Öryggisventill fyrir hverja?

UnknownÖryggisventillinn á Bessastöðum vill ekki að fram fari þjóðaratkvæði um aðildarsamning við ESB. Fyrir liggur þó að meirihluti þjóðarinnar vill klára málið og kjósa. Öryggisventillinn, eða stöðvarstjórinn á síðustu stoppistöð eins og hann kallaði sig í hita forsetakosninganna, vill ekki að vilji þjóðarinnar, sem kom skýrt fram í atkvæðagreiðslu 20. okt. s.l. um nýja stjórnaskrá, nái fram að ganga.

Ég spyr: hverjum þjónar þessi „öryggisventill“?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þjóðinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.6.2013 kl. 16:51

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Heimir - þú ert ekki þjóðin (eins og allir vita)

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2013 kl. 17:05

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvað hefur þú  eiginlega verið að drekka, Hjálmtýr????

Jóhann Elíasson, 10.6.2013 kl. 19:58

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Jóhann. Ég virði tilraunir þínar til að vera málefnalegur. En ekki gefast upp þótt það takist ekki í hverri tilraun.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2013 kl. 20:34

5 Smámynd: Snorri Hansson

Það hefur líklega alveg farið fram hjá þér að  hér á Útnára hafa innbyggjararnir haldið þingkosningar . Þessar kosningar fóru þannig að umsókn um aðild að ESB er út í hött. Bara út í hött.!  

Ekki nóg með það Hjálmtýr. ESB er búið að missa áhugann.  Bara búinn að missann!

  Ég hef ekki tölu á því hvað margir innbyggjarana sem kusu voru á sauðskinnsskóm . En þeir alla vega  létu sig hafa það að skríða út úr moldarkofunum  angandi af þjóðernisrembing. :(

Ég hef ekki hugmynd um hvernig hægt er að bjarga Útnára

 Nema ef til vill með því að breyta stjórnarskránni.  Þannig að atkvæðavægi verði stóraukið hjá meðlimum Heimsýnar.  En þú veist nú hvernig það er Hjálmtýr.

 Forsetinn sjálfur maður.!!

En allir vita að ÞÚ ert þjóðin.

Snorri Hansson, 10.6.2013 kl. 21:24

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Snorri - það er ekki öllum gefið að vera fyndnir, um það getum við verið sammála. Ég reyni stundum en er eiginlega hættur þvi vonlausa streði.

Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2013 kl. 22:24

7 Smámynd: Elle_

Alveg óþarfi að gera lítið úr forsetanum.  Hann þjónar þjóðinni eins og Heimir sagði efst. 

Í júlí, 09, Hjálmtýr, var umsókninni nauðgað yfir þjóðina.  Nú er nauðsynlegt að stoppa það linnulausa 4-urra ára ofbeldi gegn stærrihluta þjóðarinnar og í fullu samræmi að þið, miklu-minnihlutinn, sem óðuð yfir stærrihlutann þá, komið nákvæmlega ekkert að málinu.  Forsetinn skilur samhengið en þið ekki.

Nú ættuð þið, ef þið nennið, að safna liði og vita hvort þið getið knúið fram þjóðaratkvæðið sem þið neituðuð okkur, stærrihlutanum, um allar götur síðan í júlí, 09.  Þið getið vitað að við munum ekki hjálpa ykkur.

Elle_, 10.6.2013 kl. 23:08

8 Smámynd: Elle_

Ætla að taka fram að ég var aldrei ein af þeim sem vildi þjóðaratkvæði um þetta ömurlega mál og síst eftir að þið pínduð það yfir okkur.  Vildi alltaf að málið væri bara stoppað í alþingi, nákvæmlega eins og það hófst.

Elle_, 10.6.2013 kl. 23:31

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er aðeins spurning um tíma. Allir munu þessir aðdáendur forsetans afneita honum í fyllingu tímans, þegar hann tekur sig til og verndar þjóðina fyrir "gjöfum" íhaldsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.6.2013 kl. 06:17

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hjálmtýr, þú átt greinilega mjög bágt ekki getur þú verið fyndinn en þú ferð létt með að vera hlægilegur........

Jóhann Elíasson, 11.6.2013 kl. 08:07

11 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég sem ríkisborgari þessa lands var ekki spurður í upphafi hvort ég vildi fara í aðlögun að ESB og regluverki þess eða ekki svo ég er bara ekki alveg að skilja þessi læti í ESB-sinnum sem virðast fara hamförum allstaðar og segja þetta brot á lýðræði,en hvað kalla þessir sömu menn það þegar hér var rekin í gegn umsókn á Alþingi með pólitískum þvingunum til að fara í aðlögun að ESB og hinn almenni ríkisborgari hér á landi ekki spurður.Stundum gæti maður haldið að þessi aðlögun snúist um eiginhagsmuni og hagsmuni verslunar en ekki hagsmuni hins almenna borgara hér á landi.Og svo þessi endalausa þvæla um að kíkja hvað er í boði er bara ekki til,það sem er í boði er aðlögun að regluverki ESB og þegar við höfum klárað hana og dagsett á hvaða tíma við ætlum að klára að taka upp regluverkið þá teljumst við reiðubúin til að ganga inn............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.6.2013 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband