Salt í grautinn og pipar í augun

Ég held að stjórnin falli brátt. Piparúðabirgðir lögreglunnar eru á þrotum og fólkið fær minna salt í grautinn.
Hvenær ætlar Geir að horfast í augu við þá staðreynd að það verða kosningar í vor - hvernig sem hann reynir að slá öllu á frest. Björn B vill „verja valdstjórnina“ með fleiri löggum og piparúða. Og ef úðinn dugar ekki þá vill hann sterkari meðul. Hvað skyldi það vera?
mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Höldum áfram - hömrum járnið.

Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF. 

Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað er stjórnin fallin. Samfylkingin vill ekki halda áfram að stjórna og því fer sem fer. Það þarf að mynda nýjan, starfhæfan meirihluta sem situr fram á haust. Það tekur tíma fyrir flokkana að undirbúa sig og eins þurfa ný framboð tíma. Best að kjósa í ágúst/september.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 13:59

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Baldur villtu að þessir flokkar bjóð fram???????

Einar Þór Strand, 21.1.2009 kl. 16:53

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, viljum við ekki báðir lýðræði? Allir mega bjóða fram. Svo velur fólkið.

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Baldur ég held að það sé komið að því að gefa uppá nýtt og banna þeim sem setið hafa á þingi að bjóða sig fram í næstu kosningum en eftir það er svo annað mál, það er eina ráðið til að fá fram endurnýjun á Alþingi.

Einar Þór Strand, 21.1.2009 kl. 19:06

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Einar, þetta væri ferleg takmörkun á lýðræðinu. Komdu með betri tillögu......

Baldur Hermannsson, 21.1.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég bind vonir við að Ingibjörg horfist fyrr í augu við þjóð sína!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.1.2009 kl. 20:27

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Er ekki málið bara að segja upp Alþingismönnunum og ganga í ESB.  Láta kannski einn landsstjóra duga sem bæri heitið sveitastjóri Íslands eða eitthvað álíka.  Síðan má líka alltaf stóla á sérfræðinga til að stjórna okkur.  Sleppa bara stjórnmálamönnum út úr jöfnunni og láta fólk með fagmenntun sjá um okkur.  Meiri miðstýringu og minni spillingu.

Björn Heiðdal, 22.1.2009 kl. 01:59

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sterkari meðul? Táragasið virkar fínt. Það sem yfirvöld ekki viðpast skilja er að það hefur líka öfug áhrif. Fólk verður ennþá reiðara.

Villi Asgeirsson, 22.1.2009 kl. 06:09

10 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Já, núna hefur Björn Bjarnason bætt við táragasinu. Fyrsta skipti síðan Íslendingar voru þvingaðir frá því að vera sjálfstæð og hlutlaus þjóð með því að ganga í NATO 1949.  Þetta er sannarlega tímanna tákn, táragas á sitt eigið fólk.

Til þessa hefði aldrei þurft að koma.

Baldur Gautur Baldursson, 22.1.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband