Afturvirk loforð!

G BragiGunnar Bragi Sveinsson, þingsflokksformaður Framsóknar,lýsti því yfir á þingi í morgun að verðtryggð lán yrðu ekki leiðrétt afturvirkt. Það gengur þvert á samþykkt flokksþingsins.

Úr samþykktum flokksþings Framsóknarflokksins 10. febrúar 2013:
„Framsóknarflokkurinn vill að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt.
Afstaða Framsóknarflokksins er eindregið sú að ekkert geti réttlætt að lánþegar verðtryggðra húsnæðislána sitji einir uppi með afleiðingar þess að lánin stökkbreyttust af völdum efnahagshruns“.


Á mannamáli þýðir þetta að flokkurinn vill að núverandi lán verði leiðrétt til þess að lánþegar sitji ekki einir uppi með afleiðingar Hrunsins. Sem sagt: það skal leiðrétta afturvirkt skv. samþykkt flokksþingsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það gæti nú orðið meira en erfitt að standa við þessa samþykkt. Aftur á móti get ég ekki skilið af hverju það er ekki ákveðið að breyta útreikningi vísitölunnar og/eða hún sé tekin úr sambandi. Það er gert með einu striki og kostar einungis gjamm og gelt.

Sindri Karl Sigurðsson, 15.3.2013 kl. 20:03

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er gott að þú kóperaðir þessa málsgrein úr samþykkt Framsóknarflokks Hjámtýr.

Þá þarf ekki að benda þér á að hvergi kemur fram í henni að "leiðrétta eigi verðtryggðlán afturvirkt".

Þessi samþykkt segir að leiðrétta eigi stökkbreytingu þessara lána. Þetta kemur ekki afnámi verðtryggingar við, enda það allt annað mál. 

Afnám verðtryggingar er fyrir framtíðina, leiðrétting stökkbreytingar lána er lausn á vanda fortíðar, lausn sem nauðsynleg er, sama hversu sárt það lætur í eyrum sumra.

Afnám verðtryggingar leysir ekki vanda þeirra sem nú eru komnir á brún hengiflugsins, heldur ver heimilin til framtíðar.

Lausn vanda þeirra sem nú standa með aðra löppina fram af hengifluginu felst í leiðréttingu þessara lána.  Það er ekki verið að fara fram á neina ölmusu, ekki verið að fara fram á niðurgreiðslur, einungis að sama gildi yfir þá sem geymdu sitt sparifé í sínum híbýlum og þá sem geymdu það á bankabók. Það er ekki verið að krefjast sömu meðhöndlunar og margir þeirra sem hafa fengið afskrifaða milljarða. 

Þeir sem fóru offari fyrir hrun í lántöku er flestir komnir á hausinn, þrátt fyrir 110% leiðina.

Þeir sem nú standa á brún hengiflugsins eru þeir sem tóku hófleg lán, kannski um 50% af verði þeirrar fasteignar sem þeir voru að kaupa og lögðu sjálfir til hin 50%. það var þeirra sparifé. Þetta er fólkið sem tók lán með afborgunarbyrgði sem átti að vera vel viðráðanleg og flestir náðu að safna sér einhverjum sjóðum, séreignalífeyri o.s.fr.v., samhliða afborgun af sínu láni.

Nú á þetta fólk nánast ekki krónu í sinni íbúð, bankinn hefur eignast þeirra hlut. Það hefur getað staðið í skilum með því að ganga á sinn séreignasparnað, sem nú er að klárast. Afborgunargyrgði lánsins er komin yfir getu til að standa undir henni, með launatekjunum.

Þetta er það fólk sem nú hangir á brún hengiflugsins. Fyrir því liggur sú spurning hvort það ætlar að kaupa mat fyrir börnin sín eða halda áfram að borga afláninu.

Það gefur auga leið hvað fólk sem í slíkri klemmu er, velur og jafnskýrt að ef allur sá fjöldi sem er í þessum sporum neyðist til að velja, munu bankarnir falla eins og spilaborg og þjóðarskútan mun sogast í kjölfarið.

Einföld en skelfileg staðreynd!!

Gunnar Heiðarsson, 16.3.2013 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband