6.12.2008 | 23:17
Færri á vellinum
Það var við því að búast að eitthvað fækkaði í röðum mótmælenda á Austurvelli.
Eftir stöðugan vöxt sem loks náði um 10 þúsund þá tók að fækka 29. nóvember og enn fækkaði þátttakendum í dag. Þetta er mjög eðlileg þróun og þýðir ekki að afstaða almennings hafi breyst. Margir sjá ekki ástæðu til þess að mæta laugardag eftir laugardag til aðhlusta á misgóðar ræður í misgóðu veðri. Það verður að segjast eins og er að ræða trukkabílstjórans í dag var ekki sköruleg og upplífgandi. Það er ekki öllum gefið að flytja góðar ræður.
Það sem gerist óhjákvæmilega þegar svona óskipulögð hreyfing á í hlut að hún gengur í gegnum mismunandi tímabil. Í upphafi voru fáir. Svo fjölgaði og nú fækkar.
En það eru margir sem sjá ekki ástæðu til þess að mæta núna - það kemur upp viss þreyta hjá hluta fólksins. En menn hafa ekki skipt um skoðun. Krafan um kosningar sem fyrst og brottreksturs liðsins í Seðlabankanum stendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2008 kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Það jákvæða er þó að fólk er vaknað af dvala, og meðvitaðara um kraftinn sem felst í samstöðu mótmælum. Sá kraftur mun svo sannarlega losna aftur úr læðing þegar raunveruleikinn blasir við fljótlega eftir áramót
hilmar jónsson, 6.12.2008 kl. 23:26
Verð að birta þetta bréf með góðfúslegu leyfi forsea.
3.12.2008 | 18:51
Elskulegu bloggarar,og öryrkjar, sérstaklega þeir sem búa erlendis
Hæ Hæ
Neyðarhróp á hjálp
Ég var að senda þennan pistil í Fréttablaðið, þar sem ég vil fá að koma því á framfæri að ég ákalla Íslensku þjóðina til að standa saman og styrkja okkur öryrkjana sem búa erlendis.
'Eg vona að hann verði birtur og Íslenska þjóðin standi myndarlega saman og styrki okkur og sýni okkur að þeir hafi ekki snúið við okkur baki og vilji og geta styrkt okkur svo við getum átt jólagleði eins og aðrir.
Mér finnst það bara skylda íslensk samfélags að styrkja okkur vegna gengisástandsins þá fáum við svo litla peninga og líðum fyrir það, sem við eigum alls ekki skilið.
Ég vona að þetta verði birt og íslenska þjóðin standi saman og syðji okkur myndarlega, því oft var þörf en nú er nausyn.
Hafið það sem best í kvöld, vonum það besta.
Kv Gleymmerei og Emma.
Sæl/l
Björn Heiðdal, 7.12.2008 kl. 01:34
Þeir sem vilja styrkja þennan öryrkja eða aðra sem búa í Danaveldi geta lagt vænar fjárhæðir inn á minn reikning. Ég mun síðan deila fjármununum út eftir nauðsyn og áhuga.
512 26 00007. Tek ekki við frjálsum framlögum fyrir minna en 37.250 krónur eða 300 evrur. Ekki er hægt að borga í blíðu bara fríðu!
Björn Heiðdal, 7.12.2008 kl. 01:39
Sjálfsagt er að láta kjörna ráðamenn þjóðarinnar vita að landsmenn eru ekki ánægðir með hvernig komið er og jafnvel kenni þeim að meira eða minna leyti um það.
En fyrst og fremst þarf að halda þeim við efnið að þeir leysi úr málunum og þrífi upp eftir sig. Eitt það versta sem fyrir gæti komið núna að landið væri stjórnlaust þær vikur eða þá mánuði sem færu í kosningauppstillingu og kosningar. Þjóðstjórn, segja sumir, en hver eða hverjir eiga að velja í hana? Hve lengi væri hún að komast til botns í málunum og byrja að stjórna? Forláttu mér Gorgeir þó ég sjái ekki að þessi afsagnarkrafa sé hugsuð til enda.
Sigurður Hreiðar, 7.12.2008 kl. 11:06
Sæll Sigurður
Það eru margar raddir í stórum kór. Ég tel að það eigi að kjósa í sumarbyrjun. Gefa öllum tíma til að gera sig klára, Sjálfstæðis- og Framsókn búnir að gera upp sín mál og til í ESB viðræður. Um það leiti eru VG komnir með Evrópustefnu sem leyfir aðildarviðræður.
Afsögn núna er ekki raunhæf - en mikið væri það gott að verða vitni að meiri auðmýkt hjá ráðamönnunum. Geir gæti skorað punkta með því að lýsa sinni ábyrgð og fallast á kosningar. Davíð gæti byrjað að halda sér saman og viðurkenna einhver af þeim mistökum sem hann sannanlega átti þátt í. Þetta eru ekki óskeikulir menn - ekki frekar en ég og þú. Ingibjörg Sólrún ætti að lýsa því yfir að hennar fólk hafi ekki skilið ástand efnahagsmála þegar þau fóru í stjórn. Hún sagði ekki fyrir svo löngu að það væri ekki komin kreppa.
Þjóðstjórn yrði ekkert nema óþarfur millileikur.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 11:35
Tel mig skilja þau sjónarmið sem þú styður, Hjálmtýr. En ég er ekki sammála þeim. Mér finnst að þeir sem leitt hafa lýðinn inn á ballið séu líklegastir til að rata leiðina út til baka og fara þar líka fremstir í flokki.
Svo má kjósa, þegar aftur er komið út á hlað.
Sigurður Hreiðar, 7.12.2008 kl. 12:45
Skil þig ekki alveg. Hverju ert þú ekki sammála af því sem ég skrifa? Þú virðist telja að forystan sé að leiða okkur út á hlað.
Ég er ekki svo viss um að þau geti það. Og á hlaðinu er örugglega mykjuhaugur sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eiga. Ég vil að hlaðið sé hreint.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 13:04
10.000 manns?? Jæja, það er ágætt að einhver telur sig kunna að telja!
Guðmundur Björn, 7.12.2008 kl. 17:26
Fólk sem er við skál í Cancún eru ekki í aðsöðu til að ræða tölur um fjölda fólks sem mætir á Austurvöll.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 17:37
aðstöðu - skal það vera.
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 17:39
skritið þetta tal um kosningar, (sem mer finnst eðlilegt að verði snemma næsta vor) að Geir talar um lanið fra IMF einsog hann hafi sjalfur
personulega tekið lanið og se i abyrgð þ.e. að ef hann er ekki til að taka við aurunum komi þeir ekki (sem er kannski gott utaf fyrir sig þa borgar hann lika lanið )
Hitt er svo að engin virðist abyrgur og þa meina eg politiska abyrgð. Bankakerfi landsins hrynur og þa a að sjalfsögðu raðherra bankamala að segja af ser, mundi gerast i flestum
löndum sem við berum okkur saman við... nema a Islandi og Simbabve!
sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:46
Þegar mótmælt hefur verið hvern laugardaginn á eftir öðrum, í svo sem tvo mánuði, er eðlilegt að mesti móðurinn renni af fólki. Þetta fer að verða gott í bili. Fráleitt er að halda fram að andófið hafi engu skilað; pólitíkin er í mikilli gerjun þessar vikurnar og þeir sem á góðæristímum þöndu prjóst og sprerrtu stél fara nú með löndum. Evrópuumræðan blómstrar sem aldrei fyrr og uppgjör á góðæristímanum stendur yfir. Vafasamt er, að draga of miklar ályktanir af fundinum í gær, þar sem fámennara var en áður. Þegar komið er fram í desember kjósa fjölskyldur einfaldlega að vera heima og baka piparkökur. Eftir nýár vaknar fólk svo af dvalanum og líklegt þykir mér að sú orka sem með þjóðinni býr verði virkjuð í kosningum í maí.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:35
Fólk er farið að sjá í gegnum það hvernig Vg hefur hertekið þessi mótmæli. Það nennir engin að hlusta á frasa þeirra öskraða í hljóðnema á Austurvelli í mörg skipti í röð. Engar lausnir... bara bull.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2008 kl. 20:38
VG getur ekki eignað sér mótmælin - en þeirra fólk er samt áberandi. Hvað mættir þú á marga fundi Gunnar áður en þú gafst upp á VG?
Það er erfitt að koma með lausnir á svona samkomum. Þó eru þarna ræðumenn s.s. Þorvaldur Gylfason. Hann hefur eitthvað uppi í erminni. En ég segi enn og aftur - mér þykja alltaf skrítnar athugasemdir þeirra sem hafa meiri áhyggjur af mótmælunum sjálfum en því sem er verið að mótmæla!
Hjálmtýr V Heiðdal, 7.12.2008 kl. 21:11
Ég hef ekki mætt á mótmælafundi, enda búsettur hinumegin á landinu. En ég hef samt reynt að fylgjast með þessu í gegnum fjölmiðla og það var nóg til þess að ég áttaði mig á því hvernig VG reynir að nýta sér ástandið sér til framdrátta, sem er í sjálfu sér alveg eðlilegt. Ef ekki nú, hvenær þá? En innihaldslausir frasar og hnefasteitingar er bara ekki mín pólitík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 02:27
Hjálmtýr Heiðdal heldur að Sjálfstæðisflokkurinn muni breyta nafni sínu á næsta landsfundi í Landráðaflokkurinn. Sú galna ósk rætist sennilega ekki ef marka má mína heimildarmenn. Samt er skemmtilegt að sjá ESB sinna (lesist Samfylkingarfólk og fyrrverandi IMF starfsmenn) hlakka yfir skipulögðum bankamannaglæpum með ríkisábyrgð. Í þeirri von að íslenska þjóðin og X-D missi vitið af hræðslu og kjósi yfir sig ESB.
Spurning hvort Hjálmtýr sé sammála Ólafi Ágústi. En Ólafur skammaði samstarfsflokkinn í ríkisstjórn fyrir að bíða eftir landsfundi til að ákveða hvort sækja ætti um inngöngu í Himnaríki. Hann kallaði það ólýðræðislegt að hundsa meirilhluta vilja þjóðarinnar! Hann vildi aðgerðir tafarlaust, ekkert hangs. Ef þetta er ekki bull út í loftið og útúrsnúningur á hugtakinu lýðræði þá heiti ég ekki Heiðdal.
Björn Heiðdal, 8.12.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.