4.8.2008 | 15:53
Rektorstorg
Rektor Listaháskólans hefur sagt að án torgsins fyrirhugaða fyrir framan Listaháskólabygginguna við Laugaveg muni skólinn ekki tengjast nægilega við mannlífið. Ég hef skoðað þetta torg rektorsins á myndum og mér sýnist það álíka mikið torg og stéttin fyrir framan Bónus í Kjörgarði. Að fórna tveimur fallegum húsum fyrir þetta rektorg er fáránleg hugmynd. Ég skil vel þá afstöðu að skólinn þurfi að tengjast við mannlífið og mér líst vel á að hafa hann við Laugaveg. Ég stundaði nám í forvera skólans, Myndlista- og handíðaskólanum og var einnig í listaskóla sem er staðsettur í miðborg Gautaborgar. Það var gott að vera í miðborginni og ég tel að miðborg Reykjavíkur verði betri eftir að skólinn hefur starfsemi þar. En það verður að koma honum fyrir án þess að fórna því sem einkennir miðborgina. Ég sé að í tillögum sem voru nr. 2 og 3 í samkeppninni eru gömlu húsin látin standa og það virðist vandræðalaust.
Svo vil ég benda mönnum á stórgóða grein eftir Snorra F Hilmarsson, formann Torfusamtakanna, í Morgunblaðinu þ. 28. júlí s.l.. Fyrirsögnin er Hvítur fíll með hótanir
Torgið við Kjörgarð
Húsin sem eiga að víkja fyrir torginu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Facebook
Athugasemdir
Þetta yrðu þvílík mistök, sem yrðu aldrei aftur tekin.... þetta má bara ekki eiga sér stað!!!
Edda (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 01:27
Það er von ef Ólafur borgarstjóri er staðfastur. Ég styð hann ekki í öllu, en hann er samt minn maður í húsverndunarmálum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2008 kl. 11:23
Þetta eru skelfilega ljót hús eins og reyndar Kjörgarður. Það væri ágætt að rífa þau öll. Vona að Torfusamtökin nái ekki að vinna meira tjón á miðborginni en þau hafa þegar gert. Það væri skelfilegt!
IG (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 15:43
IG virðist vera einhverskonar Emma öfugsnúna. Torfusamtökin hafa það á sinni afrekaskrá að hafa dregið úr skemmdarstarfseminni sem réði í miðbæ Reykjavíkur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.