1.1.2009 | 10:37
Gazagettóið og fleiri gettó
Margir þeirra sem tjá sig um ástandið á Gaza nota hið gamla spakmæli Sjaldan veldur einn þá tveir deila. Afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar og fleiri ríkisstjórna er í þessum dúr.
En það er ekki hægt að beita þessu spakmæli á deiluna sem hefur staðið óslitið í 60 ár.
Ekki frekar en þegar gyðingar voru afkróaðir af dauðasveitum nasista í Varsjárgettóinu. Þá hefði verið fíflalegt að standa hjá og muldra þessa setningu.
Í Gazagettóið er fólki smalað saman og lokað inni af Síonistahernum. Þar er nú þéttbýlasta svæði í heimi! Og svo er sprengjum kastað dögum saman. Fólkið á Gaza hefur ekki frelsi til eins eða neins nema að hýrast þarna, svelta og deyja. Af 1,5 milljón íbúa Gazastrandarinnar eru 300,000 upprunnir á svæðinu - hinir eru flóttamenn eða afkomendur flóttamanna. Með því að lýsa Hamas sem hryðjuverkasamtök þá getur hryðjuverkaher Ísraels farið sínu fram í friði fyrir vestrænum ríkisstjórnum.
Heimildir í varnarmálaráðuneyti Ísraels segja að undirbúningur árásanna hafi byrjað, að skipun Ehud Barak varnarmálaráðherra, fyrir tæplega 7 mánuðum. Og það var á sama tíma og sömu aðilar stóðu í vopnahlésviðræðum við Hamas. Þetta var gert til þess að afvegaleiða Hamas að sögn sömu heimilda. Það var hluti vopnahléssamkomulagsins að Ísraelar afléttu umsátrinu. Við það var ekki staðið. Umsátrið hefur staðið óslitið í 18 mánuði.
Ríkisstjórnir í Ísrael hafa aldrei fallist á neina samninga nema þegar það hefur hentað þeim til að undirbúa enn viðameira rán á landi Palestínumanna. Stjórn Ísrael styður og stýrir landaráni landtökumanna á landi Palestínumanna. Ríkisstjórn sem heimilar slíkt hefur auðvitað stigið út fyrir þann ramma sem siðmenntað fólk heldur sig innan. Sama ríkisstjórn byggir risamúr á landi Palestínumanna. Múrinn gerir daglegt líf að martröð fólks sem hefur ekkert til saka unnið annað en að vera Palestínumenn. Ríkisstjórnir sem ganga fram með þessum hætti fá stundum bágt fyrir hjá s.k. alþjóðasamfélagi. En Ísrael er fyrir utan lög og rétt.Líkt og glæpamaður sem leikur lausum hala í krafti furðulegrar friðhelgi.
ESB hefur verið tregt til að samþykkja aðild Tyrklands sökum skorts á mannréttindum. En ESB styður Ísrael á mörgum sviðum, og til tals hefur komð að hleypa því inn í sambandið með einhverjum hætti. Og eftir að Obama tekur við í BNA þá mun stjórn Ísrael fá enn viðameira skotleyfi á Palestínumenn. Allar yfirlýsingar Obama og Hillary verðandi utanríkisráðherra sýna það. Það er því ekki bjart framundan hjá fólkinu í Gazagettóinu og á Vesturbakkanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er víst enginn endi á því hversu mikill óþverri þú ert. Voru gyðingar í Varsjá að sprengja þýsk börn í tætlur í strætisvögnum?
Ég ætla ekki að hrekja þessar endurteknu lygar um ástæður óaldarinnar þarna suðurfrá, það hefur verið gert á betri síðum en þínum, en tilgangurinn hjá þér er augljós. Dropinn holar steininn. Og á sama hátt og nasistarnir í Þýskalandi er ætlunin að endurtaka lygarnar nægilega oft til þess að ykkur nasistunum og haturliðinu tekst að hrinda af stað nýjum ofsóknu í garð gyðinga.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 11:51
Nafnlaus - gyðingar haf notað svipaðar aðferðir og ýmsir hópar Palestínumanna hafa gripið til. Nægir að nefna Stern gang og Irgun. Þú telur upphaf átakanna greinilega aðra en staðreyndina um yfirtöku á landi Palestínumanna í krafti SÞ.
Notaðu svo þitt rétta nafn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 12:43
HVH, Nafnlaus hefur á réttu að standa. Samlíkingar þínar á gettóum þeim sem fjarskyldir ættmenn þínir í Þýskalandi hnepptu gyðinga í gegnum árhundruð, eru smekkleysa og óþverraháttur. Ef þú brennur svona fyrir Palestínuþjóðina, ættir þú að losa þig við nasistaáróðurinn og tilraunir þínar að gera fórnarlömb nasista að nasistum og Palestínumenn að fórnarlömbum þeirra. Ef það hefur farið fram hjá þér, er nasistaáróður og gyðingahatur ógeð sem gegnsýrir menningu Palestínuþjóðarinnar síðan hún varð til eftir stofnun Ísraelsríkis. Breski þegninn hér að neðan var vinur og samverka Hitlers. Tengin mín við "forfeður" þína í Þýskalandi er auðvitað alveg eins mikið út í hött og samlíkingar þínar. Farðu nú að hætta þessari smekkleysu þinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.1.2009 kl. 13:43
Það verður því miður alltaf fleira sem tengir saman síonismann og nasismann. Síonistar, og þú ert síonisti VÖV þótt þú teljist ekki til gyðinga, hafa það markmið að leggja undir sig land annarra þjóða. Líkt og þýskir nasjónalsósíalistar. Þeir beita hóprefsingum líkt og þýski herinn gerði. Svo sækja þeir í smiðju rasistanna í S- Afríku og búa til s.k. Bantustan-svæði til að króa fólkið sem er réttlaust skv. kynþáttakenningum Síonista. Kynþáttakenningarnar sem nasistar beittu byggðu á þeim grunni að einn kynstofn væri öðrum æðri. Kynþáttalög Ísrael enda í sömu niðurstöðu. Gettósmíðar eru svo enn eitt tilbrigðið þar sem allt nær saman - nasisminn, síonisminn og rasisminn. Múrar í líkingu við múra kommúnista í DDR er svo viðbót sem segir sína sögu.
Það er fjöldi gyðinga sem hefur rætt þessa samsömun Síonismans við nasismann. Þetta er ekki mín uppfinning. Og það veist þú.
Þú segir samlíkingu þína við forfeður mína út í hött. En samt grípur þú ætíð til hennar!
Svo hef ég nýjar upplýsingar handa þér: ég er víst kominn í beinan kvenlegg af gyðingaformóður.
Má ég þá setjast að í Ísrael? Kanski fá styrk til að nema land undir verndarvæng Ísrae hers á Vesturbakkanum?
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 14:12
Þakka þér fyrir góðan pistil Hjálmtýr. Framkoma vestrænna þjóða er við araba í marga áratugi er okkur til skammar og hatur þeirra er afleiðingin. Það er ef til vill von með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hann á þó mikið verk fyrir höndum vegna fjölda öfgamanna eins og þessa nafnlausa hér fyrir ofan.
Snorri Hansson, 1.1.2009 kl. 14:33
Ef ég værir altaf að áreita og senda heimatilbúnar púðurkellingar inn á lóð hjá þér mindiru ekki senda lögregluna á mig ef þú værir með Haglabissu mindiru ekki skjóta við eigum að sína hina kinnina og oft ræður Mammon eða Djöfullin heiftini í fólki þettað er alt frá því að Sara hló af Drotnni og leiddi ambáttina undir Abraham og úr varð sonur sem hét Ísmael og er Hann blessaður með olíu og fleira og situr í gull hásæti á jörðinni sem mun líða undir lok Himin og Jörð munu líða undir lok og svo er annar sem heitir Ísak og er hann líka mjög Blessaður og er Jesús komin af ætt Ísaks og er löngu búið að kveða Dóminn ifir Mönnunum og voru heiðingjarnir teknir í sátt með Blóði hins FULLKOMNA Lambs Djöfullin er sigraður og Jesús lifir Drottinn Blessi þig
Hafsteinn Guðsmaður (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 17:54
Já það er skelfilegt að horfa upp á það ár eftir ár að "siðmenntaðar þjóðir" komi ekki hertekinni þjóð til aðstoðar þegar níðst er á henni. Ísraels menn virða að vettugi alþjóðasamþykktir með framferði sínu og þeir munu halda áfram að gera það meðan þeir komast upp með það. Og við blessum yfir allt saman með aðgerðaleysi okkar... Þetta er sorglegt.
Helgi Haraldsson, 1.1.2009 kl. 18:14
Snorri, gerðu þér engan vonir um að Bandaríkjamenn fari að stugga við júðunum, til þess eru þeir alltof valdamiklir í Bandaríkjunum. Mér finnst fráleitt að brigsla Hjálmtý um júðahatur - margt má að þeim manni finna, en kynþáttahatari er hann ekki. En Hjálmtýr gerir sig sekan um alltof miklar einfaldanir. Hann dregur taum araba af slíku ofurkappi að hann hættir að vera dómbær á stöðuna. Það er óþolandi að hafa þetta eins og nú er - við verðum að finna aröbunum griðastað og ég held að bæði Egyptar og Jórdaníumenn geti hæglega tekið við þeim. Það er langbest að láta júðana fá Palestínu eins og hún leggur sig og flytja arabana burt. Annað er ekki raunhæft. Sá sem andmælir þessu er óvinur bæði júða og araba.
Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 20:32
Baldur - enn kemur þú með þinn boðskap um hina endanlegu lausn. Ef ég er sekur um einfaldanir þá ert þú sekur um einkennilegar hugmyndir um annað fólk. Ég benti þér á annarsstaðar í bloggheimum að þetta eru heimkynni Palestínumanna og að það væri í stíl annarra glæpa að rífa fólk upp frá sínum heimahögum, sinni sögu og lífi til að þóknast glæpsamlegum áformum síonista.
Þín lausn er fortíðarlausn í anda nýlendustefnunnar. Ég skal éta hatt (á ekki neinn núna) á himnum í þinni viðurvist (ef við sleppum inn) uppá það að eina lausnin - og sú sem verður ofan á þegar tímar líða - er stofnun lýðræðisríkis án kynþáttalaga síonista. Jafnur réttur araba og gyðinga mun rikja. Það er vissulega langt í land en ég hef alltaf verið bjartsýnn á góð mál. Hættu svo að tala um júða - það er einhv er niðurlægjandi tónn sem mér líkar ekki.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 20:57
Leiðrétting: Jafn réttur (hitt hljómar eins og færeyska)
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 21:01
Hvaða stælar eru alltaf í þér? Þetta fólk er kallað júðar á öllum tungumálum heims: jew, jude, juif, jöde osfrv. Það er gersamlega óviðeigandi að kalla þá gyðingja því þá ertu að kenna þá við trúarbrögðin. Þetta er eins og kalla alla araba múslima og vísa alltaf til þeirra sem múslima. Það eru alls ekki allir júðar gyðingatrúar. Svo skaltu fara að viðurkenna að það er óhugsandi að stofna eitt ríki araba og júða. Hvorugur aðilinn kærir sig um það. En það er yfir nóg landflæmi þarna fyrir þá alla. Ég sting upp á þeirri lausn sem allir sjá að er raunhæfust. Hvers vegna getur þú ekki stutt þessa tillögu? Varla viltu hafa stanslausar blóðsúthellingar þarna meðan þú lifir?
Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 21:04
....yfrið nóg landflæmi.....
Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 21:04
Júðanafnið hefur verið notað á fremur niðrandi hátt hér á landi að mínu mati. Kanski er þetta einhver misskilin viðkvæmni hjá mér. Enda notað víða eins og þú bendir á.
Það er staðreynd í dag að Ísraelar ráða öllu svæðinu, Gaza og Vesturbakkanum ásamt öðrum landshlutum. Þú ert sammála mörgum síonistum í ríkisstjórn og á þing í Ísrael að það sé best að flytja arabana burt. Hugsaðu lengta - þvílíkt fordæmi fyrir ill öfl.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 21:24
Já þetta er misskilin viðkvæmni hjá þér en þú ert ekki einn um þann misskilning. Þetta orð er gott og gilt og það kemur fyrir í Biblíunni, íslenskri þýðingu. Gættu þess að það er hættuleg skírskotun í orðinu "gyðingur" = guðs útvalin þjóð. Orðið "nigger" hefur hinsvegar, að því er ég best veit, alltaf verið haft til að niðurlægja. Annað mál og önnur saga. Styðjum júðana með ráðum og dáð, finnum aröbunum önnur landsvæði til að setjast að og leysum þetta hryllilega vandamál í eitt skipti fyrir öll.
Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 21:31
Tæpast erum við færir um slík stórvirki. Og ekki einu sinni sammála.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2009 kl. 21:46
Þú gleymir fiðrilda-áhrifunum. Vantrúaða sál. Getum við ekki fengið þetta Palestínu-gengi í lið með okkur? Ögmund?
Baldur Hermannsson, 1.1.2009 kl. 21:52
Takk fyrir góða grein Hjálmtýr.
Ég eins og flestir Íslendingar; höfum verið aldir upp í samúð með Gyðingum.Við Íslendingar tókum ríkan þátt í stofnun Ísraelsríkis eins og ég hef bent á í bloggi mínu. Þar bendi ég á að það virðist svo vera að Íslensk fyllibytta hafi ráðið þar miklu um að Sameinuðu Þjóðirnar samþykktu stofnun Ísraels ríkis á sínum tíma.http://krissi46.blog.is/blog/krissi46/entry/695046/
Smátt og smátt hefur samúðin gagnvart Ísraelsríki dofnað. Ekki bara hjá mér heldur ört stækkandi hópi fólks sem gerir sér grein fyrir hvað raunverulega á sér stað. Þessi þróun heldur áfram þrátt fyrir hina miklu áróðursherferð sem Gyðingar hafa haldið uppi allt frá lokum síðara stríðs. Á hverju einasta ári koma út bækur og kvikmyndir um helförina. Allir siðmenntaðir menn eru á einu máli um hörmungar sem Gyðingar máttu þola í helförinni meiga aldrei endurtaka sig.
Nú hefur Ísraelsríki lokað stóran hluta Palestínumanna inn í 21.aldar Ghettói. Ef Þýskur hermaður var drepinn í Varsjá á dögum seinni heimstyrjaldar þegar Gyðingum hafði verið safnað saman í Ghettóinu var ekkert spurt hver var sekur. Þjóðverjar söfnuðu 10-20-50 -100 Gyðingum saman af handahófi og þeir skotnir á staðnum. Palestínumenn skjóta heimatilbúnum rakettum yfir til Ísraels og Ísraelsmenn gera það sama og Þjóðverjar kenndu þeim. Nefnilega að drepa að handahófi nógu marga Palestínumenn. Landamærum er lokað og fólk lifir ekki betra lífi en Gyðingar í Ghettóinu í Varsjá forðum. Sennilega hefur vistin í Ghettóinu í Varsjá verið betri þ.s. Þjóðverjar voru ekki jafn hugvitssamir og Gyðingar nú; að láta sprengjuregn rigna yfir saklaust fólk í Ghettóinu.
Fréttamönnum er meinaður aðgangur að Gaza til að færa fréttir af atburðunum og hjálparsamtök komast ekki með mat og lyf til þurfandi fólks.
Ísraelsmenn eru smám saman að mála sig út í horn og með sama áframhaldi mun þetta enda með sömu niðurstöðu og í fornöld. Herleiðing til Babýlon.
Nú er það svo að það er naumur meirihluti almennings í Ísrael hlyntur þessum hroðalegu aðgerðum ( 52% )samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Því ber að varast að dæma heila þjóð fyrir þessar aðgerðir.
Sá núlifandi stjórnmálamaður sem einna mest hefur komið nálægt friðarumleitunum í Palestínu er Jimmy Carter og er það holl lesning öllum þeim sem vilja kynna sér málin nánar að lesa bók hans " Palestine - Peace not apartheid "
Kristján Þór Gunnarsson, 1.1.2009 kl. 21:56
Ég furða mig ætíð á því að fólk skuli endalaust ræða helför nasista í sömu andrá og helför þá sem gyðingar leiða í Palestínu og hafa gert í 60 ár. Fyrir mér eru þetta tvö aðskilin hervirki og hryllingur, sem hvorugur réttlætir hinn. Nú verða Gyðingar að hætta að réttlæta morðæði sitt á börnum með þjáningum sínum á strísárunum. Það gengur ekki. Ekki er það hefnd því hvergi komu Palestínumenn þar nærri. Hér er eitt sem liggur til grunns og það er trú Gyðinga og raunar eru trúarbrögð beggja alfa og ómega í þessum hryllingi. Að reyna að draga úr þessum hryllingi eða drepa umræðu um hann á dreif með tilvísun í Holocaustið er gersamlega absúrd.
Það er verið að framkvæma hægfara þjóðarmorð í Palestínu í nafni geistlegs afsals sem nefnt er í 12-15 versum í skruddunni hryllilegu. Land sem Gyðingar hafa aldrei átt að fullu né haldið og sýnt er að þessir kaflar að auki eru helber skáldskapur samkvæmt fornleifa og sagnfræði. Það skiptir í raun litlu hér. Hér skipta mannréttindi máli. Ef menn eru að réttlæta barnsmorð með því að þeir séu að ná til pólitískra öfgamanna, sem sagðir eru koma sér fyrir í íbúðabyggðum, þá skortir eitthvað upp á kunnáttu í landafræði. Þetta eru nánast allt íbúðabyggðir og kjarnar og það segir sig sjálft að hamas heldur sig þar.
Gyðingar hafa hrifsað til sín miklu meira en þeim var úthlutað. Þeir höfnuðu öðrum lausnum um griðland á sínum tíma og heimtuðu þennan suðupott á forsendum trúarvitfirringar sinnar. Þeir njóta nú stuðnings annarra trúarvitfirringa, sem geta varla beðið eftir að þeir öðlist fyrirheitna landið að fullu, svo heimsendir komi og skáldsagnapersónan Jesú geti komið á skýi til jarðar og raunar útrýmt Gyðingum. Skemmtilegt dilemma þar.
Ég bendi á kort á mínu bloggi, sem sýna þessa þróun vel og það ætti engum að leynast þar, að hverju er stefnt. Sameinuðu Þjóðirnar hafa í öllu gengið að baki orða sinna gagnvart Palestínumönnum og ekki bara er búið að einanfgra þá í gettóum í sínu eigin landi, heldur búa þþeir enn í flóttamannabúðum ít Líbanon og Sýrlandi, sem aðeins áttu að vera til bráðabyrgða. Þeir áttu að fá bættar eignir og lönd, sem þeir létu SÞ eftir en ekkert hefur verið gert í því að standa við þau loforð. Er einhver hissa á örvæntingu þeirra? Ekki ég.
Gyðingar halda minningunni um helförina á lofti í þeim tilgangi að sögn að slíkur hryllingur endurtaki sig ekki, en eru þeir einu hér í heimi sem hafa allan þennan tíma stundað sama glæp. Þeir meiga það. Þeir eru guðs útvalda þjóð. Þetta brotabrot af mannkyni veður uppi og stofnar heimsfriðinum í hættu eins og að jarðlífið snúist einvörðungu um þá og ef það er gagnrýnt þá væna þeir menn um mannvonsku og hatur. Þetta er alger sturlun. Þeir lifa í einhverskonar ranghugmyndaþoku um mikilvægi sjálfs sín og egósentrískri forréttindahugsun, sem éir telja sig hafa erft af ímyndaðri veru í himingeimnum. Getur það orðið öllu firrtara?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 07:01
Það má velta fyrir sér hvort Gyðingar beri ekki bara ábyrgð á allri útþenslu og agressjón Islam undanfarna áratugi og þar með öllum helstu stríðum og hryðjuverkum hér í heimi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 07:06
Ég er ekki að réttlæta herverk Hamas eða öfgakenndra hópa innan Islam, en ég hugleiði stundum hvað ég gerði sem íslendingur ef búið væri að taka yfir landið mitt af fólki, sem teldi sig hafa rétt á því samkvæmt norrænni goðafræði og væri búið að reka íslendinga í litlar sellur á hálendinu með litla sem enga von um menntun, atvinnu og vöxt, auk þess sem hafnað væri allskostar að við værum þjóð með rétt á meðal þjóða. Hvað finnst ykkur?
Jón Steinar Ragnarsson, 2.1.2009 kl. 07:14
Mögnuð samantekt Jón Steinar. Umræðan um helför nasista gegn gyðingum eða júðum (svo Baldur sjái framför) í tengslum við þjóðarmorð síonista á Palestínumönnum er einmitt sú staðreynd að þeir telja sig eiga innistæðu sem gagnist þeim í sinni útrýmingarherför.
Palestínumenn komu hvergi nærri verkum nasista (ég skrifaði grein um þetta í Mbl. á s.l. ári) þótt síonistar segi annað. Þeir segja það sem þeim hentar hverju sinni. Eitt af því sem þeir (m.a.a VÖV í Kbh.) er að Palestínumenn hafi aldrei verið þjóð hér áður. Hvað um það - þetta er fólk eins og við.
Hjálmtýr V Heiðdal, 2.1.2009 kl. 08:22
Mjög góð samantekt Jón Steinar og kortin á þinni síðu segir svo miklu meira en mörg orð.
Af hverju ber fólk helförina nú saman við helförina fyrir 60 árum, þó svo að "þetta séu tvö aðskilin hervirki og hryllingur, sem hvorugur réttlætir hinn " eins og þú bendir réttilega á ?
Ég tel að það sé vegna þess að gerandinn í helför nútímans er sá sem varð fyrir henni fyrir miðja síðustu öld. Gerandinn hefur mynnt rækilega á hryllinginn eins og svo oft hefur komið fram.
Þeir geta hinsvegar ekki sett sig í spor annarra sem líða sama hrylling.
Okkur hér á þessum klaka var kennt í fermingarfræðslu " að það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður; skulið þér og þeim gera " .
Ég held að þetta sé kjarninn í því af hverju alltaf er verið að bera þessar helfarir saman.
Kristján Þór Gunnarsson, 2.1.2009 kl. 11:44
Ísraelsmenn eru nú farnir inn á Gaza með landher og þar með hverfur sá flipi úr eign Palestínumanna. Það er merkilegt að heyra að þeir sendi flugrit til að vara fólk við og hafa sig á brott af heimilum sínum. Munu Hamasliðar sitja eftir semsagt til að láta sprengja sig í tætlur? Nei auðvitað ekki. Tilgangurinn er einn. Hann er að eyða íbúðabyggð Palestínumanna á Gaza og hrekja þá burtu til framtíðar. Og svo sjá forystumenn okkar ekki í gegnum viðbjóðinn. Nú mun þessi græni flekkur (með vísan í kortið) hverfa. Svo verða pokarnir teknir einn af öðrum í Júdeu. Langvinnu þjóarmorði er að ljúka. Þeim liggur á áður en hugsanlega frjálslyndari forseti tekur við í USA. Það er heila málið. Hamas er bara yfirskyn.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 21:14
Hvar fannstu þennan áróður Jón Ragnar? Síðasta kortið er einfaldlega ekki rétt. Hvar er Stage 5? í ár er 2009.
Í Íran er Ísrael ekki á kortum, heldur ekki á Sýrlandi. Útrýmt af kortum. Og þú ert með kort sem sem eru búin til af aðilum sem þú gefur ekki upp.
Þú virðist ekki hafa reiknað Hamas út.
Ísraelsmenn yfirgáfur Ghazzah araba (Aza gyðinga) fyrir tveimur árum. Ertu búinn að gleyma. Þakkirnar voru árásir Hamas og Hizbollah á Ísrael.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.