rétt Agla - ráðherrar endasentust um lönd og rómuðu útrásina og bankakerfið. En það var enginn sem fann það út að hér væri eitthvað sérstakt eðli - arfur víkingatímans - sem skýrði árangurinn (sic).

Forsetinn var sá eini sem fór í þennan leiðangur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 17:42

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Örn Ægir - forsetakosningarnar snúast ekki um ESB.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 17:43

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, núverandi stuðningsmenn Ólafs eru ansi groddalegir í tali og nota t.d. hér orð eins og skítkastara og hyzki um andstæðinga sína. Hverjir voru annars duglegastir hér áður að uppnefna Ólaf og kalla hann ýmsum nöfnum, eru það ekki einmitt hinir stóryrtu stuðningsmenn hans í dag?

Emil Hannes Valgeirsson, 28.5.2012 kl. 18:35

16 identicon

Hjálmtýr. Í dag snýst öll pólitík um ESB.

Þannig hafið þið heittrúar ESB trúboðarnir komið þessu fyrir.

Ykkur mun samt hefnast fyrir það fyrr en seinna og þar verður engu eyrt !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 20:17

17 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Ykkur mun samt hefnast fyrir það fyrr en seinna og þar verður engu eyrt!“ Svona groddayfirlýsingar (með viðeigandi stafsetningarvillum) segja margt og mikið um höfundinn. Þeir sem birta sínar hugleiðingar á opinberum vettvangi ættu að gera sér far um að vanda orðaval og forðast innantómar upphrópanir.

Hjálmtýr V Heiðdal, 28.5.2012 kl. 20:39

18 identicon

Týri, ég held að flestir séu sammála um að forsetinn hefur staðið sig best allra embættismanna þegar kemur að því að tala máli þjóðarinnar á erlendum vettvangi.

Svo er orðið þreytandi að hlusta á og lesa það að forsetinn hafi sagt eitt og annað sem aldrei hefur verið sagt, eins og t.d. að hann hafi eigin utanríkisstefnu. Það eina sem hann hefur sagt um þetta svo ég viti a.m.k er að forsetinn eigi ekkert endilega að fylgja utanríkisstefnu hverrar ríkisstjórnar. Það þýðir ekki að hann hafi sína eigin stefnu. Aðrir hafa sagt að forsetinn hafi líkt Þóru Arnórsdóttur við puntudúkku, en það eina sem hann hefur sagt í þessa átt er að hann telji að forsetinn eigi ekki að vera puntudúkka eða veislustjóri á Bessastöðum.

Aðdragandi þessara kosninga er farinn að minna mig á þegar Ólafur var kosinn fyrst. Þá var bloggið ekki orðið líkt því se það er í dag, en í blöðum birtust nokkrar níðgreinar um Ólaf sem átti að fæla kjósendur frá því að kjósa þennan hættulega mann, en eins og við munum virkuðu þessar greinar sem vitamínsprauta fyrir Ólaf og hans framboð. Núna er það sama að gerast sýnist mér ef marka má sveifluna á fylginu. Fylgið vex með hverju skítkastinu þökk sé þér og þínum.

Hvers vegna skrifar þú ekki stuðningsgrein til handa Þóru? Er það vegna þess að þú veist ekkert hvað þú átt að skrifa, þar sem þú þekki manneskjuna ekki neitt og veist nánast ekkert um hana umfram það að hafa unnið hjá RÚV?

Nú eru litlar sem engar kröfur gerðar til forsetans aðrar en þær að hann skuli vera með óflekkað mannorð og orðinn 35 ára. Þess vegna hef ég ákveðið að notast við almennar reglur sem á að fylgja við ráðningar opinberra embættismanna. Niðurstaðan er sú að ef ráðningastjóri ríkisins (kjósendur) sniðganga ÓRG, væri ekki verið að ráða hæfasta umsækjandann. Það er svo umhugsunarefni hvort ekki þurfi að herða á kröfum sem gerðar eru til forsetans og alþingismanna, því dæmin sanna að nánast hvaða fífl sem er getur náð til hæstu metorða í þjóðfélaginu.

kv

GJ

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 21:32

19 Smámynd: Björn Heiðdal

Sæll Frændi

Ef betur er að gáð þá er sýn Þóru og Ólafs á embættið bara nokkuð lík.  Þau vilja bæði beita embættinu í þágu fyrirtækja og telja það vera stóran þátt af starfinu.  Einnig telja þau bæði að embættið sé pólitískt og forsetinn hafi hlutverk þegar kemur að stjórn landsins.  Þau eru þó hugsanlega ósammála um hvert þetta hlutverk sé. 

T.d. segir þóra " nái ég kjöri hyggst ég taka aftur upp þann sið sem áður var, að forseti eigi reglulega fundi með stjórnmálaleiðtogunum, bæði stjórn og stjórnarandstöðu. Þannig getur hann fylgst náið með stjórn landsins og komið sínum sjónarmiðum á framfæri þegar það á við."

Hvað þetta þýðir nákvæmlega er spurning.  Sé þó ekki betur en Þóra ætli sér að beita valda Forsetans á bak við tjöldin og nota 26. greinina sem svipu ef henni líkar ekki eitthvað.  Allir vita hvaða skoðun Óli hefur á 26. greininni og notkun hennar.  

Þau tala bæði út og suður eftir hentugleika.  Óli segist ætla að hætta en hættir síðan við.  Þóra segist ekki ætla að skipta sér af Þinginu og ríkisstjórn en gæti þó notað 26. greinina og ætlar að halda fundi með stjórn og stjórnarandstöðu reglulega.

Ef þú vilt forseta sem er ekki háður neinum flokkum ættir þú að kjósa Ástþór Magnússon.  Hann væri líklega þinn drauma frambjóandi.  Enda sýna kannanir að fylgi Ástþórs er lang mest hjá þeim sem styðja Samfylkinguna. 

Björn Heiðdal, 29.5.2012 kl. 00:04

20 identicon

Því miður finnst mér "þvælu" ásökun þín á hendur Forsetans ekki sannfærandi:

"En það var enginn sem fann það út að hér væri eitthvað sérstakt eðli - arfur víkingatímans- sem skýrði árangurinn (sic)."  segir þú í athugasemd 13. Þú meinar þá  væntanlega: Enginn, að núverandi Forseta okkar undanskyldum.  Verð að viðurkenna að mér finnst  skortur á "gæsalöppum" draga úr sannfæringarkrafti þessara orða þinna og sic  innskotið breytir þar engu um, því eins og þú veist er notkun þess yfirleitt tengd beinum tilvitnunum innan gæsalappa.                                                                                                                                     

Í athugasemd (nr. 4)  sem þú gerir við eigin færslu  og sem enn stendur óbreytt,  vitnar þú, innan gæsalappa í orð Forsetans. Ég sé ekkert þar um "sérstakt eðli" okkar Íslendinga. Þar er minnst á hugsanleg áhrif "menningar og sögu" og "hugsanlegt forskot á alþjóðavelli" tengt menningu og sögu þjóðarinnar.                                                                                                                                 

Ég sé ekki betur en að í þessari færslu  þinni sért  þú m.a. að ásaka Forseta Íslands um þjóðernistengda fordóma, sem er það alvarleg ásökun að hana þarf að styða betur en þú hefur gert. Við, óbreyttir borgarar, tjáum tilfinningar af því tagi í vinahóp og fjölskylduboðum en við gerum, að sjálfsögðu, aðrar kröfur til forustumanna þjóðarinnar (?).

Agla (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband