10.8.2008 | 17:53
Sól og vindur
Þegar ég geng um miðbæ Reykjavíkur (ég bæði bý og starfa þar) í góðviðrinu sem ríkt hefur í sumar þá sé ég að það er mikil eftirspurn eftir sólskini hér. Allstaðar þar sem hola má niður stól og borði á gangstétt eru veitinga- og kaffihús búin að stilla þeim upp og allt fyllist jafnóðum af innlendum sem erlendum gestum. En á sumum stöðum er þetta ekki gerlegt þar sem búið er að byggja 3-5 hæða hús sunnan megin við Laugaveg eða Austurstræti. Eldri og jafnframt lægri húsin hleypa sólinni niður til fólksins á gangstéttinni en þau stóru skyggja á. Og þar sem stærri hús hafa verið byggð beggja vegna götunnar, líkt og í vesturenda Austurstrætis, þar ríkir skugginn. Og þar nær vindurinn sér líka á strik. Það er búið að byggja nokkur skuggahús sunnanmegin við Laugaveginn og það eru fleiri í undirbúningi. Hótelið sem átti að byggja á reitnum sem R-borg keypti neðst við Laugaveg hefði orðið skuggahús.
Sem betur fer er búið að stöðva þau áform. Sólin er forsenda lífsins á jörðu - og hún er líka lífgjafi miðborgarinnar eins og dæmin sanna. Vonandi skilja íslenskir húsahönnuðir og byggingameistarar þetta fyrr en síðar.
Sem betur fer er búið að stöðva þau áform. Sólin er forsenda lífsins á jörðu - og hún er líka lífgjafi miðborgarinnar eins og dæmin sanna. Vonandi skilja íslenskir húsahönnuðir og byggingameistarar þetta fyrr en síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.