Í hverfum fátækra í Brooklyn

Ég er nýkominn úr minn fyrstu ferð til New York og Washington. Vegna leti við kortaburð tókst mér að villast í Brooklyn - og draga konuna mína lengst inn í hverfi fátækra. Ekki hvítan mann að sjá, en fullt af prúðbúnum íbúum á leið í sunnudagsmessuna. Eitt af því skemmtilegra sem ég sá í hverfinu var skilti með einfaldri yfirlýsingu:
Yo mama say´s Obama.
Í hverfi nær miðborginni var annað skilti í glugga: Nobama. Skýr skilaboð það.
En heildarniðurstaða ferðarinnar er þessi: leigubílstjórar New York borgar eru úti að aka. Allir sex sem okkur tókst að fá til að aka okkur á milli staða féllu á prófinu. Ýmist rötuðu þeir ekki, óku vísvitandi of langt eða keyrðu svo skrykkjótt að okkur varð óglatt. Verstir voru þó þeir sem einfaldlega neituðu að taka okkur um borð ef þeim líkaði ekki áfangastaðurinn. Skrýtið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband