21.10.2015 | 19:05
SÆKJAST SÉR UM LÍKIR - SÍONISTAR OG FASISTAR FALLAST Í FAÐMA
Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kom mörgum á óvart á dögunum. Í ræðu sinni á þingi Heimshreyfingar síonista sagði hann að Hitler hafi í fyrstu ekki viljað útrýma gyðingum, hann vildi reka þá úr landi.
En forystumaður Palestínuaraba, Haj Amin al-Husseini hafi lagt til við Hitler að gyðingarnir yrðu brenndir.
Í Ísrael hafa þessi orð Netanyahu vakið furðu, í fyrsta skipti í sögu Ísraels hefur forystumaður síonista reynt að draga úr ábyrgð nasista á Helförinni samtímis því að hann freistar þess að varpa ábyrgðinni á Palestínumenn.
Allir helstu sérfræðingar í sögu Helfararinnar og forystumenn stjórnarandstöðunnar segja lýsingu Netanyahu fáránlega vitleysu. M.a. hafa þeir bent á að Haj Amin al-Husseini hitti Hitler mörgum mánuðum eftir að skipulögð útrýming gyðinga hófst. Ennfremur er ljóst að útrýming gyðinga var rædd a.m.k þremur árum áður en al-Husseini átti fund með þýska ríkiskanslaranum.
Ísrael hefur eignast nýja vini á undanförnum árum. Meðal þeirra eru Geert Wilders, hollenski hægriöfgamaðurinn, Brevik, norski fjöldamorðinginn, bandarískir trúarofstækishópar, austuríski Frelsisflokkurinn sem nasistadaðrarinn Jörgen Haider stofnaði, Svíþjóðardemókratarnir og flokkur Filip Dewinter í Belgíu sem er þekktur fyrir tengsl við fyrrverandi SS-menn.
Útspil Netanyahu fellur vel að þessari þróun; þekktir gyðingahatarar og fylgjendur fasisma fallast í faðma við flokk Netanyahu. Sá flokkur á rætur sínar í s.k. revisióniskum síonisma sem Ze'ev Jabotinsky stofnaði. Jabotinsky þessi var þekktur fyrir aðdáun sína á ítalska fasistaleiðtoganum Mussólini.
Jabotinsky var þeirrar skoðunar allt frá byrjun að einasta leiðin fyrir landtöku síonista væri leið ofbeldis gegn frumbyggjum Palestínu. Hann benti á þá einföldu staðreynd að aldrei í mannkynssögunni hefðu frumbyggjar lands látið jarðir sínar af hendi án mótstöðu.
Og þráðurinn milli Netanyahu og Jabotinsky er ekki langur, faðir Benjamins Netanyahu var Benzion Netanyahu - hægri hönd Jabotinsky. Við þessa mynd má síðan bæta nafni hryðjuverkamannsins Menachem Begin sem síðar varð forsætisráðherra Ísraels. Begin var fylgismaður Jabotinskys.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2015 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.