Náungakærleikur og möskvastærð

Arni og RomneyÁrni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir eftirfarandi í nýlegu viðtali í blaðinu Reykjanes: „Í stað þess að við sameinumst til stuðnings náunga okkar sem á erfitt t. d. í gegnum eigin framlög með vinnu eða fjármunum, kirkjufélög, sjálfboðasamtök, er öllu vísað á ríkisstofnanir, af því að skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa. Þessi ríkisvæðing er að draga okkur, hvert og eitt, frá persónulegri ábyrgð á náunga okkar. Náungakærleikur dofnar.“

 Skoðum þetta nánar í ljósi þess að hér talar þungaviktarmaður í Sjálfstæðisflokknum. Árni segir: „í stað þess að við sameinumst...“ Þessi setning vísar á að við séum ekki að sameinast - í stað sameiningar um hjálp er eitthvað annað ofan á. Stenst þetta? Nei - hér starfa fjöldi samtaka sem byggja á náungakærleikanum og sjálboðaliðastarfi. Nægir að nefna SÁÁ, SÍBS, Landsbjörg, Rauði krossinn og óteljandi samtök sem sinna bæði sjúkum og efnalitlum. Það er ekki „öllu vísað á ríkisstofnanir“ í „stað þess að sameinast“. Árni bara bullar.

Skoðum þá málið í pólitísku samhengi; hvaða stefna býr að baki?

Árni gagnrýnir velferðarkefið sem við búum við, honum hugnast ekki að öllu sé „vísað á ríkisstofnanir“ að „skattarnir og bótakerfi eigi að sjá um alla þá sem þurfa á hjálp að halda, aldraða, sjúka, fatlaða eða atvinnulausa“. Hér er kýrskýr stefna Árna og skoðanabræðra hans í flokknum, þeir eru sammála Romney frambjóðanda Repúblikana í BNA.

Romney lýsti stefnunni skýrt á lokuðum fundi með ríkum stuðningsmönnum. Að hans áliti er hluti Bandaríkjamanna þeirrar trúar að: „að þeir eigi rétt á heilsgæslu, fæðu, húsnæði og nefndu það bara...“.

Það sem skilur á milli stefnu hægri manna og jafnaðarmanna í þessu máli er hvort réttur allra til mannsæmandi lífs, jafnt öryrkja, sjúkra og fátækra, er tryggður í lögum eða háður duttlungum manna hverju sinni.

Ef bótakerfið er gott þá „dofnar náungakærleikurinn“ segir Árni. Brauðmolakenning Hannesar Hólmsteins ofl. byggir á því að gefa ríku fólki svigrúm til að efnast endalaust og þá muni framkvæmdagleði þeirra skila sér í batnandi efnahag allra. Það er hluti þessarar hugmyndafræði að umsvif ríkisins séu sem minnst.

Í stað velferðarkerfis skal koma „öryggisnet“ sem „á alltaf að vera til staðar“ að sögn Árna. Til þess að náungakærleikur Árna og Romney fái notið sín verður möskvastærðin í öryggisnetinu að vera rífleg, veikja skal velferðarkerfið, annars falla ekki nægilega margir í hendur þeirra sem sinna hjálparstarfi í frístundum. 

Þetta er gott að hafa í huga í komandi kosningabaráttu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Ottó Andrésson

Ég held nú að fyrst flokks velferðarkerfi sé eitt af því sem þorri þjóðarinnar er sammálu um að stefnt sé að.  Ég túlka orð Árna þannig að fólk fríi sig ekki allri ábyrg og varpi henni alfarið á ríkið.  Það eru og verða alltaf afbrigði af aðstoð sem fólk þarfnast, sem ríkiskerfi nær ekki utanum, sem ábyrgir einstaklingar verða að sinna.

Þú nefnir brauðmolakenningu Hannesar Hólmsteins ofl.  Mér finnst lítilsvirðandi að tala um brauðmola í þessu sambandi.  Á hinn bóginn er það eins og hver önnur staðreynd að eftir því sem einstaklingi, fyrirtæki eða heilli atvinnugrein vegnar betur þá batnar hagur allra sem þeim tengjast og langt út fyrir það.  Kenningin byggir ekki á því að gefa ríku fólki svigrúm til að efnast heldur öllu fólki.

Kristján Ottó Andrésson, 22.9.2012 kl. 17:29

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Aldrei mun ég kjósa neitt annað en sjálfstæðisflokk.Þeir byggðu upp mjög sterkt og gott velferðarkerfi sem vinstri öflin hamast nú við að reyna að eydileggja.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 22.9.2012 kl. 19:50

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar upplýsingar Marteinn - en eitthvað eru þær á skjön við reynslu íslenskrar alþýðu. En það er gaman að fjölbreytninni og þú átt örugglega nokkra skoðanabræður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 23.9.2012 kl. 09:51

4 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hefur ekki sjálfstæðisflokkurinn ráðið hér öllu síðustu áratugi.Manni hefur heyrst það á ykkur vinstri mönnum þegar verið er að tyggja það upp sem miður hefur farið.En nú segja vinstri menn að verja verði velferðakerfið,ekki hefur það komið að sjálfu sér. Eða er það?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 23.9.2012 kl. 12:00

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Einhverjir hafa byggt upp velferðakerfið,eða hvað.Varla hafa það verið vinstri flokkarnir í stjórnarandstöðu?Nei það var fólkið í landinu með hjálp sjálfstæðisflokksins.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 23.9.2012 kl. 12:06

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er enginn munur á vinstri og hægri!  Þið eruð allir fastir í kreddum og tilbúnu bulli.  Tökum dæmi.  Á meðan Víetnam stríðinu stóð voru bandarísk fyrirtæki að skaffa Rússum tól, tæki og fjármagn sem voru notuð til að framleiða tæki sem Víetnamarnir notuðu gegn bandaríska hernum.  Allt vottað og skjalfest.

Um hvað snérist kalda stríðið og öll litlu heitu stríðin sem fylgdu.  Hugmyndafræði eða ofsagróða alþjóða bankaelítunnar.?

Að telja sér trú um að Árni sé hægri maður og Ingibjörg Sólrún og Heilög Jóhanna vinstri eitthvað er bara þvæla.  Þau vilja öll að hagur fólks á Íslandi sé sem verstur.  Vinir þeirra hafi það sem best og geti sogið ríkisspenann.  Árni er maður skatta handa almenningi og vill hafa lélegt heilsukerfi.  Jóhanna og félagar vilja nákvæmlega það sama.  Hærri skatta og lélega spítala fyrir venjulegt fólk.  

Björn Heiðdal, 27.9.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband