31.8.2013 | 16:22
Umræðan um Vatnsmýrarvöllinn.
Ég heyrði sveitarstjórnamann utan af landi halda því fram að fyrir stjórnsýsluna sé mikilvægt að geta flogið til Reykjavíkur að morgni og heim að kvöldi.
Ég hef flogið að morgni til Kaupmannahafnar til fundarsetu og aftur heima sama dag. Lenti vélin þó á Kastrup en ekki Kóngsins nýja torgi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- ak72
- skarfur
- skagstrendingur
- formosus
- baldher
- baldurkr
- benjaminkari
- birgitta
- heiddal
- gisgis
- gattin
- diesel
- eskil
- evabenz
- ea
- killjoker
- gretarogoskar
- graenaloppan
- gudni-is
- lucas
- sverrirth
- gudr
- hehau
- hildurhelgas
- snjolfur
- himmalingur
- minos
- hordurt
- ingimundur
- kulan
- jakobk
- kreppan
- ravenyonaz
- jon-dan
- kiza
- kjarri
- leifur
- krissi46
- kikka
- ladyelin
- larahanna
- ludvikjuliusson
- manisvans
- olimikka
- olii
- hugarstrid
- skari60
- ragnarb
- runarsv
- runirokk
- semaspeaks
- siggi-hrellir
- sigsaem
- siggisig
- sigurgeirorri
- must
- svalaj
- svanurg
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- vga
- ylfamist
- hallormur
- bergen
- aevark
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Hjálmtýr.
Kastrup er raunar hverfi í Kaupmannahöfn og Vatnsmýrin er hvorki á Austurvelli né Lækjartorgi
Jónatan Karlsson, 31.8.2013 kl. 17:47
Þau verða alltaf aumkunarverðari rökin hjá mýraraðdáendunum. Hvað næst á að fara með slippinn til Hvolsvallar,svo hægt sé að þétta byggð?
Eyjólfur G Svavarsson, 31.8.2013 kl. 21:33
Hjálmtýr. Við ættum kannski að velta heimsveldis-stríðsmálunum meira fyrir okkur þessa dagana, þó vissulega sé óflokksbundin og siðmenntuð rökræða um völl innanlandsflugsins á Íslandi alltaf nauðsynleg.
Innanlands-flugvallarmálin eru mikilvæg í umræðunni. Jafnvel þó að ekki séu sveitarstjórnarkosningar í aðsigi, með miklum og innantómum áróðursloforðum, ásamt óþægilegum boðaföllum á báðar síður þjóðarskútunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2013 kl. 21:59
Mikið afskaplega er mýrin við norræna húsið falleg. Hjólaði þar í gegn í dag, þar voru gæsir í massa vís sem munu náttúrulega hverfa ef ræsa á fram mýrina og byggja. Ef þeir ætla að byggja þarna, þá er alveg eins gott að þurka upp tjörnina líka og byggja háhýsi þar svo allir Íslendingar geti búið eins og síld í tunnu á einum ferkílómetra. Mikið afskaplega verður það gaman.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 22:11
Mikið skelfing er ég sammála þér , Rafn Haraldur .
Hörður B Hjartarson, 1.9.2013 kl. 00:11
Dr Björn Kristinsson setti þetta: http://timarit.is/files/9650316.pdf fram 2008, sem innlegg í bullumræðuna um verðmæti flugvallarlandsins
...umræðu, sem var og er svona á pari við bullið í "Útvarp Matthildur" frá bernsku þeirra Davíðs, Hrafns og Þórarins Eldjárn
og hljóðaði ca svona: Ég vil setja stífelsi í Tjörnina og flytja hana upp í Árbæjarsafn –
...Eeen af hverju stífelsi? jú, sko... frændi minn er með umboð fyrir stífelsi
Ef ekki má hrófla við Skerjafirðinum og sækja allt það víðfeðma byggingarland sem á botni hans er, þá er einfaldlega tímabært að friðlýsa
– það fjöregg þjóðarinnar, sem Reykjavíkurflugvöllur er – sem flugvöll til eilífðar.
Landsvæðinu hefur þegar verið ráðstafað - af til þess bærum yfirvöldum - undir mikilvægari starfsemi fyrir eyþjóðina okkar,
heldur en jafnvel: öll jarðgöng, boltavellir og golfvellir landsins til samans.
Flugstarfsemi er forsenda þess að eylandið okkar sé byggilegt. Sú starfsemi varð ekki til af sjáfu sér. Henni verður ekki viðhaldið án flugáhuga og flugréttinda, sem einstaklingarnir afla sér á eigin kostnað og verða að viðhalda með síþjálfun að viðlögðum réttindamissi. Slíkt verður aðeins gert á Íslandi með góðu aðgengi að flugvelli nærri heimabyggð. Því veður og vegalengdir ráða þar úrslitum.
Yfirvöld í Reykjavík fóru með skipulagsvald yfir svæðinu og nýttu það vald til varanlegrar frambúðar árið 1940, eftir ítarlega könnun skipulagsyfirvalda á staðarvali og mögulegum valkostum. Bæjarráð Reykjavíkur (=Borgarráð þess tíma), samþykkti tillögu Skipulagsnefndar Reykjavíkur um framtíðarstaðsetningu flugvallarins þar sem hann nú er. Ákvörðunin var tekin tveimur mánuðum áður en Bretar – öllum að óvörum – hernámu Ísland. Sú samþykkta stórframkvæmd var framtíðarsýn, sem Íslendingum var þá (sem nú ) ofviða, en barst íslensku þjóðinni samt upp í hendurnar á silfurfati örfáum mánuðum síðar, vegna aðstæðna í heimsmálunum. Nú ber að taka þetta málefni úr höndum reykvískra pólitíkusa.
Flugvallarsvæðið er ekki neinum til ráðstöfunar fyrir íbúðabyggð og verður ekki.
Þorkell Guðnason, 1.9.2013 kl. 00:27
Ég sé að við erum álíka rangstæðir í málinu Hjálmtýr.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 05:18
skil ekki hvernig hægt er að bera saman kaupmannaöfn og flugvöllin í reykjavík er bara eitn flugvöllur í kaupmannahöfn ég gét keirt hríngveigin á innan við sólarhríng. ef upp kemur gos og reykjavík verður innilokuð þanig að men komast ekki í burtu og flitja birðir til reykjavíkur en það er auðvitað skiptir það ekki máli bara ef géta byggt á svæðinu þökk sé borgarfulltrúum eru þer búnir að oppna rauninu leið niður í kollafjörðinn svo fræðilega sé gétur hraun umkrínt reykjavík en líkur eru reindar litlar
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 09:06
Það er hiti í mönnum vegna Vatnsmýrarinnar. Það er ágætt en dugar skammt því skynsemin fer sínar leiðir og flugvellir fara líka.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.9.2013 kl. 10:45
Þorkell Guðnason.
Þessar hugmyndir voru settar fram fyrir Hrun. Þá var allt framkvæmanlegt. Líka hægt að byggja skýjaborgir.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.9.2013 kl. 10:48
Ég, þú og þið hinir.
Ég kemst fram og til baka til Kaupnannahafnar á einum degi.
Þú ert frekur að vilja komast til Reykjavíkur og til baka á sama deginum.
Þið hinir þurfa ekki að halda að það, að þið hinir komist hratt og örugglega á sjúkrahús eins og Ég, þið völdu að búa langt frá hátæknisjúkrahúsinu.
Skemmtilega miðlægur hugsanaháttur Gnarrvíkinga.
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 12:39
Hjálmtýr Heiðdal.
Líklega náðir þú ekki kaldhæðninni sem lá að baki hjá professor emeritus Dr. Birni, vesturbæingi með flugréttindi og þar til fyrir skömmu með eigin flugvél og flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Ég leit hugmyndina sömu augum og Tjarnar-flutning Matthildinga.
Megin atriði þessa Reykjavíkurflugvallarmáls er:
Eyþjóðinni íslensku var fært þetta mannvirki, sem byggt var skv. ákvörðun og heimild til þess bærra skipulagsyfirvalda.
Íslenska þjóðin hefur annast rekstur þess og haldið því við frá lokum seinni Heimsstyrjaldarinnar - en, nú í seinni tíð, undir viðvarandi stríðsástandi af völdum grunnhygginna metorðapotara. Slíkir hafa haldið uppi gengdarlausum áróðri gegn þessari grasrót, vöggu og lífæð íslenskrar flugstarfsemi og sóað til þess ógrynni opinbers og hálfopinbers fjár.
Reykjvíkurflugvöllur er sem heild, grundvallarmannvirki og ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Hann er eign allrar þjóðarinnar. Engu máli skiptir hvort einhver hluti landsins undir honum kunni að hafa verið leiguland. Kominn er tími til þess að skynsemin fari sínar leiðir. Stjórnvöld taki málefni og skipulag flugvallarins úr höndum reykvískra pólitíkusa. Öllum sé gert ljóst að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er og flugvallarsvæðið sé engum til ráðstöfunar undir íbúðabyggð.
Þorkell Guðnason, 1.9.2013 kl. 12:45
Hvorki liggur fyrir nothæft flugvallarstæði né fjármagn til að "færa flugvöllinn" eins og talað er um. Þetta snýst um Keflavík eða Reykjavík.
Færsla innanlandsflugs til Keflavíkur verður lang stærsta skref aftur á bak í samgöngum á landinu sem hægt verður að framkvæma, því að með því verður ferðaleið þess sem ætlar fram og til baka flugleiðis a milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar lengd um samtals 170 kílómetra.
Það er tvöfalt meiri lenging en ef Hvalfjarðargöng yrðu lögð niður.
Ómar Ragnarsson, 1.9.2013 kl. 12:56
Keflavík getur bara fengið völlinn
Sandkassinn (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 13:31
Það kallast þráhyggja í venjulegum skilningi þess orðs, að geta ekki hætt að hugsa um aðra kosti, þó ítrekað sé bent á vankanta þess að leggja niður flug úr Vatnsmýrinni.
Að geta ekki með nokkru móti skilið að venjuleg borg sem vill rísa undir því að kallast höfuðborg þegna sinna, er með samgöngur í lagi til og frá borginni. Flestar stærstu borgir heimsins eru byggðar á krossgötum vatna og stórfljóta vegna þess að í öndverður voru það "þjóðbrautir" viðkomandi landa og mikið lagt upp úr því að tengja vatnaleiðir saman með skurðum, skipastigum og jafnvel brúm fyrir skip og báta. Í þá daga skildu menn mikilvægi tengingu borga við landsbyggðina.
Nú hafa áherslur siglinga breyst og þær dregist verulega saman frá því sem var. Aðrir möguleikar eru nú í boði, s.s. bílar, lestir og flugvélar. Þetta skildu íslenskir stjórnmálamenn í öndverðu og þetta skilja stjórnendur borga erlendis enn í dag. Þar er mikið lagt upp úr því að hafa lestarstöðvar í miðborgum og leitun er að borg, sem vill gera sig gildandi meðal þegna sinna, að ekki sé lestarstöð í miðbænum. Umfang lestarstöðva er eins og Reykjavíkurflugvallar, þegar tekið er tillit til lestarstöðvarinnar og sporanna að henni.
Það sem nokkrum Reykvíkingum er ómögulegt að skilja, - það eru engar lestir á Íslandi. Reykjavíkurflugvöllur er því lestarstöð okkar. Það fylgir vandi vegsemd hverri og það að vera höfuðborg lands, felur ekki eingöngu í sér að soga fjármuni og mannauð af landsbyggðinni, einoka stjórnsýsluna eins og hún leggur sig, allar stofnanir og helstu skóla- og menntasetur. Það þarf að byggja brýr fyrir þá sem þjónustuna þurfa, - ekki bara í Grafarvoginn.
Haldi borgin því til streytu, að leggja niður flug í Vatnsmýrinni og beita þvingunarúrræðum til að koma því á Hólmsheiðina, verður að bregðast við. Íslenska ríkið neyðist þá að taka Vatnsmýrina eignarnámi. Það ætti að vera nægjanlega ríkir almannahagsmunir í húfi. Reykjavíkurborg á eingöngu lítinn part í Vatnsmýrinni og létt verk ætti að vera slíta þessa fáu fermetra út úr borginni.
Stjórnarskráin segir:
72. gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
Ef Reykjavíkurborg stendur við sinn keyp, verður að grípa til þeirra meðala sem þarf til að hnekkja því. Ef skipulgasvaldið í stjórnarskránni er þessari grein yfirsterkari og ekki gengur að knýja fram eignarnám, verður að finna nýrri höfuðborg stað. Stað þar sem allir þegnar þjóðarinnar verði velkomnir til að þyggja, ekki eingöngu að vera áhorfendur og greiðendur framkvæmda misvitra borgarfulltrúa.
Þá kemur sterkt inn að fara að dusta rykið hugmyndum Trausta Valsonar og byggja höfuðborg landsins inn á hálendi Íslands og færa allan opinberan rekstur þangað. Þá verða svipaðar vegalengdir fyrir alla í stjórnsýslu, menntun og flutningur á hátæknisjúkrahús.
Reykvíkingar. Ekki gleyma dásamlegri viðbót við ferðalög utanlands, frá nýjum millilandaflugvelli á Sprengisandi.
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 13:47
Eða frá "Sauðárflugvöllur, international airport", alþjóðleg auðkenning: BISA !
Ómar Ragnarsson, 1.9.2013 kl. 14:39
http://www.austurfrett.is/umraedan/616-hver-borgar-nyjan-reykjavikurflugvoell
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 16:32
Sammála Týra frænda. Við eigum að moka yfir flugvöllinn og byggja hótel. Svo má ekki gleyma ESB.
Björn Heiðdal, 1.9.2013 kl. 20:29
Ágæti Björn Heiðdal
Það væri gott að þið frændur hélduð bara áfram að vera sammála um Reykjavíkurflugvöll. Mér sýnist Týri vera að átta sig á því að peningarnir sem þarna hefur verið sóað, hefðu betur farið t.d. í hinar skapandi greinar - svo sem í kvikmyndagerð.
Þorkell Guðnason, 1.9.2013 kl. 22:49
drama drama, við ráðum þessu hér í Reykjavík. Þetta er falleg lóð og margt hægt að byggja þarna betra en flugvöll.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 22:59
Já Gunnar, svo er bara að punga út úr stútfullum borgarsjóði skaðabæturnar til þeirra sem aðstöðu hafa á vellinum. Gaman, gaman.
Benedikt V. Warén, 1.9.2013 kl. 23:59
Sjáum til Benedikt, sjáum til. Í öllu falli þá lifum við þetta af :). hahaha
Sandkassinn (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 00:07
Jón Gnarr: "Er þetta Gunnar Waage?"
Gunnar Waage: "Já"
Jón Gnarr: "Heyrðu kallinn, við í borgarstjórn vorum að ákveða að breyta íbúðahverfinu þínu í sirkussvæði, þið íbúarnir verðið að rýma það fyrir 2016"
Gunnar Waage; " Nú, - og fáum við bætur fyrir eignir okkar og styrk til flutninganna. Hvar eigum við svo að búa?"
Jón Gnarr: "Kæri vinur, borgarsjóður borgar ekkert, alls ekkert. En þið getið keypt lóðir á Hólmsheiðinni, borgað þar gatnagerðagjöldin og lagt sjálfir út fyrir nýju húsnæði"
Gunnar Waage: "Já, já, ekkert mál. Hahahaha.
Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 08:04
Já já það er reyndar helsta áhyggjuefni mitt Benedikt, með hvaða hætti þessu svæði yrði síðan úthlutað og í hvað. Ég er til dæmis ekki aðdáandi HR skrýmslisins við Nauthólsvíkina, það er nú ljóta skipulagsslysið maður.
Sandkassinn (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 08:46
Breytum HR-skrímslinu í flugstöð.
http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/1184795/
http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/987200/
Benedikt V. Warén, 2.9.2013 kl. 09:17
Vítt og breitt um Reykjavík og nágrenni eru svæði þar sem menn eru stundum að leika sér að slá kúlur og reyna að koma þeim ofaní einhverjar holur...
Væri ekki kjörið að nýta þessa skika undir byggð, en láta Vatnsmýrina í friði?
- Grafarholtsvöllur
- Korpúlfsstaðavöllur
- Nesvöllur
- Vífilstaðavöllur
- Urriðavatnsvöllur
- Setbergsvöllur
- Hvaleyrarvöllur
- Bakkakotsvöllur
- Hlíðavöllur
Hvað ætli þetta séu margir hektarar? Hvað ætli fengist fyrir lóðir þarna?
Ágúst H Bjarnason, 2.9.2013 kl. 16:37
Já, satt segir þú Ágúst.
Notendum þessara skika ætti ekki að verða skotaskuld úr því að koma sér upp aðstöðu á Suðurnesjum og skjótast þangað sér til upplyftingar og heilsubóta. Með sömu rökum og notuð eru gegn staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, er líka augljóst hagræði í því að færa alla innlenda boltaiðkun til Keflavíkur - eða nánar tiltekið á Miðnesheiði. Það væri ekki lítið pláss sem þá losnaði í kjörlendi fyrir íbúðabyggð innan höfuðborgarsvæðisins.
Þorkell Guðnason, 2.9.2013 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.