4.12.2013 | 14:01
Glóparnir
Vigdís Hauksdóttir sagði á þingi að IPA styrkir frá ESB væri illa fengið glópagull (!).
Nú hefur Gunnar Bragi utanríkisráðherra (þessi sem sendi skemmtilegu SMS skeytin) lýst því að ESB valdi honum vonbrigðum þegar sambandið skrúfar fyrir illa fengna glópagullið.
Gunnar Bragi skrifar á heimasíðu sína að Núna hefur Evrópusambandið brugðist þeim fjölmörgu aðilum sem það hefur gert samninga við um IPA styrki.
Spurningin er: Eru þessir tveir framsóknarmenn að ræða sama hlutinn?
Getur einn flokkur haft uppi margar stefnur svo gjörólíkar að undrun vekur hjá þeim sem kunna að lesa sér til gagns? (skv. PISA).
Svarið er: Já það getur Framsóknarflokkurinn. Sá flokkur getur t.d. lagt fram kosningaloforð sem reynist vera lygi frá pólitískum andstæðingum þegar á reynir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gunnar Bragi skrúfaði sjálfur fyrir kranann, en skilur svo ekkert í því að vatnið hætti að renna. Öllu skýrari verður Framsóknarmennskan ekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2013 kl. 15:16
Nei Axel, sauðheimskan verður ekki meiri en hjá þér, þar sem þú getur vart lesið þér til gagns líkt og íslensku tossarnir í Pisa-prófinu. ESB og Ísland höfðu undirritað samning þess efnis að styrkt verkefni fyrir 2011 utan eitt yrði ekki lokað á, þó svo að aðrir styrkir yrðu stöðvaðir eða afturkallaðir. En nú ákveður ESB á skjön við samkomulag við íslensk yfirvöld að brjóta þann samning og hætta greiðslum fyrir styrki fyrir 2011.
Þetta sýnir eðli ESB, svo og að ESB er að fara á hausinn.
Gott er þó fyrir Íslendinga að vera lausa við þetta sníkjudýralíf.
FORNLEIFUR, 4.12.2013 kl. 20:28
http://www.evropustofa.is/fyrir-fjoelmidla/floekkusoegur-um-esb/id711.html
Jamm eins og má sjá hér. Hverjir eru svo vitleysingarnir?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 21:56
já Ásthildur - hverjir eru svo vitleysingarnir - þar stendur skýrum stöfum
"IPA stuðningur stendur þeim ríkjum til boða sem eiga í samningaviðræðum við sambandið um aðild eða eru að undirbúa slíkar samningaviðræður"
Rafn Guðmundsson, 4.12.2013 kl. 23:25
Fornleifur, takk fyrir. Komin frá þér er þetta flott umsögn og mér meira virði en margt hólið frá marktækari mönnum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.12.2013 kl. 06:24
Ekkert að þakka
FORNLEIFUR, 5.12.2013 kl. 07:32
Stjórnkerfið í dag =Völd án ábyrgðar?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1325643/
Jón Þórhallsson, 5.12.2013 kl. 09:18
Evrópusambandið treysti á, að víggirt borg (víggirt með eigin fullveldisréttindum), sem ekki var hægt að vinna með hervaldi né vilja fólksins þar, mætti hugsanlega vinna með asna klyfjuðum gulli. En spælingin er alger í Brussel og pótentátar þar þó vísst enn með árásaráform gegn hinu sjálfstæða lýðveldi, í takt við Icesave-árásir þeirra og makrílveiða-frekjustefnu þeirra.
En bezt reynist sjálfstæðið okkur og mun reynast, evrókratar eins og Hjálmtýr með sína gorgeirssíðu fá því ekki breytt.
Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 09:38
Og niður með ESB-áróðurs-200milljóna-miðlunarfyrirtækið Athygli !
Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 09:40
Nei, 230 milljóna!!!
Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 09:41
"vísst" átti að vera vísast
Jón Valur Jensson, 5.12.2013 kl. 09:42
Vigdís er með þetta.
Gunnar vitnar bara í svikin loforð ESB.
Er eitthvað framsóknarlegt við það? Ef svo er, þá er það betra en ég hélt, að vera Framsóknarmaður.
Benedikt V. Warén, 5.12.2013 kl. 11:48
Þá veistu það Hjálmtýr, síðan þín er gorgeirssíða. Annars er ég búin að lesa svarið hans Jóns nr. 8 nokkrum sinnum og verð að segja að það er eitthvað. Ég er kanski ekki nógu djúpur til að fatta þetta en þarna sýnist mér Evrópusambandið mjög fúlt út í Íslendinga og einhverjir Pótentátar eru þarna líka tilbúnir að ráðast á landið. Síðan er þarna asni klyfjaður gulli sem ég veit ekki hvort Íslendingur eða vondur útlendingur og að lokum menn með makríl-frekjustefnu sem ég er að reyna að skilja hvort er smitandi eða ekki. Þú mátt vera glaður Hjálmtýr með að svona snillingar kíki inn á gorgeirssíðuna þína.
brynjar (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 16:48
Brynjar og aðrir
Þakka innlitið, kann að meta að menn hafi skoðanir. Misjanfnar þó og sumt byggt á einhverjum bágum biljum sem virðast hafa bitið sig fastar. Get fyrigefið það en tel þó vont. Bæði fyrir viðkomandi og heiminn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.12.2013 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.