Rúðubrot

Brotnar rúðurStaksteinar Morgunblaðsins fjalla í dag um skæruliðamótmælendurna sem fara víða þessa dagana.

„Það er áhyggjuefni ef ólátabelgir og skemmdarvargar, sem þora ekki einu sinni að láta sjá framan í sig, ætla að ræna málstað þeirra, sem vilja mótmæla ríkjandi ástandi á Íslandi.Heimskuleg ólæti og skemmdarverk lítils hóps í húsnæði Fjármálaeftirlitsins í gær voru málstaðnum ekki til framdráttar... Eru mótmælendur ekki að berjast fyrir betra þjóðfélagi?Og ef fólk vill í alvöru losna við stjórnendur Fjármálaeftirlitsins - dettur því í hug að nokkur maður vilji segja af sér starfi eða embætti vegna ofbeldis, skemmdarverka og hótana? Er ekki nær að beita sannfærandi rökum?“ 

Þvílíkt bull! Hvernig geta hópar mótmælenda „rænt“ málstað annarra? Hér er hið sígilda tuð íhaldsafla sem miðar að því að koma óorði á þá sem þora að sýna hug sinn í opinberum aðgerðum s.s. útifundum og borgarafundum. Rúðubrot eins hóps hafa ekkert með útifund annars hóps að gera. Hóparnir geta verið sammála um einhver mál og önnur ekki. En að reyna að segja að aðgerðir hörðustu mótmælendanna setji mótmæli annarra í einhverja nýja stöðu er bara þvæla. Og svo er rúsínan hjá Staksteinum þessi setning: „dettur því í hug að nokkur maður vilji segja af sér starfi eða embætti vegna ofbeldis, skemmdarverka og hótana? Er ekki nær að beita sannfærandi rökum?“  

Sannfærandi rök eru allt um kring - ástandið í þjóðfélaginu sýnir að stjórnendur Fjármálaeftirlitsins eru ekki traustvekjandi. En það er greinilegt að þeir eru sannfærðir um eigið ágæti og hyggjast halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Stjórnendur fjármálaeftirlitsins bjóða fyrrverandi stjórnendum Landsbankans í hádegismat á kostnað ríkisins.  Það fór vel á með þeim og þó ég hafi ekki heyrt neitt sem skipti máli þá var mikið brosað og jafnvel hlegið.  Kannski var Icesave brandarinn sagður eða voru þeir að hlæja að íslensku þjóðinni?

Björn Heiðdal, 19.12.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ójá, Björn Heiðdal, mikil er óskammfeilni þeirra manna sem brosa og jafnvel hlæja. Aldrei myndi þér detta annað eins í hug.

Baldur Hermannsson, 20.12.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Auðvitað kallar ofbeldi ríkisstjórnarinnar fram hörð viðbrögð. En þetta var ekki ofbeldi heldur spellvirki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég tek undir með Baldri að þetta er mikil óskammfeilni og sjálfum myndi mér aldrei detta neitt slíkt í hug.  Síðan er líka skondið að fylgjast með viðbrögðum Geirs Haarde við ýmsu í þjóðfélaginu.  Maðurinn ræður vart við gremju sína á "skrílnum" sem er að mótmæla en hann tekur það skýrt fram að ekki megi leita að sökudólgum fyrir stærsta ráni Íslandssögunnar.  

Björn Heiðdal, 20.12.2008 kl. 11:19

5 Smámynd: SM

tittlingaskítur, fólk er drullureitt og það með réttu.

Þeir sem eru ósáttir við hvernig mótmælt er mótmæli þá sjálfir á sinn hátt.

SM, 20.12.2008 kl. 12:10

6 identicon

"En sjáið þið ekki veisluna, nú er tækifæri fyrir þá sem kunna að græða á brunaúsölum"

"aðgerðaleysi ríkistjórnarinna er nú loks farið að bera árángur."

Þetta eru tilvitnanir í ráðherra sem nú sitja við stjórnvölinn.  Mér finnast bara rúðubrot léttvæg í samanburði við það sem þessir menn hafa gert og ekki gert. 

Heiðríkur gustur skandal (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Diesel

Ég vil frekar taka þátt í að borga c.a 100þús rúður (framleiddar á íslandi) en IceSave bullið.

Diesel, 20.12.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband