8.10.2012 | 15:35
Sá vondi sjálfur
Það er gaman að lesa Vinstrivaktina gegn ESB.
Hér er smá sýnishorn eignað Helga Seljan fyrrv. þingmanni:
Hvernig dettur nokkrum í hug að þessi gömlu nýlenduveldi sem deildu og drottnuðu hér áður fyrr séu allt í einu orðin full af kærleika og sanngirni í garð smáríkis eins og okkar? Og sporin hræða varðandi þetta alþjóðlega drottnunarvald. Makríldeilan er lýsandi dæmi um drottnunargirnina og óbilgirnina, að ógleymdum hrokanum. Meira að segja Danir sem ég hélt að hlytu að standa með Færeyingunum sínum í þessari deilu bugta sig og beygja fyrir ESB-valdinu. Og svo koma flærðarfullir útsendarar þessa valds hingað til lands og belgja sig út af tillitssemi sem þeir þykjast fullvissir um að við munum njóta til hins ýtrasta, ef við bara berum »gæfu« til að afsala okkur fullu sjálfstæði í hendur almættisins í ESB. Mikil er mín andstyggð á þeim, en hálfu meiri á þeim sem leggja þar á trúnað, útsendararnir eru þó bara auðsveipir þjónar almættisins.
Þetta líkist ræðu sem andríkir prestar halda stundum til að vara við hinum vonda sjálfum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Miðstýring og yfirgangur er aldrei af hinu góða. Skiptir engu hvað fyrirbærið heitir. Davíð Oddsson eða ESB? Fyrir mína parta vil ég fá að lifa í friði og án afskipta kerfiskalla sem aldrei hafa unnið þarft handtak um ævina.
Eftir því sem miðstýring (þú kallar samvinnu) eykst og meiri völd færð bak við luktar hurðir í Brussel hefur vegur Evrópu legið niður á við. Það þarf varla að ræða þessi sannindi. Davíð Oddsson segir stundum eitthvað sem meikar sens en viltu senda börnin þín upp í rúm til hans?
Ég segi nei og aftur nei. Hvorki þú, Hjálmtýr Heiðdal, eða allir drísildjöflar helvítis fáið mig upp í rúm Davíðs. Ekki einu sinni þó tvær Vodka og eyrnatappar væru í boði.
Björn Heiðdal, 11.10.2012 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.