20.3.2013 | 10:54
Menntun og lýðræði
Þeir gerðu okkur samábyrg fyrir fjöldamorðum.
Þeir gáfu amatörum fjöregg efnahagslífsins.
Þeir steyptu fjölda fólks í botnlausar skuldir með 90% lánahlutfalli.
Þeir færðu nokkrum fjölskyldum auðlindir sjávar á silfurfati.
Þeir berjast gegn lýðræðisumbótum.
Þeir vilja ekki að auðlindir séu þjóðareign.
Nú bjóða þeir töfralausnir fyrir fólkið sem býr við þessi ósköp - gegn því að menn kjósi þá til valda á ný.
Hálf þjóðin virðist trúa áróðri þeirra.
Menntun og lýðræði eru stórlega ofmetin fyrirbrigði sagði kellingin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða fjöldamorð ert þú að skrifa um? Kannski þau sem Saddam framdi? Saddam sem þið saknið.
Ég man nú ekki betur en að Samflykkingin hefði verið í mæringaherferðum fyrir glæpamennina sem settu bankana á hausinn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.3.2013 kl. 11:30
Stutt, hnitmiðuð en umfram allt sönn úttekt á þessum þjóðarmeinum.
Fólk sem hyggst greiða þessum flokkum atkvæðin sín ætti að leita sér hjálpar.
hilmar jónsson, 20.3.2013 kl. 13:55
Hvers vegna vill núverandi stjórn framselja restina af fiskifárinu og öðrum eigum þjóðarinnar til ESB? Hvers vegna er látið líta út fyrir að núverandi stjórn vilji fiskinn og fleira í þjóðareigu, þegar sama stjórn vill ekki tryggja auðæfin í þjóðareigu, umfram ESB-eigu?
Þessum spurningum þurfa ráðandi stjórnvöld að svara undanbragðalaust, ef þau ætla að skreyta sig af að vera þjóðareigna-verjendur almennings á Íslandi.
Það er fátt um svör á þinginu "háa", þegar kemur að því að útskýra þetta. Hvers vegna? Spyr sú sem ekki veit.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 21:45
Ég tek fram að ég ætla ekki að kjósa Framsókn né Sjalla.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2013 kl. 21:48
Víst hataði íraska þjóðin Saddam fyrir ódæðisverk sín. En hún hataði setuliðið sem tók hans stað enn meira fyrir ódæðisverk þeirra. Íslendingar bera að sönnu ábyrgð að hluta á þeim, þökk sé Halldóri og Davíð, þjóðinni til ævarandi sneypu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2013 kl. 00:16
Rúv matar landan á einhliða áróðursfréttum.það er lygin sem er við völd núna i hverjum kima landsstjórnarinnar. Ég tek undir með Önnu Sigríði já hvers vegna!? En ég ætla ekki að afsaka neitt ég kýs þá sem helstir og sterkastir koma og fella þessa skaðlegu ríkisstjórn,sem notar tækifærin sín á þennan geðslega hátt,eða hitt þá heldur.
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 01:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.