Manndómsmerki Framsóknar?

VigdisVigdís Hauksdóttir kemur sífellt á óvart. Engin núverandi þingmaður hefur þennan hæfileika hennar að skipta um skoðun sem byggðist á misskilningi og koma sér upp nýrri skoðun sem er tóm vltleysa.

Skoðum nýjasta dæmið. í apríl 2009 segir Vigdís: „Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er að eftir fimm ár verði hér í gildi stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett“.

Í dag segir hún í viðtali við DV: „Það var á stefnuskrá Framsóknarflokksins að fara af stað með bindandi stjórnlagaþingskosningu. Svo þegar ég fór að skoða málið, samkvæmt stjórnarskrá, þá brýtur það gegn stjórnarskránni. Þannig að ég fer lögum og skipti um skoðun.“

Upphaflega skoðunin, um að Stjórnlagaþing „setji stjórnarskrá“ er auðvitað arfavitlaus og furðulegt að framsóknarmenn hafi borið fram þessa framtíðarsýn. Aðeins Alþingi getur sett nýja stjórnarskrá.

Vigdís veit núna að þetta er rangt og kemur skeiðandi fram með skýringar: „Alþingi eitt getur breytt stjórnarskránni og mér finnst það manndómsmerki að viðurkenna að stefna flokksins hafi verið röng á þessum tíma í þessu máli og þar af leiðandi fer ég að landslögum og skipti um skoðun, að sjálfsögðu."

Það er „manndómsmerki“ að viðurkenna ranga stefnu segir Vigdís. DV: „Hún segir að þann lærdóm megi af þessu draga að allir flokkar þurfi að vanda sínar stefnuskrár. Þær þurfi að samræmast landslögum. „Það er lærdómurinn sem ég dró af þessu máli þarna 2009.“

Gott og vel, flokkar þurfa að fara eftir landslögum - það er lærdómurinn segir Vigdís og það gerðist núna. Sem sagt núna vita framsóknarmenn að stefna þeirra verður að falla að landslögum. Vissu þau það ekki fyrr? Veit Vigdís hvað felst í hennar eigin orðum? Var flokkurinn að samþykkja stefnu utan við lög og rétt eða er Vigdís að fabúlera og misskilja vitlaust?

Er einhver framsóknarmaður tilbúinn að greiða úr þessari flækju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hin tvö andlit Vigdísar og Framsóknarflokksins minna á fígúrurnar Spy vs Spy.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2012 kl. 14:47

2 identicon

Í kosningastefnuskrá Framsóknar fyrir kosningarnar 2009 stendur "Við viljum ... að ný og nútímaleg stjórnarskrá verði samin af stjórnlagaþingi þar sem eiga sæti þjóðkjörnir fulltrúar". Ath, þarna stendur "samin", ekki "sett". Lykilatriði.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 15:28

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Já Sigurður - það gat ekki verið jafn vitlaust og Vigdís matreiddi málið. Hún segir í DV „Þetta er bara kvót í stefnuskránna sem þá var.“ Og „kvótið“ hennar er auðvitað tóm vitleysa - hún virðist umgangast tungumálið af hirðuleysi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.10.2012 kl. 16:35

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta eitthvað,? Varði ekki Framsókn þessa stjórn falli,skilyrt,? Við það var aldrei staðið. Verða síðan að horfa upp á vinnubrögðin,svikin og sleikjugang við ESB.,meðan vinnandi menn flýja land,vegna vanefnda ríkisstjórnar. Vigdís er glæsilegur fulltrúi íslenskra þingkvenna,við ætlum að sjá um að stjórnarandstaðan fái glæsilega kosningu í vor

Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2012 kl. 16:55

5 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Hjálmtýr skoðaðu næst Jóhönnu og það sem hún hefur sagt og skrifað um verðtrygginguna.Þú virðist vera það upptekinn þessa dagana að skoða þingmenn.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 24.10.2012 kl. 17:05

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Marteinn - ég vil hafa dagana skemmtilega. Mér sýnist að það sé erfitt að fá sama skemmtigildið út úr Jóhönnu. Vigdís ræður á þessum vettvangi - ein og óstudd.

Helga - gott að Vigdís á sér trygga aðdáendur. Mannfólkið er svo margvíslegt og þú sannar það. En ég held að það sé ofmælt að Vigdís sé „glæsilegur“ fulltrúi þingkvenna, til þess er hún of broguð sbr. það sem ég skrifaði úpphafi.

Hjálmtýr V Heiðdal, 24.10.2012 kl. 17:46

7 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Nú skaustu þig illilega í fótinn Hjálmtýr.Nema þér finnist Birgir Ármans svona skemmtilegur?

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 24.10.2012 kl. 18:19

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Marteinn Jóhanna er enn á móti verðtryggingunni. En það er ljóst að Jóhanna þó hún sé öflug breytir ekki verðtryggingu. Hún veit líka væntanlega að það yrði ekki Ríkinu v/íbúðalánasjóðs gott að þurfa að bæta Íbúðalánasjóð upp tugi eða sennilega hunduð milljarða vegna þess að hann er með skuldir m.a. við Lífeyrissjóði í verðtryggðum bréfum og því verður ekki breytt nema með bótum fyrir. Og sýnist að við séum ekki aflögufær í það akkúrat núna.

Vigdís sagði fyrir kosningar að Framsókn væri með þá stefnu að sæja um aðilda að ESB gegn ströngum skilyðum en var síðan eftir kosningar kominn innan 3 mánuða á kaf í Heimssýn og mætt til Noregs á fundum með Heimsssýn og NEI hreyfingunni í Noregi. Það hafa allir vitað líka framsóknarmenn að stjórnlagaþing myndi aldrei setja okkur nýja stjórnarskrá. Heldur var það hugmyndin að Þjóðfundur og síðan Stjórnlagaþing myndi vinna nýja stjórnarskrá sem síðan Alþingi myndi taka við og fara með í gegnum hefðbundið ferli í Alþingi enda er það eina leiðin til að breyta stjornarská. En síðan fór Vigdís að lesa stjórnarskrána og festist í því að Alþingi eitt mætti breyta henni. Sem er  rétt en það bannar ekkert að grundvöllurinn að breytingunum sé unnin utan Alþingis. Sbr önnur lög sem unnin eru í ráðuneytum og Alþingi tekjust svo við.  Síðan átti Alþingi að klára  3 umræður um frumvarpið , Alþingi yrð svo slitið ef að ný stjórnrská er samþykkt og kosið aftur til Alþingis sem svo aftur veriður að samþykkja þessar breytingar.  Þetta vissu allir. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.10.2012 kl. 18:20

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki bara að Jóhanna sé á móti verðtryggingu. Hún er líka með raunhæfa lausn. Aðild að EU og upptaka Evru.

Vigdís hinvegar er algjörlega útúr öllum kortum og í besta falli hlægileg en í versta falli sorglegur stjórnmálamaður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2012 kl. 21:16

10 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Vá Magnús Helgi og Ómar Bjarki þvílík djöfulsins blinda hjá ykkur Jóhönnu er alveg sama um verðtryggingu,íslenskan almúga gamalt fólk öryrkja já bara alla nema rassgatið á sjálfri sér punktur og basta.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 24.10.2012 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband