Stuð hjá Staksteinum

Stundum verð ég alveg hlessa þegar ég les Staksteina Morgunblaðsins. Ég átta mig ekki alltaf á því hvort höfundurinn er að grínast eða bara svona viðutan. Í morgun er umfjöllun um frétt sem ég fann hvergi í Morgunblaðinu en sá svo í Fréttablaðinu. Fréttin er um tvær íslenskar stúlkur, ungliða úr Samfylkingunni, sem lögðu í reisu til Ísrael og Palestínu en voru handteknar á flugvellinum og haldið þar klukkutímunum saman við yfirheyrslur og rannsókn. Þetta er ekki frétt í sjálfu sér. Ég fékk að kynnast þessu sjálfur þegar ég fór um þessar slóðir. Þetta er eiginlega regla frekar en undantekning. En skoðum nú umfjöllun Staksteina í dag, 5. ágúst: „Ísrael telur sig vera frjálslynt lýðræðisríki. Ísraelskum stjórnvöldum er mikið í mun að dregin sé upp slík mynd af þeim í vestrænum fjölmiðlum. Þetta á ekki sízt við þegar kemur að deilum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Hvers vegna gera stjórnvöld í Ísrael þá þvílíka reginvitleysu og að taka íslenzka ungliða, sem ætluðu í upplýsingareisu til að kynna sér deiluna frá báðum hliðum, úr umferð við komuna til landsins, yfirheyra þá og krukka í fartölvurnar þeirra? Þetta er þarflaust, vitlaust og eingöngu til þess fallið að skapa neikvæða ímynd af Ísraelsríki hér á Íslandi.“Það er einskonar umvöndunartónn hjá Staksteinum, eins og höfundurinn sé í fullri vinsemd að reyna að benda Ísraelum á það að þeir séu að gera mistök með þessu framferði. Og skemma þar með þá ímynd að Ísrael sé í raun „frjálslynt lýðræðisríki“ . En ríki sem byggir á mismunun þegnanna eftir trú og uppruna er ekki „frjálslynt lýðræðisríki“ Ríki sem rænir landi granna sinna, stendur fyrir skipulögðum morðum utan laga og réttar er ekki „frjálslynt lýðræðisríki“. Ríki sem brýtur alla alþjóðasamninga sem það kemst yfir að brjóta er ekki „frjálslynt lýðræðisríki“ Ríki sem heldur 5 milljónum manna innilokuðum bak við múra og gaddavír án allra réttinda er ekki „frjálslynt lýðræðisríki“. Staksteinar telja þetta þarflaust og vitlaust og skapi neikvæða mynd af Ísraelsríki hérlendis.Spyrja má hvort enn sé til venjulegt fólk á Íslandi sem telji Ísrael til frjálslyndra lýðræðisríkja. Þeir sem styðja málstað Ísraels hér gera það á allt öðrum forsendum, þeir styðja það ýmist á trúalegum forsendum eða vegna haturs á arabaþjóðum. Þeim er skítsama um frjálslyndi og lýðræði. Ísraelsríki komst á legg m.a. vegna mikils stuðnings frá alþjóðahreyfingu jafnaðarmanna. Hinir ungu íslensku jafnaðarmenn sem Staksteinar fjalla um fá nú að kynnast því af eigin raun hversu illa var staðið að málum þegar Sameinuðu þjóðirnar samþykktu að stofna ríkið á landi annarrar þjóðar.

Staksteinar-grab


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Frábær skrif hjá þér Hjálmtýr! Eins og þú bendir réttilega á á Ísrael langt í land með að geta talist "frjálslynt lýðræðisríki"

Svo vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir sérlega góðar blaðagreinar undanfarið um málefni Palestínumanna

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.8.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæl Kristín

Takk takk.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.8.2008 kl. 11:21

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Öllum sem hafa kynnt sér málefni Ísraels, ætti ekki að koma neitt á óvart þetta atvik sem Staksteinar eru með til umræðu.  Það að ætla að fara til Palestínumanna er stórlega vafasamt í ísraels augum.  Fólk getur alveg átt von á því að vera hakkað bara í allskyns einkennilegum yfirheyrslum  þar sem spurningar verða því fáránlegri sem yfirheyrslan er lengri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.8.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég segi eins og Kristín þakka þér fyrir greinarnar þínar og þennan pistil.

María Kristjánsdóttir, 6.8.2008 kl. 00:57

5 identicon

ég veit um einn gaur sem er ósammála þér. hann býr nálægt mér...híhí...

dóttir 1 (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég veit um hvern þú ert að skrifa. Hann er einn af þeim sem trúir á Ísrael í blindni - blindri trú.

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.8.2008 kl. 11:44

7 identicon

Ekki veit ég yfir hverju Mogginn er að kvarta.  Ísrael þarf að verja sig öllum stundum og yfirheyrslur á útlendingum eru nauðsynlegar.  Það þarf að ganga úr skugga um að viðkomandi hafi ekki neitt illt í hyggju bæði meðvitað eða ómeðvitað.  Þeir sem heimsækja Palenstínu eru oft móttækilegir fyrir hryðjuverkaáróðri Hamas og annarra hryðjuverkamanna.  Gagnvart þessu fólki þarf Ísrael að róa lífróður hvern einasta dag.  Hitler, Amadinajad og íslensk ungmenni kunna ekki að meta gjafmildi gyðinga.

Svo verð ég líka að benda á þá staðreynd að ísraelski herinn er sá her í öllum heiminum sem kemur best fram við fórnarlömb sín.  Öll börn og gamalmenni sem hann drepur óvart eru drepin á mannúðlegan hátt.  Og auðvitað allt Hamas og öðrum hryðjuverkamönnum að kenna sem skýla sér á bak við almenning.  Þvílík hræsni og óréttlæti.

Ef Ísrael kærði sig um gæti það þurrkað Ísland út af landakortinu.  En Ísrael hefur einmitt ekki gert það ennþá og sýnir það vel hversu almennilegt fólkið í Ísrael er.  Ef Amadinajad væri forsætisráðherra Ísraels væri hann búinn að ráðast á miklu fleiri þjóðir og drepa miklu fleiri en núverandi stjórnvöld í Ísrael.  Þetta sýnir í hnotskurn hversu vel meinandi almenningur og stjórnvöld eru í Ísrael. 

Vinur Ísraels (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 17:43

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

„Vinur Ísraels“ virðist mikill grínari - og setur mann í sama vanda og Staksteinar gera. Það er ekki hægt að skera úr um hvort hann meinar það sem hann skrifar eða beitir öfugmælastíl. En ástandið í Ísrael er frekar í þeim stíl - t.d. tala forystumenn þeirra sífellt um frið og samninga um frið en herða tökin og landránið samtímis. Kanski er „vinurinn“ smitaður af þeim djöfulskap.

En ég tel að eftirfarandi skrif komi upp um „Ísraelsvininn“: „Öll börn og gamalmenni sem hann (ísraelski herinn) drepur óvart eru drepin á mannúðlegan hátt.“

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.8.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband