17.6.2008 | 11:16
Íþróttarásin RÚV
Það hefur oft verið rætt opinberlega að RÚV ætti að koma sér upp sérstakri íþróttarás í stað þess að láta íþróttirnar sífellt ryðja venjulegri dagskrá af skjánum. Ég held að þessi umræða sé ekki í réttum farvegi. Það er nefnilega staðreynd að RÚV er löngu orðin að íþróttarás. Ekkert sjónvarpsefni nýtur sama forgangs og þegar íþróttir eru annarsvegar virðist aldrei skorta peninga.
Á hvaða sviðum keppir RÚV við Stöð 2? Aðalslagurinn hefur staðið um Formúluna og enska boltann! Stöð 2 er fremri í gerð framhaldsþátta (Pressan, Nætur- og Dagvaktin) og almenns efnis um Íslendinga (Sjálfstætt fólk). Og svo stálu þeir Formúlunni!
Í rauninni ætti Sjónvarpið að vera sjónvarpsútgáfa af Rás 1. Meginefnið: Menning og menntir. Og svo, ef þörf krefur, má setja á laggirnar sérstaka íþróttarás. Það er ekki mikið mál sbr. allr rásirnar sem 365 miðlar reka.
Á hvaða sviðum keppir RÚV við Stöð 2? Aðalslagurinn hefur staðið um Formúluna og enska boltann! Stöð 2 er fremri í gerð framhaldsþátta (Pressan, Nætur- og Dagvaktin) og almenns efnis um Íslendinga (Sjálfstætt fólk). Og svo stálu þeir Formúlunni!
Í rauninni ætti Sjónvarpið að vera sjónvarpsútgáfa af Rás 1. Meginefnið: Menning og menntir. Og svo, ef þörf krefur, má setja á laggirnar sérstaka íþróttarás. Það er ekki mikið mál sbr. allr rásirnar sem 365 miðlar reka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
RÚV er íþróttarás með menningarlegu ívafi, það er alveg rétt. Þeir ættu að hætta þessu menningavafstri og einbeita sér að íþróttunum!
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 19.6.2008 kl. 18:34
Ekki get ég tekið undir með þér. RÚV er með besta menningarþáttinn, Spaugstofan, og er það miklu meira en nóg. Það ætti jafnvel að liggja niður fréttastofuna og hafa Karl Ágúst og félaga öll kvöld.
Björgólfur S. Heiðdal (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.