Samsærisórar og STASIdraumar

STASIdraumarBjörn Bjarnason opinberar sínar hugmyndir um forvirkar rannsóknarheimildir gegn mótmælendum og Davíð Oddsson sýnir sterk tilþrif í endurritun sögunnar.

Davíð skrifar að Búsáhaldabyltingunni hafi verið stjórnað og Björn vill hafa heimildir til að njósna um þá sem skipuleggja mótmælaaðgerðir. Ef hugmyndir Björns hefðu komist í framkvæmd fyrr þá hefði löggan fengið skipun að grípa þá sem skipulögðu mótmælin eftir að hafa uppgötvað (með „forvirkum“njósnum) að það var bara hann Hörður Torfa sem stóð í þessu með hringingum og fundum.

Þeir hefðu þá -væntanlega- farið heim til Harðar og..? og hvað? Stungið honum inn?

Samsærisórar ritstjórans eru í takt við STASI-drauma dómsmálaráðherrans fyrrverandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg djöfulegur andskoti að ekki skuli vera hægt að taka almennilega á þessum ómennum sem kenna sig við og vinna í anda erlendra skipulegra glæpasamtaka.  Að þeir skuli njóta svo ríkrar almennrar réttarverndar að í raun sé ekkert hægt að gera.   Vandinn er einmitt sá eins og þú bendir á að tæki eins og "forvirkar rannsóknarheimildir" geta haft slæmar hliðarverkanir.  Og eins og þú bendir á í pistli, þá hafa Davíð og Björn verið svo ágætir að benda á hvernig þeir gætu hugsað sér að misnota þessi tæki.     

               Halldór Ásgrímsson var ekki seinn á sér að nýta lög um varnir geng hryðjuverkum á sínum tíma þegar honum leiddust (eðlilega) barsmíðar Ástþórs Magnússonar á útidyrahurðina.  Ástþóri var stungið inn sem mögulegum hryðjuverkamanni á grundvelli þess að taka viðvörun hans við hryðjuverkum sem hótun um hryðjuverk. Ástþór má þó eiga það að hann mætti til dóms í viðeigndi klæðnaði, þ.e. búinn sem jólasveinn!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvernig er öðruvísi að ,,vinna í anda erlendra skipuegra glæpasamtaka" og ,,vinna í anda innlendra skipulegra glæpasamtaka?

Eg er ekkert endilega að sjá að annað sé miklu verra en hitt.

í sambandi við glæpaklíkur í undirheimum - að þá tengjast þær allt eitthvað erlendis með einum eða öðrum hætti. Vegna þess einfaldlega að þær sýsla oft með ólögleg eiturlyf og þau verða þeir að ná í erlendis.

Vandmáli með samtök eins og Outlaws sem hafa verið til umfjöllunnar er, að þeir vinna á einstakingsgrunni. þetta eru ekki satök se hafa opinberlega á stefnuskrá að stunda glæpi sko. þetta er allt á gráu svæði þegar á að fara að taka slik samtök í heild fyrir af dóms og löggæslu yfirvöldum vestrænna ríkja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.10.2012 kl. 13:21

3 identicon

"Að vinna í anda erlendra glæpasamtaka"  er kanski ekki það sama og vera hluti af þeim - ekki enn.  Þessi grey ganga um tattóveraðir og bera hvolpa og ganga í klæðnaði merktum erlendum glæpasamtökum, ekki þar með sagt að þeir séu hluti af þeim - ekki enn!  Krókurinn er þó farinn að beygjast og artin sýnir sig.  Hér lendis eru skipulögð glæpasamtök nokkur nýung (náttúrulega fyrir utan bankakerfið og pólitkina) en greinilega verið að reyna að koma þeim á fót með tilheyrandi aðferðum.  Þess vegna er erfitt að segja "að vinna í anda innlendra glæpasamtaka" þegar þau eru varla komin á legg og eiga sér enga sögu.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband