4.6.2008 | 10:39
Pólitískt morð?
Magnús Þór Hafsteinsson, maðurinn sem fann það út að ekki væri forsvaranlegt að hýsa 30 flóttamenn á Akranesi sökum lélegs undirbúnings yfirvalda, er enn og aftur búinn að finna snöggan blett á Samfylkingunni.
Nú er það dráp ísbjarnarins sem setur Þórunni umhverfismálaráðherra á sakabekkinn. Öfugt við afstöðu Magnúsar í flóttamannamálinu - þá reynist Magnús nú hafa ráð undir rifi hverju. Hann gerir sér lítið fyrir og birtir nákvæman aðgerðalista um það hvernig hefði mátt bjarga bangsa. Ég er sammála Magnúsi, það hefði verið skemmtilegra fyrir björninn og þjóðina ef menn hefðu náð honum lifandi. En ég sé ekki betur en að niðurstaða Magnúsar sé sú að hér hafi verið framið pólitískt morð og að Samfylkingin sé útötuð í bjarnarblóði, nánast staðin að verki.
sjá: http://magnusthor.eyjan.is/
Nú er það dráp ísbjarnarins sem setur Þórunni umhverfismálaráðherra á sakabekkinn. Öfugt við afstöðu Magnúsar í flóttamannamálinu - þá reynist Magnús nú hafa ráð undir rifi hverju. Hann gerir sér lítið fyrir og birtir nákvæman aðgerðalista um það hvernig hefði mátt bjarga bangsa. Ég er sammála Magnúsi, það hefði verið skemmtilegra fyrir björninn og þjóðina ef menn hefðu náð honum lifandi. En ég sé ekki betur en að niðurstaða Magnúsar sé sú að hér hafi verið framið pólitískt morð og að Samfylkingin sé útötuð í bjarnarblóði, nánast staðin að verki.
sjá: http://magnusthor.eyjan.is/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég ákvað nú að spyrja hann að því á síðunni hans af hverju hann legði þyngri áherslu á að bjarga bangsanum heldur en flóttafólkinu. Fannst hann ekkert taka því alltof vel....skrítið.
Pétur Fannberg Víglundsson, 4.6.2008 kl. 14:34
Það kemur því við á þann hátt að ég skil ekki forgangsröðunina hjá manninum. Hann gjörsamlega tapar sér yfir því að þessi ísbjörn skuli drepinn og telur upp hvernig best hefði verið að bjarga honum. Sú aðgerð hefði kostað tíma og peninga auk þess að í því hefði verið fólgin ákveðin áhætta.
Þessi sami maður er svo ekki tilbúinn að fórna tíma, peningum og einhverri áhættu í það að bjarga flóttafólki sem býr við agalegar aðstæður.
Og já...ég er fáránlega sniðugur.
Pétur Fannberg Víglundsson, 4.6.2008 kl. 14:52
Pétur:
Svarið er auðvitað mjög einfalt. Bangsi er ekki múslimi.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:27
Magnús er alltaf á veiðum - ekki bjarndýraveiðum - heldur atkvæðaveiðum. Skothríð hans á Samfylkinguna hittir ekki í mark. Lögreglan á staðnum tók ákvörðun um drápið skv. sínu mati á aðstæðum - en ekki umhverisráðherra. En klofningurinn í Frjálslynda flokknum verður sífellt alvarlegri. Fyrst vegna flóttamanna og nú vegna ísbjarnarins. Hér er innleg Sigurjóns flokksbróður Magnúsar:
„Auðvitað á að aflífa dýrið
Það er lítið vit í því að ætla að fara að ná ísbirninum sem er í næsta nágrenni við Sauðárkrók lifandi.“ Þetta er ekki fallega sagt um flokksbróður sinn „lítið vit“
En verst er að Sigurjón er hér kominn á sakamannabekkinn hjá Magnúsi ásamt Samfylkingunni.
Hvaða skotfæri finnur Magnús næst til þess að bauna á Samfylkinguna?
Hjálmtýr V Heiðdal, 4.6.2008 kl. 16:08
Þeir eru góðir talsmenn Frjálslyndra. Mjög frjálslyndir og eitthvað fyrir alla í þeim flokki.
En auðvitað má ekki gleyma því að björninn var hvítur, það ræður afstöðu Magnúsar.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 22:31
Það er alveg skelfilegt þegar fólk í sama stjórnmálaflokki er ekki alveg sammála. Spurning hvort herra Heiðdal geri kröfu um að allir séu alltaf sammála. Svona öfgakennd skoðun hjá einhverjum sem vill taka við sem flestum ó-kolefnisjöfnuðum einstaklingum allt frá Timbuktú til Palenstínu dæmir sig algjörlega sjálf.
Björn Heiðdal, 5.6.2008 kl. 07:32
Hvaða herra Heiðdal er verið að ræða um?
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.6.2008 kl. 12:02
Sæll Magnús. Ertu með email sem má senda á smá orðsendingu?
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:15
Ekki Magnús, Hjálmtýr V Heiðdal vitanlega. Afsakaðu þetta, veit ekki hvaðan þessi Magnús eiginlega kom :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.6.2008 kl. 01:17
Mér leiðast pólitíkusar oftast fyrir þær sakir að í stað þess að safna atkvæðum og auka hróður sinn með eigin ágæti fara þeir þá lúalegu leið að benda stöðugt á mislukkun annarra pólitíkusa. Auðvitað væri gott að bjarga ísbirni. En ég kysi frekar að bjarga flóttafólki.
Ylfa Mist Helgadóttir, 7.6.2008 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.