
Barack Obama frambjóðandi fór til Ísrael um daginn. Þar lagði hann sig fram við að sannfæra gestgjafa sína um staðfastan stuðning sinn við Ísraelsríki. Hann fór, líkt og Ingibjörg Sólrún, til þorpsins Sderot og fékk áprentaðan bol að gjöf eins og m.f. mynd sýnir. Það sem er sláandi við þessa ferð Obama er það að hann heimsækir táknmynd um hryðjuverk Palestínumanna gegn Ísrael en minnist ekki á hrikalegt hlutskipti Palestínumanna. Þetta er ótrúleg hræsni hjá manni sem nú sækist eftir æðsta embætti BNA. Ísraelski herinn er búinn að leggja 18,000 hús í rúst, það er búið að byggja tvö risafanglesi til að hýsa Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gaza. Þar hýrast 5 milljónir manna án allra grundvallarréttinda. Svo fer Obama í Ísraelskt þorp sem hefur verið skotmark heimatilbúinna eldflauga sem hafa ekki náð að valda miklu tjóni í samanburði við hrikalegar aðgerðir Ísraela. Hvílík hræsni hjá þessum manni. Og við hlið hans stendur Ehud Barak landvarnarráðherra Ísrael, maðurinn sem þóttist ætla að semja við Arafat, en lét á sama tíma stækka landtökubyggðir á Vesturbakkanum sem aldrei fyrr.
Athugasemdir
"Undarlegur haugur", eins og Gísli gamli var vanur að segja.
Júlíus Valsson, 4.8.2008 kl. 23:37
Smá viðbót..
E.t.v. var það bara klókt að vera ekkert ð blaðra um Palestínu á þessu stigi. Karlinn er óvitlaus.
Júlíus Valsson, 5.8.2008 kl. 00:46
Hann er ekki góður stjórnmálamaður ef hann villir á sér heimildir. Það voru að vísu fréttir um það í útvarpinu í morgun að hann snérist eins og vindhani í ýmsum málum. Hvað verður ef hann kemst í forsetastólinn? Hann eyddi heilum 45 mínútum hjá Palestínumönnum í þessari heimsókn og sagðist ætla að vinna að friði frá fyrsta degi sem forseti. En ég treysti engu fyrr en ég tek á því.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.