22.5.2008 | 13:32
Yo mama say´s Obama
Það virðist sem Obama sé að ná því að verða útnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata. Ef hann siglir alla leið í Hvíta húsið þá er það að mínu mati skásta útkoman fyrir Bandaríkjamenn og heiminn. Að vísu á það eftir að koma í ljós hvort kjör hans breyti einhverju, en hann kemur úr óvæntri átt, það gefur vissa von. Kanski er hann ekki forritaður skv. sömu formúlu og flestir forsetar BNA og það gefur smá möguleika á breytingum.
Eitt mál bendir þó til þess að ekki er hægt að binda mikla vonir við hann.
Áður fyrr var hann búinn að kynna sér málstað Palestínumanna og hafði m.a. hitt Edward heitinn Said, hinn stórgóða talsmanna þeirra í BNA. Bandarískir blökkumenn voru margir tortryggnir út í Ísraelsríki vegna stuðnings þess við kúgunarstjórn hvíta minnihlutans í S-Afríku. Afstaða hins margfræga prests sem gifti Obamahjónin er dæmi um það.
En Síonistar eiga sér ofursterka talsmenn í Bandaríkjunum, s.k. Ísraelslobbý. Þeir taka hvern einasta frambjóðanda fyrir og grilla hann og krefjast algjörs stuðnings við glæpsamlega stefnu Síonistanna sem stýra Ísrael. Obama hefur nú lýst yfir stuðningi við Ísrael, en án slíkrar yfirlýsingar hefur hann ekki hinn minnsta möguleika á að komast í Hvíta húsið.
En hann hefur ekki, líkt og Hillary, hrósað þeim fyrir að byggja hinn ólöglega fangelsismúr kringum byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum. Eina vonin um þessar mundir um breytingar á ástandinu í Palestínu byggjast á stefnubreytingu Bandaríkjastjórnar. Vonin er lítil en Obama er sá eini sem virðist hafa séð aðra hlið mála en Hillary og McCain.
Fyrirsögn greinarinnar - Yo mama say´s Obama sá ég í glugga í hverfi fátækra blökkumanna í Brooklun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Til að losna undan heimsyfirráðum Bush og BNA verður Ísland að ganga inn í ESB. Þegar þangað verður komið þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur og lýðræðið styrkist í sessi ásamt bættri stjórnsýslu.
Sú tilraun sem hófst árið 1944 á Þingvöllum hefur gjörsamlega mistekist. Íslendingar hafa sýnt það og sannað, aftur og aftur, að þeir geta ekki staðið einir í ólgusjó heimsmálanna. Við verðum að fylla í tómarúmið sem bandaríski herinn skyldi eftir sig og danski kóngurinn.
Ísland í ESB og meira golf.
ESB, 24.5.2008 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.