Truntan hnýtur

HrossPrófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er enn kominn til að skýra ástandið fyrir okkur ráðvilltum Íslendingum. Nýjasta afrek prófessorsins birtist í Fréttablaðinu 31.okt. Þar skimar hann um víðan völl til að finna skýringar og sökudólga. Prófessor Hannes finnur fast land á Bessastöðum og eignarhaldi fjölmiðla. Hann kemst ekki lengra, fortíðin er honum lokuð bók. Einkar hentugt fyrir þá sem vilja klippa og líma „veruleikann“ eftir eigin geðþótta svo að myndin sem birtist hniki ekki trúnni. Heimsmyndin, blind trúin á auðhyggjuna, má ekki raskast. Prófessorinn skrifar: „Sá gæðingur, sem kapítalisminn getur verið beislaður, breyttist í ótemju“. Truntan hnýtur, knapinn af baki, en enn skal talað um gæðing. Sá hrossabóndi sem þekkir ekki gæðing frá truntu og neitar að taka mark á staðeyndum, verður aldrei hátt skrifaður. Hann verður í besta falli tilefni til góðlátlegs aðhláturs. Trunta auðhyggjunnar hefur hvað eftir annað tekið kollsteypur. Sú sem við eigum nú að súpa seiðið af er djúp. En hún er engin nýjung og skýringar truntusérfræðinga duga skammt og nýtast ekki við endurreisnina. Oftrú á auðmagnið og einkaframtakið undir merkjum Sjálfstæðisflokksins leiddi þjóðina fram á hengibrún. Ef hið „nýja Ísland“ á að standa undir nafni þá verður að ýta frjálshyggjunni út af borðinu. „Fólk í fyrirrúmi“ er misnotað slagorð – bæði af fyrirtækjum og stjórnmálaflokkum. Reynum að gefa því raunverulegt inntak. Fólkið – það erum við. (Myndin er eftir Tryggva Magnússon sem teiknaði fyrir gamla Spegilinn)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergrún Íris Sævarsdóttir

"Sá hrossabóndi sem þekkir ekki gæðing frá truntu og neitar að taka mark á staðeyndum, verður aldrei hátt skrifaður."

Vel mælt!

Bergrún Íris Sævarsdóttir, 1.11.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er ekki kallinn líka í bankaráði Seðlabankanns... sem vekur upp spurninguna, hvað gerir bankaráð Seðlabankanns og hvað fá menn í laun fyrir setu í því ráði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2008 kl. 21:05

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þetta predikar hann yfir nemendum sínum upp í Háskóla. Stórbrotinn maður Hannes, svo ekki sé meira sagt.

hilmar jónsson, 1.11.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ungur frændi minn var í tímum hjá honum í stjórnmálafræði og segir mér að almennt brosi krakkarnair að honum og telji hann tiltölulega illa gefinn mann, sem lítið er að marka. Tímarnir eru raunar svona comic relieve.  Hvers vegna er slíkur maður hafður í prófessorstöðu, hvað þá heldur í bankaráði seðlabankans?? Er hann kannski málpípa fyrir viðhorfin þar innan dyra.  Ég get ekki varist hrolli.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 23:18

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Halldór Blöndal er formaður stjórnar Seðlabankans. Hvar felur hann sig þessa dagana?

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Óhæfum aulum er raðað í kringum kjötkatlana og almenningur lætur fjölmiðla segja sér að þetta sé bara óheppni.  Burt með Ingibjörgu og Davíð!  Þau hafa ekkert gert að viti síðustu árin.

Björn Heiðdal, 1.11.2008 kl. 23:55

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Halldór þolir ekki blaðamenn

hilmar jónsson, 2.11.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ef Hannes hefði kynnst könum sem búa í hjólhýsum hefði hann hætt við allt bullið fyrir löngu síðan.

Ólafur Þórðarson, 2.11.2008 kl. 03:21

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér, í grein í Fréttablaðinu 19. sept. sl., ræðir Hannes um samkennd og tekur dæmi:

  • Sumir heimspekingar kveða samkennd nauðsynlega. Þá flýgur mér í hug áhrifamikið atvik úr kvikmyndinni Kabarett, sem gerð er eftir Berlínarsögum Christophers Isherwoods. Söguhetjurnar eru staddar á veitingastað. Ungur, ljóshærður piltur stendur upp og tekur að syngja skærri röddu baráttusöng þjóðernisjafnaðarmanna, „Morgundagurinn er minn." Smám saman taka aðrir gestir undir, uns þeir syngja loks flestallir sönginn saman. Er slík samkennd blessun eða bölvun?

En ég undrast þann smekk að velja slíkt dæmi! 

Jón Valur Jensson, 2.11.2008 kl. 05:05

10 Smámynd: Ólafur Als

Aum er sú sýn sem birtisti í viðhorfi fjölmargri "vinstri" manna þessa dagana - að halda að fjrálshyggjan sé dauð og yfirgefin er eins og hvert annað illa gefið afkvæmi þeirrar forsjárhyggju sem nú tröllríður mannheim. Sá Hrímþurf sem margir vilja endurgera mun ekki færa þjóðinni björg í bú, miklu fremur mun hann sjá til þess að þau öfl sem vilja kenna sig við félagshyggju munu tryggja að endurreisn íslensk efnahags taki á sig afleitar og fyrrum illa grundaðar myndir, sem þjóðin á sínum tíma hafði ímugust á. Það á ekki að gleymast.

Gott er til þess að vita að vilji stendur til að taka til í samfélagi okkar á mörgum sviðum en víst má telja að sú hreingerning gefi af sér fjölmörg olnbogabörn. Það er og eðlilegt þegar horft er til mannanna verka. Á næstunni munu háværar raddir krefjast bjargráða af hálfu hins opinbera, líkt og þeir einstaklingar sem þar munu ráða í framtíðinni, hvort heldur þeir fylki sér til hægri eða vinstri, munu þess umkomnir að vita betur en kynslóðirnar sem á undan þeim fór.

Í stjórnmálum næstu missera verður horft sterkar til "vinstri" en gert hefur verið á Íslandi í áratugi. Það er um sumt eðlilegt og sjálfsagt. Það sem ber að varast er að þau "öfl" sem þar bærast eru í eðli sínu ekki þeirrar náttúru gædd að leiða þjóðina til frekari farsældar á komandi árum. Hvað sem öðru líður trúir þorri fólks á Íslandi á mátt einstaklingsins til góðra (or slæmra) verka, sem til lengri tíma munu færa þessari þjóð ávinning á sviði efnahags og framfara.

Jafnvel hinir hörðustu ráðgjafar ráðstjórnarinnar vita sem er að markaðsbúskapurinn er það tæki sem færir borgurunum mesta hagsæld, í því ljósi er mikilsvert að borgarar þessa lands kalli eftir ráðdeild innan þess hagkerfis, sem við búum við, en halli sér ekki að ráðdeild félagshyggjunnar í of miklum mæli. Slíkt myndi á endanum tryggja fjörbrot þeirra vegsældar, sem þorri Íslendinga kallar eftir og veldur hinni miklu reiði þeirra í garð núverandi valdherra, sérílagi Sjálfstæðisflokksins.

Að þessu sögðu verður ekki framhjá því horft, að umheimurinn, og þorri landsmanna, hefur siglt að feigðarósi og glaðst yfir framgangi auðhyggjunnar, jafnvel hörðustu vinstrimenn. Hver vitringurinn á fætur öðrum stígur nú á stokk og segist hafa varað við þessum ósköpum. Þrátt fyrir það er ekki einn einasti maður sem sá fyrir þá atburðarás sem varð til þess að íslensk þjóð var skuldsett upp í rjáfur, auk þess að skapa aðstæður sem urðu til þess að rúa þjóðina trausti meðal þjóða heimsins.

Ef félagshyggjumenn þessa lands trúa því að lausnin úr þessu vanda sé til frambúðar afturhvarf til þeirrar forsjárhyggju sem réði flestu í stjórn þessa lands á árum áður, mun ég ekki hvika frá því að berjast af alefli gegn þeirri hugsun og því félagsgerræði, sem um langan tíma er hætta á að muni festa í sessi slök kjör til frambúðar hjá þessar þjóð.

Ólafur Als, 2.11.2008 kl. 06:48

11 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Leyfi mér að birta pistil af bloggi mínu, nefni pistilinn: "Prófessorinn, bankastjórinn og veruleikinn": 

Í Fréttablaðinu í gær þann 31. október 2008 skrifar stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands varnargrein  fyrir seðlabankastjóra vegna útreiðar þess síðarnefnda í skoðanakönnun þann 28. október 2008. Niðurstaða könnunarinnar var sú að bankastjórinn fékk stuðning einungis 10% aðspurðra.  Út úr þessari niðurstöðu snýr þó prófessorinn á afskaplega ófræðilegan, en einkavina- og eiginhagsmunalegan hátt.  Hreint með ólíkindum.

 Staðreyndin er náttúrulega sú að prófessorinn og bankastjórinn eru innmúraðir í innsta kopp sama stjórnmálaflokksins og sitja báðir í stöðum í Seðlabanka Íslands.

Í sömu grein segir svo prófessorinn: „....meginskýringin á ástandinu hér [er] hin alþjóðlega lánsfjárkreppa, sem á upptök sín í ríkisafskiptum af bandarískum húsnæðismarkaði..“ Þetta er barnaleg og röng fullyrðing sem hlýtur að reita þolendur fjármálaástandsins til reiði.   Algerlega er óásættanlegt að menn sem halda uppi slíkum ósvífnum vörnum fyrir einkahagsmuni sína kalli sig fræðimenn.  Það er lítil fræðimennska í því að snúa út úr veruleikanum til að þjóna eigin hagsmunum. Hvenær má eygja von um að slíkir menn horfist í augu við veruleikann og viðurkenni skipbrot trúar sinnar og stefnu?

 Meginskýringin á ástandinu sem hér hefur skapast er auðvitað dýrkeypt afglöp íslenskra stjórnvalda og eftirlitsstofnana.

 Ástandið á húsnæðismarkaðinum í Bandaríkjunum kom vissulega upp um afglöpin og græðgina sem leiddi til ástandsins á Íslandi.  Þ.e. ástandið þar vestra svipti hulunni af veruleikanum sem nú blasir hér við.  Þannig má segja að titringurinn á húsnæðismarkaðnum vestra hafi verið í hlutverki drengsins í ævintýrinu um Nýju fötin keisarans.

 Hefði húsnæðismarkaðurinn verið eina vandamálið værum við ekki í þeim sporum sem við erum í í dag.  Prófessorinn finnur hins vegar því allt til foráttu að bandaríska ríkið hafi aðstoðað efnaminna fólk til að koma þaki yfir höfuðið – segir það vandamálið!! Hver á að gæta bróðurins ef ekki stjórnvöld?  Það er náttúrulega beinlínis hlutverk stjórnvalda að koma fátækara fólki til aðstoðar.  Og spyrja má: hvers vegna voru sumir efnaminni en margir aðrir, hvers vegna átti svo stór hópur erfitt með að koma þaki yfir höfuðið meðan aðrir keyptu sér villur í fáranlegri yfirstærð og snekkjur í kaupbæti?  Svarið liggur í eðli kapítalismans; verðlag togast upp til þeirra sem meiri fjárráð hafa og það gerir lífið dýrara fyrir þá sem fátækari eru.  Þetta er hinn glæsti veruleiki kapítalismans!  

 Líta verður einnig á það að hinn skelfilegi vandi sem vissulega blasir við Bandaríkjamönnum er ekki bundinn einungis við húsnæðislán hinna efnaminni heldur hefur fólk í öllum stéttum bandarísks samfélags tekið lán sem ótraust veð lágu að baki eða það hafði varla efni á að borga af.  Allur fjöldinn, allt kerfið, kapítalisminn sjálfur, hefur att fólki út í gráðugt sælufylliríi.

 Hollt er einnig að velta því fyrir sér hvaðan hinir ódýru peningar koma sem flætt hafa yfir bandarískan markað og fjötrað hafa önnur lönd heimsins í skuldanet? Þeir peningar voru að mestu prentaðir og búnir til í bandarískum seðlabanka – sem er einkarekinn!! Og það sem er enn alvarlegra er er að á bak við peningaframleiðsluna er risa-stórt EKKERT!!!

 Kapítalisminn er ónýtur!

 Hræðileg birtingarmynd græðgishyggjunnar blasir nú við hryggbrotnum Íslendingum í formi gjaldþrota fyrirtækja og heimila, upplausnar og vonleysis.  Og hver ætlar að viðurkenna ábyrgðina á því hvernig komið er?  Ekki seðlabankastjórinn og ekki stjórnarherrarnir né nokkrir aðal-gerendur hliðhollir þeim.

 Miklu fremur á að afskræma veruleikann og benda á sakamenn í röðum annarra!!

 Það yrði þessu liði ekki til minnkunar ef því tækist að skammast sín rækilega!!

Eiríkur Sjóberg, 2.11.2008 kl. 07:15

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hjálmtýr V. Heiðdal & Eiríkur Sjóberg og annað vinstra fólk:

Ég lærði í Þýska alþýðulýðveldinu. Það á hreinlega að borga farið undir menn eins og ykkur til Norður Kóreu til að þið kynnist þessum kerfum af eigin raun eins og ég gerði.

Það er ömurlegt að sjá, hvernig gamlir sófakommar koma núna fram og halda að heimskommúnisminn sé endurfæddur og á næsta leiti. Í þessari villu vaðið þið af því að regluverkið með kapítalismanum brást og menn voru búnir að gleyma heimskreppunni 1929-1930 og slaka þannig á öllu regluverki að þessari í senn hræðilegu og dásamlegu skepnu - markaðnum - var sleppt gjörsamlega lausri!

Kreppurnar eru þó búnar að vera fleiri en tvær og fleiri en þrjár í gegnum tíðina. Til dæmis voru tvær stórar kreppur á 19. öld, 1873-1878 og 1893-1897. Síðan hafa verið styttri kreppur á milli. Á tuttugstu öldinn kom kreppa árið 1921-1922 kjölfar þenslu á árunum 1918-1919. Í kjölfar þeirrar niðursveiflu kom síðan uppsveifla, sem endaði með heimskreppunni 1929. Síðan kom auðvitað olíukreppan 1973, sem leiddi til verðhruns á verðbréfamörkuðum 1973-1974, o.s.frv.

Upp- og niðursveiflur munu verða til á meðan mannkynið byggir þessa jörð. Hugmyndir Karl Marx og félaga til lausnar þessa vandamáls voru prófaðar og reyndar um áratuga skeið um allan heim og gjörsamlega mistókust. Kapítalisminn er að vísu stórgallað fyrirbæri, en með tilkomu hins blandaða hagkerfis og þeim stjórntækjum, sem við höfum fundið upp til lausnar markaðsbresta, er hann það skásta sem býðst.

Meira hef ég ekki til málanna að leggja í bili.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 11:19

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Allir kommatittir og gróðapungar Íslands geta sameinast um inngöngu í ESB.   ESB er fyrirheitna landið og upphafið af endalokum Evrópu eins og við þekkjum hana í dag.  Hjálmtýr Heiðdal hefur fengið góðan liðstyrk í Hannesi Smárasyni og Hannes Hólmsteini en báðir þessir varðmenn íslenskrar alþýðu vilja ganga ESB á hönd.  Til hamingju Hjálmtýr þú ert kominn í þinn rétta félagsskap!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Björn Heiðdal, 2.11.2008 kl. 11:56

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Guðbjörn

Eitthvað ert þú að misskilja - ég styð ekki þá kreppu sem kommúnisminn er/var.Stendur valið bara á milli frjálshyggjunnar og Kim Jong Il?

Það sem ég skrifa snýst um þær Thatcheriskutilraunir sem gerðar voru á íslensku þjóðinni og hafa nú náð fullum blóma. Sérð þú ekki möguleikana sem eru í markaðskerfinu og öfluguri félagshyggju. Það eru víti að varast í forræðishyggju og mörgu sem hefur skotið upp kollinum í velfreðarríkjum samstímans. Í fyrirrúmi verður að vera lýðræði og sterk mannréttindastefna. Burt með flokkakerfi sem byggir á að hygla sérvöldum. Einkavæðingin sem hér hefur verið stunduð er ólýðræðisleg forræðishyggja. Hannes Hólmsteinn er sá maður sem lengst gengur í því að hampa þessu spillta kerfi og Davíð var/er pólitískur leiðtogi kerfisins sem hann tók í arf með forystu í Sjálfstæðisflokknum.

Það fólk sem talar um hið nýja Ísland er ekki að boða kommúnisma - það vill losna við þær leifar hans sem enn búa í Sjálfstæðisflokknum.

Svo að öðru: Ég vinn nú að gerð heimildakvikmyndar um Dr. Svein Bergsveinsson. Hann bjó í Þýskalandi Nasimans í stríðinu og 36 á í DDR. Hvenær varst þú í DDR? Kannast þú við Svein?

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.11.2008 kl. 12:01

15 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Björn frændi.

Sparaðu upphrópunarmerkin. Hvaða valkosti býður þú uppá?

Hjálmtýr V Heiðdal, 2.11.2008 kl. 12:03

16 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég var í DDR og Vestur-Berlín frá 1986-1989, en meira og minna viðloðandi landi í til 1990 og búsettur í Þýskalandi til 1998 eða í 12 ár.

Nei, ég kynntist Sveini ekki, en vissi af honum og þar sem ég er með BA próf í þýsku, óperusöngvari með fleiru vissi ég og veit hver hann var - mikill fræðimaður og grúskari!

Ég hef eitthvað misskilið þig og fannst þú vera lengra til vinstri en þú eflaust ert.

Ég er svona hægri krati en staðsettur í Sjálfstæðisflokknum af því að ég get ekki hugsað mér vinstri stjórn og vinstri öfgar. Ég er heldur ekki þessi algjöri "jafnaðarmaður", því hver er sinnar gæfu smiður! Ég hef ekki alltaf tekið réttar ákvarðanir í lífinu, en það er þá við sjálfan mig að sakast.

Ég hef gagnrýnt frjálshyggjuna, þótt ég aðhyllist ýmislegt sem innan hennar þrífst, s.s. að minnka miðstýringu í menntun, leikskólum, listum og meira frjálslyndi almennt o.s.frv.

Ég hef hins vegar alltaf haft áhyggjur af fullkomnu eftirlitsleysi, hvort sem það varðar lögreglu, tollgæslu, fjármálaeftirliti, umhverfiseftirlit o.s.frv. Síðan finnst mér auðvitað hugmyndir um afnám almannatrygginga og annað sem maður hefur heyrt úr þeirra ranni mjög ógeðfellt. En hversvegna ekki markaðslausnir varðandi menntamál, leikskóla og aðra opinbera þjónustu í bland við opinberan rekstur? Þetta er einungis spurning um hvað er skynsamlegt að hafa í opinberum rekstri og hvað ekki - ekki trúarbragðaatriði!

Frjálshyggjan er óraunsæ í þessum efnum og heldur einhvernvegin að maðurinn sé heiðarlegri og betri en hann er. Sannleikurinn er að mjög margir - kannski flestir - stjórnast meira af lægri hvötum, en menn almennt þora að viðurkenna og við þurfum af þessum sökum að hafa eftirlit með okkur sjálfum!

Markaðsfrelsið. einstaklingsfrelsið og málfrelsið og önnur frelsi takmarkast því af samfélagssáttmálanum!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 2.11.2008 kl. 12:16

17 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Guðbjörn og Hjálmtýr

 Hvar tala ég um að kommúnisminn sé til fyrirmyndar?  Hvers vegna kennið þið mig við kommúnisma?

 Ég gagnrýni kapítalismann fyrir það sem hann hefur leitt fram; gífurlegan kjaramun (þrátt fyrir fyrirheit um annað),  óstöðugleika í samfélaginu, efnishyggju, sérhagsmunagæslu, peningahyggju, græðgi, gífurlega neyslu, óvarlegan ágang á náttúruauðlindir og umhverfi og sóun verðmæta.  Og það sem mér þykir hvað hryggilegast er hversu mikil áhrif kapítalisminn hefur haft á manneskjuna í okkur.  Kapítalisminn hefur snúið gömlum (en góðum og í raun tímalausum) gildum á hvolf.  Kapítalisminn kennir: "Hugsaðu um sjálfan þig, skítt með alla í kringum þig."  Ég bið ykkur að hlusta vel eftir því sem t.d. átrúnaðargoðið HHG segir berum orðum hvar sem hann fer.  Ég segi, vaknið!

 Nýfrjálshyggjan og afskiptaleysisstefnan hefur eyðilagt hugtakið kapítalismi.  Hugtakið kapítalismi er mengað af miklum ósamfélagslegum meinsemdum.  Þess vegna ber að ráðast gegn orðræðu sem lofsyngur kapítalismann.  Hugmyndin um kapítalismann er dauð.  Kapítalisminn var í rauninni tilraun sem bar ekki tilætlaðan árangur.  Kapítalisminn í dag er sérhagsmunagæslukerfi með alvarlegum aukaverkunum.

 Markaður mun alltaf  verða til og lúta vissum lögmálum.  Um hann þarf að setja reglur.  Og markaðurinn og reglusetningin þarf að hafa tilgang og markmið.  Kapítalisminn hefur snúist um það að allir gerendur á markaði eigi að hugsa um hámörkun eigin hags.  Tilgangurinn er sem sé egoiskur.  Þessu vil ég breyta.

 Auðvitað þarf að styðja framtak frumkvöðla.  Það þarf þó ekki kapítalismann til.  Og frelsi fólks þarf að vera sem mest, þó ekki þannig að það gangi á frelsi annarra (samborgaranna) (sbr. m.a. takmörkun tjáningarfrelsis í stjórnarskrá Íslendinga).

 Það sem ég vil sjá er reglusetningar sem tryggja samfélagslega ábyrgð okkar allra.  Samfélag sem gengur EKKI út á eiginhagsmunagæslu.

 Kapítalisminn hefur att okkur saman í keppni hvert við annað í stað þess að stuðla að samvinnu.  Kapítalisminn hefur fjarlægt okkur hvert frá öðru.  Kapítalisminn leiðir til einstaklingshyggju og fyrringar.  Kapítalisminn þrengir sýn okkar á veruleikann.  Hann lætur okkur trúa því að við séum einstaklingar þótt við séum í raun miklu fremur félagsverur háðar hvert öðru alla okkar æfi.

 Ég segi: burt með kapítalismann!

Eiríkur Sjóberg, 2.11.2008 kl. 12:46

18 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sælir aftur

 Fyrri póstur átti náttúrulega að vera sérstaklega til Guðbjörns og Björns.  Biðst velvirðingar.

 Mér lýst nú betur á innihald síðara skeytisins frá Guðbirni.  Ég er auðvitað sammála því að reyna að móta samfélagið með skynsömum hætti.  Ég myndi reyndar segja að vísindi og fræði ættu að fá meira vægi í samfélaginu - þá meina ég líka í stjórnunarstöðum ýmis konar.  Sjáið t.d. seðlabankann - það væri skynsamara að þar væru einungis fræðimenn við stjórnvölinn en ekki umdeilanlegir stjórnmálamenn.  Í annan stað leiðir núverandi fyrirkomulag, þar sem gæðingum úr innsta koppi stjórnmálaflokkanna er plantað í stjórnunarstöður víða í samfélaginu (seðlabanki, fjármálaeftirlit, fjölmiðlar, stór fyrirtæki, dómsstólar), til spillingar á háu stigi.  Hér myndi ég vilja sjá fagmennsku.

 Læt þetta nægja í bili.

Eiríkur Sjóberg, 2.11.2008 kl. 13:03

19 Smámynd: Ólafur Als

Athugasemdir Eiríks byggja á vanþekkingu á eðli mannsins og þess fyrirkomulags sem kallað er kapitalismi. Reyndar minnir niðurlag orða hans hér á undan á trúarbrögð eða í versta falli væmin leiðinlegheit um eigið ágæti. Eiríkur áttar sig ekki á að maðurinn er í senn góður og slæmur, hann áttar sig ekki á að undir hatti félagshyggjunnar hefur verið búið til mesta nauðgun mannlegrar reisnar um aldir - menn þurftu ekki að vera kommar til þess að trúa á drauminn um jöfnuð í anda ráðstjórnanna, einungis auðtrúa.

Frelsi til orðs og æðis, öllum almenningi til handa, er nýlegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Kapitalisminn hefur varðað braut þess frelsis sem kalla má borgaralegt lýðræði og verið umgjörð markaðshagkerfisins, sem færir björg í bú en er jafnframt þess umkomið að refsa, eins og við þekkjum nú, sé taumhaldið lítið sem ekkert. Lærdómurinn er og verður að frelsi fylgir ábyrgð. Þannig vilja flestir menn hafa það.

Ólafur Als, 2.11.2008 kl. 13:32

20 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Ólafur

 Ekki þykir mér þú neitt sérstaklega málefnalegur.

 Get þó tekið undir þetta hjá þér: "...frelsi fylgir ábyrgð."

 Og úr því þú segir athugasemdir mínar byggja á vanþekkingu á eðli mannsins þá má ég geta þess að ég hef pælt talsvert í mannskepnunni og samfélögum hennar.  Ég kaus að vinna mér inn B.A. gráðu í mannfræði frá HÍ.  Í því námi kynntist ég frásögnum af alls konar samfélagsformum og lærði ýmislegt um möguleika og náttúru mannskepnunnar.

Eiríkur Sjóberg, 2.11.2008 kl. 13:57

21 Smámynd: Björn Heiðdal

Lausnin á okkar vandamálum, kæri frændi, er valddreifing á sem flestum sviðum.  Þess vegna er ESB hið versta mál því þar á bæ eru menn á móti valddreifingu og lýðræðislegum kosningum.  Reyndar er skondið að hlusta á marga sem vilja ESB heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu.  Þetta sama fólk telur sig vera lýðræðissina og fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum um sem flest mál.  Veit þetta lið ekki að ESB er á móti lýðræðislegum atkvæðagreiðslum um málefni sambandsins!  Veit Hjálmtýr Heiðdal hversu mörg lönd fengu að kjósa um Lissbon sáttmálann?

Baldur Þórhallsson er enn einn "gáfumaðurinn" sem vill senda okkur í faðm ESB.  Hann fer mikinn á öllum ljósvakamiðlunum og virðist eiga greiða leið með sínar skoðanir í fréttatíma landsmanna.  En hvað er hann að predika.  Hann segir að Ísland hafi orðið svona illa út í kreppuni vegna þess að við séum eina smáríkið sem ekki hafi haft skjól í stærri efnahagseiningu!  Gleymum Hannesi Smárasyni og hinum útrásarvíkingunum og kennum sjálfstæði Íslands um hvernig komið er.  

Þetta minnir óneytanlega á ruglið í Ingibjörgu og Ólafi Ágústi sem segja að öll vandamál séu óhæfum íslenskum stjórnvöldum að kenna.  Lausnin sé síðan bara að ganga í ESB og allt verði miklu betra á öllum sviðum.  Þvílíkt rugl frá fólkinu með völdin og ekki benda þessi ummæli til þess að þau hafi mikið álit á sínum hæfileikum til að stýra þjóðarskútunni!  Svona boðskapur gekk kannski þegar Samfylkingin var í stjórnarandstöðu en er ekki lengur boðlegur.  Samfylkingin ber ábyrgð á Fjármálaeftirlitinu og gæti, ef vilji væri fyrir hendi, veitt bönkunum meira aðhald.  Það var ekki gert og því fór sem fór.  Valgerður Sverrisdóttir er enn einn ESB söngfuglinn.  Hún var líka yfirmaður bankamála á sínum tíma og hafði það í hendi sér hvernig þau mál þróuðust!  

Allt helsta áhugafólk um inngöngu Íslands í ESB er búið að keyra þjóðarskútuna í kaf með röngum ákvörðunum.  Þetta sama lið vogar sér síðan að halda því fram að ef Ísland væri í ESB mundi þetta ekki hafa farið svona.  Mig langar mest til að gubba yfir Ingibjörgu, Hannes og Valgerði.  Þau bera ábyrgðina og ættu að axla hana með 20 ára fangelsisvist á Svörtuloftum með Davið og Geira.

Björn Heiðdal, 2.11.2008 kl. 14:50

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðbjörn hefur allavega erft vænisýkina frá skólatíð sinni í Austur Þýskalandi. Minnir að það system hafi einmitt verið meistarar í eftirliti með öllum sköpuðum hlutum. Hér var ekkert eftirlit hjá þeim sem áttu að sjá um aðhaldið í efnahagsmálum, fjármálaeftirlitið og sérfræðingar seðlabankans. Hjá þeim liggur ábyrgðin, auk löggjafans sem greiddi leiðina.

Ástæða þessa alls er annars plagg, sem laumað var inn í frumvarp í jólaönnum á bandaríska þinginu, sem gaf frítt spil á vogunarsjóði og það að fjármálafyrirtæki gátu starfað utan lagarammans.  Þannig er frjálhyggjan og þannig er lýðræðiðinu nauðgað í USA. Og ef það hrynur í USA, þá hrynur allt annað. 

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 00:42

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er ekki um að ræða kapítalisma eða kommúnisma. Slík barnaleg og ógrunduð einföldun er ykkur til skammar. Það getur enginn ykkar útlistað í einni málsgrein hvað kommúnismi, sósíalismi eða kapítalismi er.

Hér er verið að knýja á um lýðræði og hæfa einstaklinga með markmið, sem kjósendur geta þekkt og treyst. Það er kannski því að kenna að þekking manna á ofangreindum hugtökum er engin að menn eru ekki meiri bógar en raun ber vitni á þingi.  Sósíalismi er í raun grundvöllur lýðræðis eftir skilgreiningu. Allavega eru línurnar ansi þokukenndar þar.

Sovétríkin gömlu ( 1 - 2 )áttu lítið skylt við það sem lagt er upp úm með sócialisma, en afturámóti eiga bandaríkin ansi margt sameiginlegt með því sem við köllum Fasisma. (corporativism, eins og það hét fyrst hjá Mussolini)

(síðustu linkar á gamlar vangaveltur mínar)

Jón Steinar Ragnarsson, 3.11.2008 kl. 00:55

24 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Jón Steinar

 Ágætar athugasemdir hjá þér sem mér finnast hljóma vel við minn skilning á veruleikanum.

Eiríkur Sjóberg, 3.11.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband