21.3.2009 | 11:14
Ein kúla - tvö morð
Myndin sem fylgir þessari grein sýnir áprentun sem ísraelskur hermaður, nýkominn úr Gaza árásinni, lét prenta á bol sinn. Myndin sýnir ólétta arabakonu í byssumiði hermannsins og áletrunin er: eitt skot, tvö drepin. Stolt þessa unga mann er falið í því að drepa bæði móður og ófætt barn með einu skoti.
Nú streyma fram frásagnir ísraelskra hermanna sem geta ekki þagað yfir þeim hroðaverkum sem þeir tóku þátt í á Gaza.
Margir undrast þá grimmd og mannfyrirlitningu sem birtist í framferði ísraelskra hermanna. En við hverju skal búast þegar fólk sem er alið upp í kynþáttahyggju fer alvopnað inn á heimili þeirra sem kynþáttahatrið beinist gegn?
Þessir atburðir eru skýr birtingamynd þess fasisma sem hefur tekið völdin í Ísrael. Nafn þessarar tegundar fasisma er Zíonismi.
(Myndin birtist í vefútgáfu Haaretz)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Athugasemdir
Grimmdin gegn Palestínumönnum af völdum Ísrael er undarleg og viðurstyggileg. Og Amnesty International hefur barist gegn þessu. Evrópusambandið og Sameinuðu Þjóðirnar hafa ekki verið nógu hörð gegn Ísraelsmönnum. Og þó núna virðast S.Þ. vera að ranka við sér loksins. Forsetinn fór sjálfur til Palestínu eftir árásirnar í des/jan sl. og skoðaði verksummerki og sagðist opinberlega aldrei hafa séð eins mikla eyðileggingu.
EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 11:29
Athyglisvert er að áletrunin er á ensku líka, sennilega í þakklætisskini fyrir auðsýnda hjálp.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.3.2009 kl. 12:01
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4456556/2009/03/20/8/
EE elle (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:07
Líklega versta fjöldamorð á þessari öld
Pjotr (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 17:31
Kristján Sigurður spyr athyglisverðarar spurningar, en gerir enga tilraun til að leita eftir svari. Hver skyldi nú vera að þakka fyrir sig á þessari mynd? Ísraelar eða Arabar?
Ragnhildur Kolka, 21.3.2009 kl. 21:06
Ragnhildur! Auðvitað er það Ísraelinn. Það er ekki lítið sem Ísraelska þjóðin hefur mátt þola af hendi óléttra arabakellinga sem ganga myrðandi um Ísrael.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.3.2009 kl. 22:12
Fyrir þá sem vilja kynnast Zionisma er bennt á Omega sjónvarpsstöð sem styður heilshugar Ísraelsríki.
Sævar Finnbogason, 21.3.2009 kl. 22:12
Athyglisverð ályktun, Kristján. Sérstaklega nú þegar áróðurstækni Palestínumann hefur verið svo rækilega afhjúpuð í al-Dura málinu.
Ragnhildur Kolka, 22.3.2009 kl. 09:35
Hvað segir Ragnheiður Kolka um veru 450,000 landtökumanna á Vesturbakkanum? Hver er réttur þeirra?
Er ekki eitthvað sem þarf að „afhjúpa rækilega“ í því máli?
Hjálmtýr V Heiðdal, 22.3.2009 kl. 12:58
Já, Hjálmtýr, af hverju ekki bara ræða landið og miðin?
Þú setur hér inn mynd, sem engin leið er að staðfesta hvaðan kemur, og staðhæfir að bolurinn tilheyri ísraelskum hermanni nýkomnum frá Gaza. Lesendur síðunnar gleypa það hrátt. Ég lýsi efasemdum og bendi á áróðurtækni Palestínumanna og þá á undireins að ræða Vesturbakkann.
Svarið bendir til að rökstuðningurinn haldi ekki vatni og það var einmitt það sem ég vildi segja.
Ragnhildur Kolka, 22.3.2009 kl. 21:04
Myndin er frá Haaretz eins og segir í textanum frá mér.
Það sem ég er að vísa á með umræðu um ólöglega landtöku Ísraela er sú staðreynd að það er stefna Ísraela að stela landi og hrekja Palestínumenn burt. Allt annað er hluti af þessari stefnu.
Ef þú vilt ræða ljósmyndir þá er það allt í lagi - en ég vil ræða frumorsökina. Ég vísa m.a. á grein mína „Ein djöfuleg áætlun“ sem ég sendi Mogganum 3. feb. (hefur ekk verið birt enn) og er að finna á bloggi mínu 3. feb.
Þú hefur áður skrifað um ljósmyndir og sönnunargögn (sjúkrabílar í Líbanon). Heiðar Sæmundsson, einn helsti talsmaður árásarstefnu Ísrael hérlendis, er dæmigerður skoðanabróðir þinn. Allt sem sannast um hryðjuverk og óhugnað Ísraela er samstundis sagt rangfærsla eða lygi í greinum hans í Mbl.
Þið getið haldið þessari iðju áfram - það breytir litlu um það að heimurinn fær sífellt fleiri sönnunargögn um framkvæmd Síonismanns í verki.
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.3.2009 kl. 10:03
Hér eru nánari upplýsingar úr Haaretz:
Dead babies, mothers weeping on their children's graves, a gun aimed at a child and bombed-out mosques - these are a few examples of the images Israel Defense Forces soldiers design these days to print on shirts they order to mark the end of training, or of field duty. The slogans accompanying the drawings are not exactly anemic either: A T-shirt for infantry snipers bears the inscription "Better use Durex," next to a picture of a dead Palestinian baby, with his weeping mother and a teddy bear beside him. A sharpshooter's T-shirt from the Givati Brigade's Shaked battalion shows a pregnant Palestinian woman with a bull's-eye superimposed on her belly, with the slogan, in English, "1 shot, 2 kills." A "graduation" shirt for those who have completed another snipers course depicts a Palestinian baby, who grows into a combative boy and then an armed adult, with the inscription, "No matter how it begins, we'll put an end to it."
Does the design go to the commanders for approval?
The Givati soldier: "Usually the shirts undergo a selection process by some officer, but in this case, they were approved at the level of platoon sergeant. We ordered shirts for 30 soldiers and they were really into it, and everyone wanted several items and paid NIS 200 on average."
Hjálmtýr V Heiðdal, 23.3.2009 kl. 10:51
Það er full þörf að klekkja á þessum stríðsglæpamönnum, júðum jafnt sem Hamas-liðum.
Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.