Krónan verður safngripur

kronanÁ að framlengja vitleysuna. Það eru enn til stjórnmálamenn sem vilja ekki ræða aðildarviðræður við ESB! Þeir sem skoða málin af yfirvegun sjá auðvitað að það eru ekki aðrar leiðir en innganga í ESB og upptaka Evru. Nema ef menn vilja búa áfram við gjaldeyri sem verður meðhöndlaður eins og holdsveikisjúklingur. Íslendingar verða að horfast í augu við það að krónan á ekki framtíð. Nema sem safngripur. Hún er ónýt - búin - brotlent - basta. Á ég að skrifa þetta með fleitur letri? Það er lífsspursmál fyrir land og þjóð að hér verði ekki stórfelldur landflótti ungs fólks. Það mun enginn upplýst manneskja geta sætt sig við að sitja hér og reyna að stunda viðskipti eða launavinnu við þau furðulegu kjör sem hér munu bjóðast ef Ísland tekur ekki skrefið til Evrópu. Andstæðingum ESB aðildar verður tíðrætt um fullveldi og fisk. Þeir ýkja auðvitað afdrif fullveldisins en geta ekki svarað því hvers virði fullveldið verði ef hér á að ríkja vonlaus einangrunarstefna sem ungir Íslendingar munu kjósa gegn með flugfarseðli. Aðra leiðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Og heldur þú virkilega að innganga í ESB yrði sjálfkrafa til þess að landið yrði ekki rekið eins og bananalýðveldi?

Ef hæfir menn myndu stjórna Íslandi værum við ekki í neinni krísu.

Púkinn, 15.10.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Bananar munu verða ódýrari. En í alvöru - mannavalið verður hið sama en möguleikarnir til þess að lenda í núverandi ástandi verða minni í ESB. Hversu vitlausir sem stjórnendur okkar verða. Það er staðreynd að stjórnendur landsins hafa tekið margar rangar ákvarðanir sem hafa, ásamt alþjóðaástandinu, komið okkur í klípu. Ef við hefðum haft vit á því að koma okkur í ESB þá værum við betur sett í dag. Það er ekki neinn vafi á því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.10.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Styðjum ESB og mannrétindabrot Ísraels á saklausu fólki.  ESB hefur stutt Ísrael með ráðum og dáð síðustu ár.  Værir þú ekki til í að rifja upp þessa hlið ESB fyrir aðra áhugamenn um landráð.

Björn Heiðdal, 15.10.2008 kl. 18:51

4 identicon

Hef um nokkra stund fylgst með skrifum þínum og haft gaman af, en andsk.... að ég ætti eftir að sjá gamlan félaga (Mao komma) skrifa svona um ESB það hefði mig ekki órað fyrir. Reyndar sannfærðist ég um ágæti ESB fyrir okkar litla þjóðfélag fyrir morgum árum.

Krónu garmurinn okkar er því miður allt of lítill gjaldmiðill til þess að geta verið gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum

Jón Eiríksson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband