17.10.2012 | 14:25
Dramadrottning Sjálfstæðisflokksins
Hin nýja dramadrottning Sjálfstæðisflokksins, Geir Jón fyrrverandi lögregluþjónn, sparaði ekki lýsingarnar í erindi sínu í Valhallarmusterinu.
Skv. Fréttablaðinu sagðist hann telja að 8. desember 2008, þegar hópur fólks fór inn í Alþingishúsið, hefði verið einn alvarlegasti dagur mótmælanna. Hann sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar að ef fólkið hefði ekki verið stöðvað hefði það tekið yfir þingið.
Gott og vel - níu unglingar ráðast inn og reyna að komast á þingpalla með spjöld og borða. Ef fólkið hefði ekki verið stöðvað hefði það tekið yfir þingið. Hvernig? spyr ég. Hvað felst í yfirtöku þingsins? Það tekur vel þjálfaða lögreglumenn ekki nema hálftíma að sækja fólkið á pallana og setja það í járn. Og þingið hefði haldið sínu striki.
Yfirtaka þings, sem vel að merkja er oft til umræðu á Útvarpi Sögu, verður ekki gerð með upphlaupum og hávaða. Það þarf skipulag og langtímaáætlun. Ekkert slíkt var á dagskrá níumenninganna (eða annarra mótmælenda), þeir eiga sér ekkert bakland í þjóðfélaginu til yfirtöku á einu eða neinu. Þeir kenna sig við stjórnleysi (anarkisma) og aðgerðin í þeim anda.
Tilraunir lögregluþjónsins fyrrverandi og fleiri til þess að gera atburðina við Austurvöll að einhverju öðru, en þeir voru í raun og veru, er aðför að sannleikanum. Og tilgangurinn er sá að reyna að koma höggi á pólitíska andstæðinga með dylgjum um að þeir hafi fjármagnað og stjórnað aðgerðum. Sú litla stjórnun sem var til staðar var fyrst og fremst í þeim tilgangi að hvetja menn að fara friðsamlega og án ofbeldis. Það tókst ekki í öllum tilvikum - en það voru mótmælendurnir sjálfir sem reyndu að stilla til friðar og hindra slys.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hjálmtýr, Afhverju kemur þú þá ekki fram með hinn raunverulega sannleika sem þú lætur liggja að því að þú vitir betur en Geir Jón????
Vilhjálmur Stefánsson, 17.10.2012 kl. 15:33
Vilhjálmur - ég er ekki að segja að ég viti betur en Geir Jón um öll atriðin í „byltingunni“ - en ég er að benda á að hann gerir heilmikið drama úr atburðum sem eru einfaldir í raun. Hann er að ýkja. Ég var flesta dagana niðri á Austurvelli og kvikmyndaði fleiri klukkutíma. Ekki treysti ég mér til að segja til um allt sem gerðist. En ég veit að það voru ekki alþingismenn eða aðrir fulltrúar einhverra stjórnmálaafla sem sögðu mönnum hvað skyldi gera. Það er bara bull.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.10.2012 kl. 15:55
Við skulum ekki dæma Geir Jón of hart Hjálmtýr. Raddir fólksins áttu ágætt samstarf við lögregluyfirvöld í Reykjavík veturinn '08 - '09. Allir útifundir okkar fóru fram í góðu samráði við Stefán Eiríksson og hans ágætu samstarfsmenn. Geir Jón var einfaldlega einn af undirmönnum Stefáns og ágætur fagmaður á sínu sviði.
Yfirlýsingar Geirs Jóns verða að skoðast í því ljósi að hann þyrstir greinilega í vegtyllur innan FLokksins og reynir að baða sig í ímynduðum myndarskap fyrri stórverka. Geir Jón veit hins vegar jafn vel og ég að ef Raddir fólksins hefðu ekki brugðist við á ögurstund og slegið raunverulegri skjaldborg um lögregluna hefði getað farið illa. Kappinn hefur hins vegar ákaflega FLokkslægt minni.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 18:17
Hárrétt hjá Hjálmtý og reyndar er Geir Jón að gera meira en að ýkja — hann lýgur — m.a. um atriði sem þegar hafa farið fyrir dóm. Það á bæði við um atriði varðandi handtöku Hauks Hilmarssonar og svo um atburði 8. desember 2009.
Helgi Jóhann Hauksson, 17.10.2012 kl. 20:33
Hvernig er það er ekki lögreglan bundin trúnaði í starfi sínu og jafnvel eftir að starfi er lokið? Geta menn hreinlega komist upp með að lesa upp úr lögregluskýrslum á opinberum fundum eins og ekkert sé?. Á það þá sama við um læknastéttina og fleiri, að þeir geti troðið upp á fundum og lýst hvernig einstaka sjúklingar eru sjúkir? Bara spyr?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2012 kl. 23:24
Ásthildur ég varð nú ekki vör við að hann Geir Jón læsi upp úr einni eða neinni skýslu en það kom aftur á móti skýrt fram hjá honum að Alþingi hefði fundargerð um allt það sem gerðist þessa sérstöku daga í janúar þar sem straumhvörf áttu sér stað í mótmælenda byltingunni og þyrfti Alþingi þar afleiðandi ekki að kalla eftir skýrslu Lögreglu... Hann fjallaði á þessum fundi um þessa örlaga daga í janúar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.10.2012 kl. 00:26
Hann virðist nú samt hafa vitnað í einhverjar skýrslur ef marka má það sem fram hefur komið um þetta mál. Það er bara þannig Ingibjörg mín að það er alveg sama hver á í hlut, þegar fólk gengur eins langt og það kemst til að vekja á sér athygli vegna þess að það er í framboði, þá fæ ég grænar, hvort sem um er að ræða veikan blöðruhálskirtil, kjaftasögur um pornógraf og þessháttar, ættingjamissir eða bara lögreglumál. Ef þetta er það sem koma skal í komandi kosningabaráttum, hver er mesta fórnalambið býð ég ekki í niðurstöðurnar. Sorrý, ég hef fullan skilning á að fólk þarf að berjast við allskona persónulega hluti, ég hef sjálf þurft að ganga í gegnum slíkt margfald, en þegar á að fara að nota það sjálfum sér til framdráttar á hinu pólitískasviði, þá koma iglurnar út á mér, þannig er það bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 01:58
Það eru undarleg vinnubrögð, sem Geir Jón notar í sinni kosningabaráttu, og ekki á nokkurn hátt traustvekjandi, svo vægt sé til orða tekið.
Um þessi mótmæli hafa komið fram þær skýringar frá sumum, að tilgangur þeirra hafi verið að fá nýja stjórnarskrá! Það þótti mér mjög fróðlegt að heyra síðastliðið sumar!
Var það raunverulegi tilgangur mótmælanna? Og eru háttsettir Sjálfstæðisflokks-menn ekki mest ákafir í að komast í ESB-viðskiptaveldið, til að geta undirboðið laun og kjör verkafólks?
Hér er margt að athuga, og margt ósagt í öllu þessu undarlega ESB-ferli.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 09:23
Hvers vegna flúðu alþingismenn unnvörpum gegnum kjallara og bílageimslur inní Oddfellowhúsið og þar út, ef þeir höfðu ekkert að óttast. Ætli Geir Jón fari ekki nær um þessa atburði heldur en kellingar að vestan ( sem nú allt í einu vilja þögn þegar það hentar ) eða lygahróparar vænandi góðan dreng um siðferðisbrest.
Hermóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 10:23
Dettur í hug merarhjörtu þegar það er ryfjað upp Hermóður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 12:07
Hvers vegna þagði Geir Jón svona lengi? Má þegja yfir "meintum" glæp í mörg ár?
Hver er "góði" drengurinn Hermóður?
Það hlýtur að vera hagur allra, að segja frá og útskýra á skýran og skiljanlegan hátt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 13:09
Hættið að rífast og farið aftur í tímann, það var sínt í sjónvarpinu þegar akveðinn þingmaður veifaði pottaspilurum að koma. það þarf ekki að rífast um það!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.10.2012 kl. 14:07
Merarhjörtu veiit ég ekkert um, hef aldrei fallið fyrir slikum né þau fyrir mér. Ef þetta er eitthvað kynferðislegt þá hafðu það fyrir þig Cesil Briem.. Fyrirgefðu veit aldrey hvorri síbiljunni er verið að svara þessa stundina. Briem eða Cesil. Hundahland á dekki er svona næsta líkingin við þau tvö.
Hermóður 2 (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:34
Ef þú heldur að þetta hríni eitthvað á mér Hermóður ferðu villur vegar. Mér er slétt sama um svona hundsgelt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 14:40
Voff voff pí pí. Cesil og Briem lengi lifi. Dekkjamígar bloggsögunnar númer uno. Alltelskandi á öllum káfandi og flestum til ama.
í sannleika sagt taktu þér frí frá blogi svona 300 ár. Væmnin er að kæfa mann.
Hermóður 2 (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:09
Já er það Hermóður? þú þarft ekki að lesa það sem ég set hér niður. Og ég get sagt þér hvað væmni er: það er sjúkdómur sem herjar aðallega á karlmenn sem þola ekki tilfinningar, þér er því mikil vorkunn. En láttu þig dreyma um að ég hætti að skrifa af því að einhver dúddi út í bæ þoli ekki skrifin mín. Aumingjans karlinn er þetta alveg að fara með þig?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 15:33
Nei en dritmígandi sísprænur með tvískiptann þvaglegg, og fatta það ekki, en halda réttsýnina sýna fara í mínar fínustu.
Hermóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:49
Veistu að þú niðurlægir eingöngu sjálfan þig með svona talsmáta Hermóður. Vorkenni þér svo sannarlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 15:59
Hvaða hvaða ! Hermóður - kannt þú ekki að umgangast annað fólk? Ég vil ekki hafa svona karp á minni síðu. En ég stroka það ekki út - menn verða að skammast sín ef þeir kunna það.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.10.2012 kl. 16:21
Í upphafi ritaði ég og meinti vel utan barsmíð á leiðinda síbilju.
Hvers vegna flúðu alþingismenn unnvörpum gegnum kjallara og bílageimslur inní Oddfellowhúsið og þar út, ef þeir höfðu ekkert að óttast. Ætli Geir Jón fari ekki nær um þessa atburði heldur en kellingar að vestan ( sem nú allt í einu vilja þögn þegar það hentar ) eða lygahróparar vænandi góðan dreng um siðferðisbrest.Í upphafi ritaði ég.
Svör voru engin málefnaleg um meginmálið heldur festist ein manneskja í eigin ágæti. Hún fór og fer sífellt í taugarnar á mér.
Mun ekki ónáða þína síðu framar.
Mun ekki framar ónáða þína síðu Hjálmtýr, ef Bblöskrar sjálfum sköpnuðurinn sem úr vanhugsa kemur
Hermóður (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 16:44
Hvers vegna svarar þú Hermóður ekki mínum spurningum? Eru mínar spurningar ekki svara-verðar? Við komust víst ekki langt í réttlætis-umræðunum, ef fólk vill ekki útskýra sín sjónarmið fyrir fáfróðum og ó-upplýstum einstaklingum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 17:13
Takk Hjálmtýr sumir ætti einfaldlega ekki að úrvarpa hugsunum sínum á netið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2012 kl. 19:15
Ég fór 3 sinnum á fundi Harðar Torfa með son minn.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 23:57
Hjálmtýr í upphafi ræddi ég um flóttaleið alþingismanna sem svar um hvort alþingismönnum var hætta búin, en gat um leið síblogara sem ég taldi svo til víst að mindi krota einhverja klysju og vildi hafa forvörn á. Fékk að vonum einhvern truntusöng sem ég skildi ekki og brást við ókvæða. Gat ekki látið kyrrt liggja.
þessi tilsögn mín um tvær bunur átti að benda á sinnaskipti blogarans ekki neitt siðlaust í því.
Kveðjur.
Hermóður 2 (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 07:39
Geir Jón reynir að nýta sér fyrrum starf sitt og reynslu í pólitískum tilgangi.Það eitt og sér er ámælisvert. Hann nýtir sér persónulegar upplýsingar sem hnn hefur fengið aðgang að sem lögreglumaður. Það er refsivert. Hann notar óstaðfestar aðdróttanir til að vega pólitískum andstæðingi sínum. Það er siðlaust. sem Hann gerir þetta þrátt fyrir áhættuna því að hann veit að hans eigin fortíðardraugar, sem eru æði margir, eru ætíð fast á hæla honum. Það er annað hvort heimska eða siðblinda. Meðal Sjalla er það altalað að hann eigi enga möguleika á frekari frama innan flokksins jafnvel þótt hann hafi á sínum tíma fengið starf sitt út á flokksskýrteinið. -Þeir vita sem er að það dugar ekki að losa sig við spillta stjórnmálamenn aðeins til að veita enn spilltari mönnum aðgang.
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.10.2012 kl. 13:29
Hermóður ætti að nota skiljanlegt mannamál, til að mögulegt sé að skilja hans athugasemdir.
Það eru ekki allir sem vita um þessa flóttamanna-leið þingmanna, sem hann talar hér um. Það er greinilega eitthvað sem hann og fleiri óttast að segja hreinskilnislega frá um þessi mótmæli.
Það er auðvitað grafalvarlegt mál sem hann er að segja hér, og þarfnast það mál frásagnar heiðarlegs almennings.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2012 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.