11.4.2013 | 07:08
Syndir feðranna - veganesti Framsóknar

Þá er kannski tímabært að spyrja hvernig þessir bankar komust í hendur manna sem tókst á fimm árum að kollsigla efnahagslífi þjóðarinnar.
Flokkur Sigmundar Davíðs er með sömu kennitölu og flokkur mannanna sem sköpuðu aðstæður forsendubrestsins með því að gefa bankana í hendur bankstera.
Syndir feðranna nú eru aðal tromp flokksins og leið til valda.
Margt er skrýtið í henni veröld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú verður að fara að sætta þig við það Hjálmtýr að samfylkingin er orðin að örflokki.Allt vegna svika við heimili landsins.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 11.4.2013 kl. 08:36
Það er vissulega þung byrgði að bera, syndir feðranna. En eigin syndir eru þó erfiðaru burðar og það kemur nú í hlut stjórnarflokkanna, enda eru þeir að kikna undan þeim.
Gunnar Heiðarsson, 11.4.2013 kl. 08:47
Ætlaði Jóhanna ekki að láta rannsaka þessa sölu. Nógu oft nefndi hún það nú. Af hverju gerði hún ekkert í því?? Þurfti hún að fá leyfi hjá DAVÍÐ
Björn Heiðdal, 11.4.2013 kl. 09:11
Vitundarvakning
Við þurfum að fá ungafólkið til að lesa sér til um peningakerfið.
Ámeðan við lesum okkur ekki til erum við fastir í gömlu hugsuninni.
Vitundarvakning.
Þú kaupir fyrirtæki til að fá eignir, ekki til að setja eignir inn í fyrirtækið.
Kaupir á 10 kr fyrir lánsfé. fyrirtækið tekur skuldina yfir, og þú tekur 20 kr út úr fyrirtækinu.
Ég hef verið að safna slóðum á netinu til að reyna að skilja þetta.
Lesa og læra, vitundarvakning, þá losnum við við tjóðrið sem heldur okkur á þekkingarleysis básnum.
Þið, ungu menn eigið að leysa okkur af básnum, með þekkingunni ykkar.
www.herad.is
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Eg. 11.04.2013 jg
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 17:01
Ég legg til að við förum fram á rannsókn á sölu bankanna á sínum tíma, og sölu bankanna í tíð núverandi ríkisstjórnar. Rannsókn á Sjóvámálinu má gjarnan fylgja með.
Svo skulum við óska eftir opinberri rannsókn á afgreiðslu á Svavarssamningum. Sú rannsókn gæti auðveldlega leitt til þess að a.m.k. Steingrímur og Jóhanna yrðu dregin fyrir landsdóm. Skítseyðin sem studdu ríkisstjórnina rifjast þá fram eins og aularnir sem skrifuðu undir yfirlýsingu á Húsavík á sínum tíma og biðjast afsökunar á aulaskapnum.
Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2013 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.