Hinn Bitri sannleikur?

Ég er að eðlisfari forvitinn og fréttafíkill í ofanálag. Samstarfsslit Sjálfstæðismanna við Ólaf F fyllir fréttatímana um stund. Ég fylgist með og reyni að átta mig á þessu uppistandi og orsökum þess. Sjónvarpsstöð Morgunblaðsins birtir viðtal við Hönnu Birnu og ég hlusta. Hvað er hún að segja – ætlar hún að upplýsa mig um málið? Skil ég þetta allt eftir að hafa hlustað?Hvað sagði hún?

Hér er mikilvægasti hluti viðtalsins:

„Fréttamaður: Af hverju slituð þið samstarfinu?  Hanna Birna: Vegna þess að það hefur verið í dálítið langan tíma svona ákveðinn ágreiningur uppi um stór og mikilvæg mál. Okkur finnst eins og framtíðin blasi ekki alveg við, okkur finnst að ágreiningurinn um ákveðin grundvallaratriði hafi verið það mikill. Og svo er Ólafur sterkur og mikill prinsipmaður og það kemur engum á óvart.  Það var svona að okkar mati skortur á ákveðinni málamiðlun og ákveðin mál hér á vettvangi borgarstjórnar sem þarf að skapast kyrrð um sett í óþarflega mikinn átakafarveg.

Fréttamaður: Hafði ráðning Gunnars Smára ekki áhrif?.

Hanna Birna: Nei, hún hafði engin áhrif á það.  

Fréttamaður: Vilduð þið að Ólafur hætti sem borgarstjóri og þú tækir við?

Hanna Birna: Við kröfðumst einskis, við ræddum allskonar kosti og við ræddum þann vilja okkar að gera breytingar til að tryggja það að við næðum betur utan um þetta allt saman. Hann var eðlilega hugsi yfir slíkum breytingum og tók ekki undir þær miklu áhyggjur sem við höfðum. Þannig að það bara skilaði sér í þessari niðurstöðu. Og hún er auðvitað, og ég ítreka það, að mörgu leyti sásaukafull fyrir okkur. Við höfum átt persónuleg og að mörgu leiti mjög góð samskipti við Ólafs F Magnússon. Ég ítreka að þetta snýst ekki um hans persónu.“

Gott og vel – það er ekki persóna Ólafs sem gerði útaf við samstarfið. En framtíðin blasir ekki við í samstarfi við sterkan prinsipmann og deilt er um ákveðin grundvallaratriði og það skortir málamiðlanir af hálfu Ólafs og mál lenda í átakafarvegi. Málefnasamningurinn (http://xdtemp.kapital.is/?action=grein&id=4255) hét Velferð og öryggi. Þar hljóta að vera einhver mál sem braut á. Annar hvor aðilinn hefur skipt um skoðun á einhverjum hluta málefanasamningsins. Í einhverju ákveðnu grundvallaratriði.   En hvaða mál eru það sem skiptu sköpum? „Ágreiningur um svona stór og mikilvæg mál“Hvar fæ ég upplýsingar um þetta allt saman? Ekki í ofanrituðu viðtali. Ekki með því að skoða málefnasamninginn. Ólafur F Magnússon segist hafa verið gabbaður. Er verið að reyna að gabba mig líka? Eru verktakarnir að ná tangarhaldi á stjórn borgarinnar? Er það hinn Bitri sannleikur?

Hér er svo málefnasamningur Villa og Björns Inga sem verður víst grundvöllur hins nýja samstarfs. Hvar liggur ásteytingarsteinninn grafinn?http://www.rvk.is/PortalData/1/Resources/skjol/frettir/Málefnaáherslur_B_og_D_1.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Það er auðvaldið sem stjórnaði Reykjavík í gegnum árin því leið ákaflega illa undir stjórn R listans  eftir síðustu kosningar sá það ljósið aftur í formi Vilhjálms en tímarnir eru breyttir fólkið fékk að kynnast öðrum stjórnarháttum í 12 ár Krampakenndar tilraunir íhaldsins til að halda völdum verða úr sögunni eftir næstu kosningar þá verður hrópað aldrei aftur íhald!!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 15.8.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er ábyrgðin kannski Ólafs að plata sjálfsstæðismenn til að skrifa upp á málefnasamning sem baklandið gat ekki sætt sig við ?

Sigurður Þórðarson, 15.8.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Var Hanna Birna alin upp af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir í skipulagsmálum? Hvernig í ósköpunum gat öll þessi Vatnsmýrar-Mýragötu og slippfélagsreits samkeppnis þvæla tekið bólfestu í hausnum á henni? Ég bara spyr, ég hélt að hagsmunir borgarbúa væri aðal málið en ekki skyndigróði fjárfesta.

Sturla Snorrason, 16.8.2008 kl. 00:34

4 identicon

Þó Ólafur hafi verið gallaður greyið þá gerði hann eitt gott.  Hann gerði ekkert af sér á meðan.  Í dag virðist það vera keppikefli stjórnmálamanna að gera óskunda og vitleysu.  Hvergi í heiminum er hægt að finna fleiri dæmi um slíkt en einmitt hér í höfuðborg landsmanna.  Stærsta ruglið er hringbrautinn og öll garnaflækjan sem tilheyrir henni.  Væntanlegt hátæknisjúkrahús er dæmi um ranga staðsetningu.  Hvaða kjána dettur í hug að byggja sjúkrahús sem verður að vera eins flatt og mögulegt er vegna flugvallar við hliðina á því.  Flugvallar sem allir eru sammála um að færa eftir 15-20 ár.  Væri ekki nær að hugsa málið í heild sinni og hanna sjúkrahús sem getur verið nokkrar hæðir upp í loftið með tilheyrandi lóðasparnaði.

Síðan má ekki gleyma Bitruvirkjun en sú bitra pilla var ætluð nefgöngum Hvergerðinga.  Hverskonar stjórnmálafólki dettur í hug að senda eld og brennistein yfir nágrannabæi.  Vilhjálmur, Dagur og Hanna Birna eru allt fólk sem veður ekki í vitinu þegar kemur að ákvarðanatöku mörg ár fram í tímann.  Ólafur F. er hins vegar sú týpa sem stoppar alla vitleysuna og gerir ekkert.  Hann veit að hæfara fólk með framtíðarsýn á kannski eftir að fæðast aftur á Íslandi.

Smith (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 07:56

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Er ekki líka í þessari umræðu búið að gjaldfella mörg orð, eins og traust og heilindi? Hvernig getur samstarf sem lagt er upp með til fjögurra ára en deyr drottni sínum innan eins og hálfs árs verið traust? Hvernig?! Og nú mun ég, eins og þú, fylgjast spennt með hvað gerist í Bitruvirkjunarmálum og fleirum sem einhugur var um í 200 daga málefnasamningnum. Hver er sannfæringin í ýmsum þessara mála, líka orkuútrásinni? Hvað merkja þessi fallegu orð, heilindi og árangur, ef nýr málefnasamningur tekur 180° beygju?

Svörin er kannski að finna í Edinborg.

Berglind Steinsdóttir, 16.8.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kanski var þessi málefnasamningur sem Ólafi þótti svo góður aldrei merkilegri en upphafssetningin

„Borgarfulltrúar F-listans og Sjálfstæðisflokksins munu eiga með sér meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur til loka kjörtímabilsins“

Sjálfstæðisflokkurinn náði því sem hann stefndi að - að sprengja Tjarnarkvartettinn og komast til valda á ný. Ólafur var í rauninni peð í valdataflinu. Það verður að teljast merkilegt bragð hjá Valhallarmönnum að gera peðið að kóngi um tíma. En valdatafl lýtur sínum sérstöku leikreglum: það er allt leyfilegt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.8.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband