15.1.2009 | 22:36
Fundur í Háskólabíói á sunnudag
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- ak72
- skarfur
- skagstrendingur
- formosus
- baldher
- baldurkr
- benjaminkari
- birgitta
- heiddal
- gisgis
- gattin
- diesel
- eskil
- evabenz
- ea
- killjoker
- gretarogoskar
- graenaloppan
- gudni-is
- lucas
- sverrirth
- gudr
- hehau
- hildurhelgas
- snjolfur
- himmalingur
- minos
- hordurt
- ingimundur
- kulan
- jakobk
- kreppan
- ravenyonaz
- jon-dan
- kiza
- kjarri
- leifur
- krissi46
- kikka
- ladyelin
- larahanna
- ludvikjuliusson
- manisvans
- olimikka
- olii
- hugarstrid
- skari60
- ragnarb
- runarsv
- runirokk
- semaspeaks
- siggi-hrellir
- sigsaem
- siggisig
- sigurgeirorri
- must
- svalaj
- svanurg
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- vga
- ylfamist
- hallormur
- bergen
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér má sjá myndir sem Mads Gilbert tók við störf sín á Gaza.
Matthías
Ár & síð, 15.1.2009 kl. 22:39
Á þriðjudaginn 20. janúar verður Obama forseti Bandaríkjanna. Hann lýsti því yfir í dag (í sjónvarpsviðtali), að öryggi Ísraels yrði lykilatriði í stefnu sinni í þessum heimshluta. Hamas-liðar verða að fara að horfast í augu við þá staðreynd að heimurinn styður þá ekki. Mótmæli ykkar eru tilgangslaus. Hvetjið heldur Hamas til að semja frið við júðana. Þá gerið þið kannski eitthvert gagn.
Baldur Hermannsson, 15.1.2009 kl. 23:59
Baldur - þú ert eins og Bush - hugsar mikið um Hamas - en kemur ekkim auga á aðal glæpamennina.
Ísraelar sprengdu í gær upp lyfjabirgðir, matarbirgðir, spítala og fréttamiðstöð. Þeir nota fosfór til að tryggja að allt brennur og að erfitt sé að slökkva eldana.Þeir halda 1,5 milljón manns í herkví. Rúmlega helmingur þeirra sem eru fallnir eru börn og konur. Restin eru karlar og af þeim eru einhverjir Hamasliðar. Það mætti ætla að 20% fallinna séu Hamas skæruliðar og þeir eru taldir vera um 20,000. Ísraelar ætla að uppræata Hamas.
Þeir eru tilbúnir til að drepa 100,000 Palestínumenn í þessum tilgangi - annað verður ekki ráðið af framferði þeirra.
Rabbíinn Mordechai Eliyahu, einn leiðtoga hörðustu landtökumannanna, vakti athygli er hann skrifaði í bréfi til ríkisstjórnar Ísraels að megi ekki undir neinum kringustæðum sýna íbúum Gazasvæðisins linkind ef það ógni lífi ísraelskra hermanna. Sonur Mordechai, Shomuel, sýndi sinn skilning á orðum föður síns og sagði að ef dráp á 100 Palestínumönnum dygði ekki til að stöðva sendingar á Qassam eldflaugum þá verður að drepa 1,000 og ef það dugar ekki þá skal drepa 10,000, síðan 100,000 og allt að einni milljón. Allt þetta til þess að stöðva eldflaugaárásir sem hafa drepið innan við tug Ísraela á þremur árum. Slíkar eru öfgar Síonisku kynþáttahyggjunnar.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.1.2009 kl. 09:25
Ekki gera mér um sakir, Hjálmtýr, nógar eru mínar ávirðingar samt. Það voru klárlega mistök að stofna Ísraelsríki - amk eins og menn gerðu það - en það er of seint að fást um það núna. Við neyðumst til að bregðast við núverandi stöðu hvort sem oss líkar betur eða ver.
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 10:01
Þer dettur auðvitað ekki i hug að motmæla þeim sem skjota ur byggingum UN og falsa frettir i gegnum aroðursstoðvar eins og Al-Jazera og CNN. Þu ættir að skammast þin Hjalmtyr fyrir að styðja samtok eins og Hamas og Hizbollah sem hafa utrymingu gyðinga a stefnuskranni.
Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:28
Rétt hjá Halldóri, skamm!
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 14:39
Sammála þér Baldur með stofnun Ísrael. Ég skal reyna að halda þínum góðu hliðum til haga - framvegis. Getur þó brugðið útaf í hita leiksins.
Halldór -þú ert -eins og skrif þín bera með sér - illa upplýstur. Þitt vandamál.
En segðu mér samt: hvað eru 500,000 Ísraelar sem búa á Vesturbakkanum að gera þar?
Hvers vegna eru þeir þar? (og búnir að vera árum samna) Útskýrðu það áður en þú ferð að ræða um Hamas og Hizbolla.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.1.2009 kl. 15:06
Eg vil benda þer a Hjalmtyr að rikið Palestina er i raun ekki til og er þetta fyrst og fremst landsvæði Israelsmanna. Þvi tel eg að þeir geti sest niður þar sem þeir vilja. Israel er frjalst land og þar njota arabarnir miklu mun meiri rettinda en þeir gera i arabalondunum i kring sem eru ekki lyðræðisriki.
Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:21
Það er ágætt að vita þetta Halldór. Ég læt það berast.
Ert þú til í rauninni - ertu ekki bara tilbúningur?
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.1.2009 kl. 15:42
Þott eg se oskradur er eg samt til. Skrai mig bara seinna, kannski, ef mig langar til að skrifa einhverja grein. Mer finnst þessi asokun þin frekar osmekkleg og vildi gjarna að þu bæðir mig afsokunnar.
Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 15:53
Hér með bið ég Halldór afsökunar á því að velta fyrir mér í galsa þeim möguleika að hann sé ef til vill ekki tilí mannaheimum.
Hjálmtýr V Heiðdal, 16.1.2009 kl. 15:59
Ekkert mal.
Halldor (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 16:00
(löng stuna) bara ef arabar og júðar gætu nú ræðst við eins og þeir gera á þessari bloggsíðu, Hjálmtýr og Halldór (önnur stuna)
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 18:55
Halldór, vertu ekki að æsa öryggisfulltrúa Hamass á Íslandi upp. Hér er dálítill fróðleikur um HAMAS.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 18:57
Júðasleikjan vöv er tilbúinn að verja morðingja og hryðjuverkaríkið ísrael
þú ættir að skammast þín,sami hugleysinginn og júðarnir
pjakkurinn (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 20:40
Alveg nákvæmlega sami hugleysinginn, og pjakkurinn sama hetjan og Hamas
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2009 kl. 21:01
Í viðtalinu við Obama, sem Baldur vitnar til, þá var það merkilegt, hvernig Obama hagaði orðum sínum. Er hann lagði hina miklu áherslu á að öryggi Ísraels skyldi gætt í hvívetna, notaði hann orðið "paramount"...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.1.2009 kl. 21:20
Hárrétt Ásgeir, hann notaði einmitt orðið "paramount" - og fréttastofan þýddi það sem "aðalatriðið" ! Ekki 100% þýðing að mínum dómi.
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 23:03
Hver er munurinn á meðferð nasista á gyðingum í ghettóunum í Pollandi og hvað israelsmenn eru að gera á Gaza núna! Ég hef stundum verið að hugsa ef Írar myndu koma hingað og segja "þetta er okkar fyrirheitnaland og við áttum heima hérna fyrir meira enn þúsund árum" og þeir myndu girða t.d Hafnarfjörð af og loka okkur íslendinga inni og skammta okkur vatn rafmagn og allar nauðsynjar þá myndi ég ganga í frelsisher íslands "hamas" og berjast fyrir réttlæti.
Davíð Bergmann Davíðsson, 16.1.2009 kl. 23:14
Það má um þig segja Davíð, að þú hugsar fyrir öllu.
Baldur Hermannsson, 16.1.2009 kl. 23:46
Vilhjálmur Ö. er einn af þessum mönnum sem ver stríðsglæpi og fjöldamorð Ísraels. Honum finnst þetta í góðu lagi því andstæðingurinn er vopnlaus og illa innrættur. Samkvæmt myndum og opinberum tölum eru það aðallega börn og óbreyttir borgarar sem Vilhjálmur Ö. nýtur þess að sjá drepinn og limlest. Auðvitað er honum frjálst að vera með sínar perraskoðanir og jafnvel perrast heima hjá sér. En þar ætti hann og Ísrael að draga mörkin. Hugsa um morð á óbreyttum borgurum en framkvæma síðan annað og eitthvað gáfulegra. Til heilla fyrir þá sjálfa og nágranna sína.
Ekki vantar síðan hrokann og heimskuna í það sem Vilhjálmur ber á borð til að réttlæta skoðanir sínar. Á síðu sína hefur hann sett inn myndband þar sem ýmsir Hamas menn bölva og ragna Ísrael og Vesturlöndum. Leiðtogi Hamas í útlöndum segir að Guð sé voldugri en Bush og Co. Einn eldklerkurinn boðar yfirráð Íslams og hefur í hótunum við andstæðinga sína. Annar segir að það sé í lagi að drepa gyðinga o.s.fr. Í lokinn er tekið fram að þessar upptökur sé frá þvi fyrir nýjustu árasina á Gasa.
Hvað er Vilhjálmur að gefa í skyn. Að allir íbúar Gasa og Vesturbakkans séu réttdræpir vegna orða þessara manna? Þetta séu ekki morð heldur er verið að byrgja brunninn áður en Vesturlönd detta ofan í hann. Ef Vilhjálmur er á þessari skoðun ætti hann ekki að koma alveg út úr skápnum og heimta útrýmingu á múslimum, aröbum og íbúum Gasa. Vera ekki að perrast heima hjá sér heldur stíga upp í næstu flugvél og taka í lurginn á þessum ófétum og börnum þeirra.Björn Heiðdal, 17.1.2009 kl. 12:23
Sælir allir síðugestir
Það er auðvitað ekki hægt að blogga um glæpaverk Ísraela án þess að fá innskot frá Vilhjálmi í Köben. Það væri eitthvað skrítið ef honum rynni ekki blóðið til skyldunnar.
Fínar athugasemdir hjá þér Björn frændi. Sérstaklega eru athugasemdir þína vegna myndbandsins frá Hamas góðar. Vilhjálmur rekur nú bíó á bloggi sínu. Um daginn sýndi hann mynd og svo voru aukasýningar á bloggi Snorra guðsmanns. Sú mynd var mislukkuð vegna þess að þulur kom upp um sig í lokin. Hann reyndist vera síonisti og talar þeirra máli. Hann getur verið arabi eða Ísraeli, það er ekki gott að vita. En það sem hann segir í lokin sannar að hann er talsmaður Síonismanns. „Many think this is because Israel is takin their land (hann er að tala um orsakir haturs Hamas á Ísrael). This is a lie. First nobody took their land. Palestine as a state never existed, go and check the history... there is no state, no government, no border...“
Hér er þulurinn að segja okkur að Palestínumenn séu réttlausir sökum sögunnar. Það er ein af aðal „röksemdum“ síonista: að þetta fólk sem er þarna að flækjast fyrir yfirtöku Síonista á allri Palestínu eigi engan rétt til þessa lands. Land sem þau eru fædd og uppalin á og þeirra forfeður í mannsaldra. Það sjá allir að stenst ekki. Fólk er fólk og meta sinn upprunastað mikils og vilja ekki láta einhverja segja sér að hypja sig. Saga manna er tengd við landið, staðinn þar sem þeir fæddust og byrjuðu sitt líf. Palestínumenn eiga slíkan rétt sama þótt þeim hafi ekki tekist að mynda eigið ríki enn. Hamas er ekki primus motor í atburðarásinni þótt Vilhjálmur og fleir reyni að koma því inn hjá fólki. Síonisminn, landaránið, og hernámið til að framfylgja því og hatrið á öðru fólki sem birtist í hroðalegu framferði Ísraelshers - þetta eru grunnþættirnir.
Verjendur þessara glæpa eru fratfólk.
Hjálmtýr V Heiðdal, 17.1.2009 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.