9.6.2008 | 10:01
Obama bummer
Í bloggi mínu þ. 22. maí fjallaði ég um Obama og þær vonir sem við hann væru bundnar. Þar skrifaði ég að afstaða hans til málefna Miðausturlanda væri vafasöm eftir að hann lýsti sig gallharðan (Stahlwart) stuðningsmann Ísrael.Nú hefur hann gengið enn lengra og lýst því yfir að Jerúsalem skuli vera óskipt höfðuborg Ísrael: "Jerusalem will remain the capital of Israel, and it must remain undivided." Hér hefur hann gegnið lengra en sjálfur Bush sem hefur tekið tillit til þess að það er ein meginkrafa Palestínumanna að Jerúsalem sé einnig þeirra höfuðborg. Þessi yfirlýsing Obama sýnir að ákafi hans til að þóknast Ísraelslobbíinu og reynsluleysi hefur leitt hann í gildru Síonista. Enda vöktu þessi ummæli hans gleði meðal þeirra.Obama hefur eftir því sem best verður séð reynt að klóra eitthvað yfir þessi afglöp en raunveruleg stefna hans á eftir að koma betur í ljós.
Sjá nánar: www.huffingtonpost.com/daoud-kuttab/so-sad-to-see-obama-surre_b_105604.html
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég er sammála, ég varð dauðskelkuð. þetta er mikið áhyggjuefni
Aðalheiður Ámundadóttir, 9.6.2008 kl. 11:12
Samkvmt þessu verður auðfengin leyfin til ða ráðast á Íran.
Átti fullt í fangi með að halda rósemi minni, þegar sú kona sem úthúðaði Obama sem spjátrung yfirlætisfullum snobbara, sem ekkert þekkti til aðstæðna verkamanna, kvenna og Rómanska innflytjenda, breyttist í að dásama hann sem frelsara (nánast) Demókrata í BNA og boebera nyrra tíma.
Sér er nú hver nýtíma-isminn he´r.
Miðbæjaríhaldið
treystir ekki neokkrum manni, sem er á mála hjá Olmert og félögum
Bjarni Kjartansson, 9.6.2008 kl. 11:21
Það er ekkert skrítið að Obama vilji þóknast "vinum" Ísraels. Hann á litla möguleika á kosningu án stuðnings þeirra. Ég rakst á smá grein í Washington Post eftir einhvern háskólakall. Hann er nýlega búinn að gefa út bók þar sem hann hvetur til sameiginlegs ríkis gyðinga og araba í Ísrael/Palenstínu. Hann fékk boð um að halda fyrirlestur í bókabúð sem síðar var afturkallað með þeim skilaboðum að hans skoðanir þóknuðust ekki eigendum hennar.
Bandaríska háskólasamfélagið er ekki lengur vetvangur frjálsa skoðannaskipta milli vitiborna manna. Nei, nei, land hinna frjálsu á meira skylt við Hvíta Rússland og Zimbabe. Herlög í höfuðborg hinna frjálsu samkvæmt frétt á RÚV segir allt sem segja þarf.
Björn Heiðdal, 9.6.2008 kl. 12:39
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer. Ég veit að Obama hefur verið í sambandi við Palestínumenn í BNA og á að hafa vissa þekkingu á þeirra málum. Blökkumenn í BNA hafa verið gagnrýnir á Ísrael vegna stuðnings þeirra við rasistan sem réðu S-Afríku. Presturinn sem Obama sagði skilið við var opinskár um þetta.
Árni - þú ert Bernhöft, þá erum við líklega frændur (ásamt Birni hér fyrir ofan) þar sem
langamma mín var Marie Bernhöft.
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.6.2008 kl. 14:33
Obama er bara enn einn síonistaleppurinn.
"""As president I will implelement a Memeorandum of Understanding to provide $30 billion in [defense] investments to Israel - not tied to any other nation."""
http://www.motherjones.com/mojoblog/archives/2008/06/8560_obama_at_aipac.html
Baldur Fjölnisson, 9.6.2008 kl. 15:35
Heill og sæll; Hjálmtýr og aðrir skrifarar !
Hygg; að þú hafir talsvert, til þíns máls, hér að ofan, Hjálmtýr.
Það kann ekki góðri lukku að stýra; fyrir Vesturlönd, að andskotast, út í eitt, í heimalöndum Múhameðskra; og vel að merkja,, hinum ört fækkandi kristnum mönnum, í Mið- Austurlöndum, lítill greiði gerður, með því ráðslagi, sem bandarískir heimsvaldasinnar iðka, af kappi miklu, þar sem viðar. Dapurlegt; hversu Júðar (Gyðingar) eru þeim fylgispakir, hvar þeir ættu jú að vera meðvitaðir um, að Bandaríkjamenn væru, með atferli öllu, að grafa, undan Ísraelsríki sjálfu, með; ekki gleyma Hjálmtýr;;! atfylgi ESB leppríkja sambandsins, í Brussel, vel að merkja, að stærstu leyti.
Þetta; m.a., ýtir undir vaxandi uppivöðslusemi Múhameðskra, hér á Vesturlöndum, hvað bitnar einnig á þeim ríkjum, hver ekki fylgja Washington böðlaveldinu, að málum.
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 20:38
Sæll Hjálmtýr
Mig langar að fá smá upplýsingar hjá þér sem varða heimildamyndagerð eða fá þig í samstarf. Það væri best ef ég gæti haft samband við þig á e-mail (ég bý erlendis), gætirðu sent mér e-mail á sigurleifsson@gmail.com og ég get þá sent þér spurningarnar mínar. Þetta hefur með heimildamynd í miðausturlöndum að gera en ég vil ekki tala meira um það á opinberum miðli.
Kristján Orri Sigurleifsson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.