16.5.2008 | 01:21
Bloggað í Bandaríkjunum
Eftir smá flæking um New York og Washington er ýmislegt sem blasir við miðborgarbúa frá Reykjavík.
Hér í NY og Washinton er bannað að leggja bílum þvers og kruss, í Reykjavík er bannað að leggja þvers og kruss.
Hér í USA dettur ekki nokkrum manni í hug að leggja bíl eins og fáviti en í Reykjavík er það orðin regla.
Í Reykjavík er þriðji hver bíll á nagladekkjum fram í miðjan maí, annar hver bílstjóri er viðutan að tala í síma og flestar gangstéttir í miðbænum stíflaðar af bílum sem er lagt ólöglega.Það sem er frábrugðið hér í Bandaríkjunum er löggæslan. Hér er tekið á málum en í Reykjavík virðist ekki vera áhugi eða geta til þess að framfylgja lögum.
Þessi hugleiðing er ekki skrifuð til þess að hrósa bandarískum löggum. Málið snýast um það að fólk sem kýs að búa í borgum verður að sýna vissan þroska. Sá sem býr á sveitabæ getur lagt eins og honum sýnist. Í fjóshaugnum ef hann langar til. En þeir sem ætla að búa í nábýli verða að temja sér vissar umgengnisreglur. Ekki að pissa utan í hús, ekki að vera með háreysti um miðjar nætur og ekki aka bíl eða leggja honum án tillitis til umhverfisins.
Hér í NY og Washinton er bannað að leggja bílum þvers og kruss, í Reykjavík er bannað að leggja þvers og kruss.
Hér í USA dettur ekki nokkrum manni í hug að leggja bíl eins og fáviti en í Reykjavík er það orðin regla.
Í Reykjavík er þriðji hver bíll á nagladekkjum fram í miðjan maí, annar hver bílstjóri er viðutan að tala í síma og flestar gangstéttir í miðbænum stíflaðar af bílum sem er lagt ólöglega.Það sem er frábrugðið hér í Bandaríkjunum er löggæslan. Hér er tekið á málum en í Reykjavík virðist ekki vera áhugi eða geta til þess að framfylgja lögum.
Þessi hugleiðing er ekki skrifuð til þess að hrósa bandarískum löggum. Málið snýast um það að fólk sem kýs að búa í borgum verður að sýna vissan þroska. Sá sem býr á sveitabæ getur lagt eins og honum sýnist. Í fjóshaugnum ef hann langar til. En þeir sem ætla að búa í nábýli verða að temja sér vissar umgengnisreglur. Ekki að pissa utan í hús, ekki að vera með háreysti um miðjar nætur og ekki aka bíl eða leggja honum án tillitis til umhverfisins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Reykvíska löggan segist ekki geta framfylgt lögum um það hvernig bílstjórar leggja bílum fyrr en hún fær rafstuðsbyssur.
Jens Guð, 16.5.2008 kl. 02:41
Sæll Jens Guð
Gas og rafstuð er kanski það eina sem dugar. En máttu keyra eftir gott stuð úr rafbyssu lögreglufélagsins?
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.5.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.