3.6.2008 | 00:05
Kynþáttahatur í Kastljósi
Kastljós kvöldsins (2/6) flutti okkur viðtal við Mogens Camre, danskan þingmann á Evrópuþinginu. Mogens flutti þann boðskap að hætta vofi yfir þjóðfélögum Evrópu sökum sóknar Íslam. Hann lauk orðum sínum með því að ef Evrópumenn tækju höndum saman við Bandaríkjamenn þá væri enn von. Málflutningur hans var þesslegur að margir geta séð hann sem eðlileg viðbrögð venjulegs Evrópumanns. En Mogens þessi er venjulegur lýðskrumari sem reynir að gera sér póitískan mat með útbreiðslu fordóma um þjóðir og túarhópa.
Nokkrar tilvitnanir í rit þessa manns sýna hvaða stefnu hann fylgir. Um múslimann Asmaa Abdol-Hamid, lýðræðislega kjörna þingkonu á danska þinginu skrifar hann: Það er sjúkleg hugmynd og ónáttúruleg, að strangtrúarsinni með handklæði eigi að sitja á lýðræðislegu þingi okkar. Hún þarfnast aðstoðar sálfræðings. Svona fólk verður að fá umönnun. Það eru nokkrir heilaþvegnir vesalingar sem ganga um með handklæði. Fylgdu siðum okkar lands eða komdu þér burt. Því fyrr sem hún fer því betra. Og meira: Íslam tilheyrir ekki Evrópu og forgangsverkefni okkar er að senda múslimana heim til sín
pólitísk markmið múslima er samskonar tortímingarstefna og nasisminn.
Í Danmörku búa 5,475,000 sálir, af þeim eru um 180,000 múslimar, eða 3,3% landsmanna. Innfæddir Danir sem hafa gengið Íslam á hönd eru um 5,000. Framtíðarsýn Mogens Camre er sú að þessi 3,3% stefni að, og muni að lokum eyðileggja danskt samfélag. Lausn hans er sú að ráðast með oddi og egg gegn þessu fólki, gera líf þess í Danmörku að helvíti og reyna að flæma það burt.
Hvernig skyldi ástandið í Danmörku vera daginn sem síðasti músliminn er færður í járnum upp í flugvél. Myndi einhver hugsa til ofsóknanna gegn gyðingum fyrr á tímum? Margir töldu gyðinga ógna lífsháttum evrópumanna og nasistar náðu byr í seglin með áróðri og ofsóknum gegn þeim.
Það er nauðsynlegt að reyna að botna í þessum öfgum sem þrífast bæði í Danmörku og hér á landi og birtast nú um stundir sem hatursskrif gegn múslimum. Öfgar eru alltaf til staðar en breytast líkt og tískufyrirbrigði. Þannig er það með meðborgara okkar sem hafa ekki siðferðiskenndina og manngæskuna í lagi þeir þurfa sífellt að finna ný fórnarlömb og ánetjast þeirri stefnu sem gagnast hverju sinni. Nasistar fundu útrás í gyðingahatri, bandarískir öfgamenn í rasisma og kommúnistahatri og danskir og íslenskir labbakútar og duslimenni hamast nú gegn múslimum. Þetta hefur ekkert með trú og trúarstefnur að gera. Fordómar nærast á þekkingarleysi og ótta og ala á þröngsýni. Alhæfingar er mikilvægar þegar búa skal til fordóma og æsa gegn hinum og þessu fólki. Þeir sem drepa í nafni islam, gyðingatrúar eða kristni eru ekkert uppá trúabrögð komnir. Þeir finna sér alltaf réttlætingu á einhverri blaðsíðu trúarritanna. Mogens Camre er bara einn af þessum æsingamönnum sem reyna að hagnast á lægstu hvötum siðlausra manna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hjáltýr.
Þú ert kvikmyndagerðarmaður, hvers vegna birtir þú ekki þína samtímasýn í íslensku sjónvarpi eins og gert er í evrópskum nágrannalöndum okkar?
Kveðja, Káta
KátaLína (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 03:33
Sæll Rebel
Það er erfitt að greina á milli haturs á fólki sem hefur tiltekna trú og haturs á fólki sem hefur sérstakan litarhátt eða útlit. Þeir sem ástunda þetta gera hópa að skotspónum og eru oftast kallaðir rasistar. Mér sýnist að Mogens Camre sé uppsigað við öll trúarbrögð, hann birtir slíkar tilvitnanir á heimasíðu sinni.
Sæl Káta
Bloggið kostar ekkert nema smá tíma. Kvikmyndir eru dýrar og tímafrekar. Og það er ekki hægt „að birta“ verk sín í sjónvarpi. Það er langt ferli að koma hugmynd á framfæri í sjónvarp og margt sem getur komið í veg fyrir að hún birtist sem kvikmynd í sjónvarpi.
En auðvitað hvarflar það oft að mér að það væri sterkur leikur að gera heimildamyndir um samtímaviðburði.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.6.2008 kl. 06:47
Notkun Hjálmtýs á hugtakinu kynþáttahatur er í samræmi við þá notkun á hugtakinu sem hefur verið að ryðja sér til rúms sem sagt að það nái yfir hatur á hópum þó þeir séu ekki kynþættir í eiginlegri merkingu. Johnny Rebel væri betri ef hann hlustaði. Ég hef reynt að kenna honum þetta áður.
Sjálfum þótt mér þeesum manni gert ótrúlegaháttundir höfði því að þetta var hálfgerður hatursáróður hjá honum. Kv.
Baldur Kristjánsson, 3.6.2008 kl. 16:53
Viðmælandi Mogens Camre var ekki sauma að honum. Ég tel réttast að Kastljósið taki þetta mál betur fyrir því málflutningur Camres er mjög hættulegur. Magnús Þór Hafsteinsson er eins og kórdrengur í samaburði við hann.
Hjálmtýr V Heiðdal, 3.6.2008 kl. 17:18
Ég sá þennan þátt einungis með öðru auganu, en ég veit nokkurnvegin um hvað hann fjallaði. Málið er að allar nágrannaþjóðir okkar eiga í ferlegu basli með múslimana sína. Þeir verða ekki eðlilegur hluti samfélagsins og mynda samfélög í samfélaginu, sem svo fara að gera sérkröfur. Svo koma islamistarnir og hreiðra um sig í þessum samfélögum. Þá hefur maður yfrir höði sér fólk sem hefur sitt fram með því að hóta að drepa alla sem ekki lúta vilja þeirra. Ég er alveg sammála því að við stöndum frammi fyrir ógn frá fólki sem hefur það að markmiði sínu að troða islam upp á heimsbyggðina. Þetta fólk fyrirlítur okkur og lítur á okkur sem vantrúað skítapakk.
Ég álít að við þurfum að vera á verði og gera ráðstafanir til að verja frelsið. Líðræði, málfrelsi og trúfrelsi er ekki á dagskrá hjá þessu fólki.
Theodór Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.