Hreinskilinn utanríkisráðherra

LiebermanNýr utanríkisráðherra Ísrael er ekki að fela raunverulega stefnu stjórnar sinnar í orðskrúði um stofnun ríkis til handa Palestínumönnum. Hann er reyndar þekktur fyrir beinskeyttar yfirlýsingar. M.a. sagði hann að það ætti að skjóta alla þá þingmenn í Ísrael sem hefðu samband við Hamas.  Ein af  vel þekktum hugmyndum hans er sú að setja alla þingmenn araba sem sitja á þingi Ísrael, Knesset, í eina rútu og keyra þá út í sjó. En 20% íbúa Ísrael eru arabar og þetta eru fulltrúar þeirra.

Þetta er hugmyndaríkur maður og liggur ekki á skoðunum sínum. Og nú er þessi sérstaki maður sestur í stól utanríkisráðherra. Trúr sínum skoðunum lýsir hann því nú yfir að stjórn Ísrael sé ekki bundin af samningum sem þeir þóttust eiga aðild að á ráðstefnunni í Annapolis.

Um þá ráðstefnu skrifaði ég í fyrra:

„Nýlokið er ráðstefnu í Annapolis í Bandaríkjunum sem hafði þann yfirlýsta tilgang að stuðla að friði milli Ísraela og Palestínumanna. Þessi ráðstefna var tilgangslaus þar sem frumforsendur friðar eru ekki fyrir hendi.

Svo lengi sem Ísraelar, með stuðningi BNA og ESB, halda áfram að hersitja Palestínu, byggja fleiri og fleiri hús á herteknu landi og neita að viðurkenna mannréttindi Palestínumanna, jafnt á herteknum svæðum sem innan Ísraelsríkis, þá verður ekki friður. Þetta er ekki flókið mál og þetta vita allir, jafnt Ísraelar, stjórnvöld í ESB og Bandaríkjunum og venjulegur fréttafíkill hér uppi á Íslandi. 

Það er fátt sem getur ógnað tilveru Ísraela nema þeirra eigið ofstæki. Þeir eiga einn fullkomnasta her í heimi, þeir eiga kjarnorkusprengjur og hafa ómældan stuðning Bandaríkjanna. Vilji þeir frið þá er það í þeirra hendi“

sjá: (http://www.palestina.is/greinar/archive/grein49.html)

Mér sýnist að niðurstaða mín sé nokkuð rétt. 


mbl.is Eftirgjöf þýðir stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þessi öfgamaður a ekki heima í ráðherrastól, það er mín skoðun.

Ég hef oft varið gjörðir Ísraela, mikið vegna atburðanna í seinni heimstyrjöld, en eftir að hafa horft upp á slátrun þeirra á konum og börnum í stríðinu á Gaza á dögunum ... hef ég misst allt álit á ríkisstjórninni og hernum!

Hvað gat maður verið blindur.

ThoR-E, 2.4.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg skelfilegt.

Sýnir nú samt hvernig israel í rauninn er, að þessi maður skuli kosinn svo langt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Er þetta ekki ESB sinni?

Björn Heiðdal, 2.4.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hann vill að israel verði aðili að ESB og Nato.  Lítur svo á að israel sé í fronti að berjast fyrir hin vestræna og deili gildum með honum móti bókstafstrúarmönnum heim ef svo má segja.

Stumbling blocks to European Union membership such as the possibility that Israel might have to drop its Law of Return or the fact that Israel is physically located on the Asian continent have not deterred Israel Beiteinu head and Minister for Strategic Affairs Avigdor Lieberman from pushing to make what many would call a "pipe dream" into reality within the next five years.

...

http://www.jpost.com/servlet/Satellite?cid=1167467851423&pagename=JPost%2FJPArticle%2FShowFull

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.4.2009 kl. 19:25

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrsta upplifun mín af styrjaldarógn í heiminum var þegar faðir minn var að útskýra fyrir mér þegar ég var sjö ára gamall, hryðjuverk Ísraelsmanna og hvað lægi að baki ófriðnum, sem þá ríkti í Palestínu.

Þegar Ísraelsmenn sneru síðan dæminu við og urðu ráðamenn í landinu, snerist dæmið við að arabar fóru að beita hryðjuverkum.

Nú er ástandið þarna ein helsta ógnin við heimsfriðinn og ég hef orðið vitni að því hvernig þetta skilar sér meira að segja til bláfátæks fólks í afskekktum byggðum í Afríku.

Ómar Ragnarsson, 2.4.2009 kl. 20:41

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Áratuga stuðningur Íslands við öfgafullan málstað Ísrael er svartur blettur á þjóðinni, lítið skárri en stuðningur okkar við Íraksstríðið.

Bjarni Harðarson, 2.4.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei, Bjarni, við verðum að styðja Ísrael. Sá stuðningur er okkur til sóma. Menn eiga að finna varanlega lausn á þessu vandamáli. Ég hef lengi talið að til væri aðeins ein lausn: flytja arabana til Jórdaníu og gefa þeim kost á því að byrja nýtt líf. En það er reyndar til annar kostur: flytja júðana til Ameríku, td Arizona, og gefa þeim tækifæri til að byrja nýtt líf þar. Það er sýndarmennska, fals og hættuleg lygi að halda því fram að þessar tvær þjóðir geti lifað saman í sátt og samlyndi.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 08:59

8 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Baldur Hermannsson

Þú ert maður hinna einföldu lausna. Ég er það líka en ég get ekki séð hvaðan okkur kemur umboð til að segja að einhvern eigi að rífa úr heimahögum og senda annað. Þú veist vel - ef þú staldrar við í snilli þinni - að fólk sækir sitt afl og lífsgengi gjarnan til upprunans. Og þar með talið eru æsku- og uppeldisstöðvarnar.

Það er ógæfa Palestínuaraba að SÞ gaf skít í réttindi þeirra og leyfði stofnun Ísraelsríkis.

Þú ætlar að auka á djöfulskapinn og gera enn betur og telur þig finna þar „hina endanlegu lausn“.

Jórdanía vill ekki fá þá, þeir vilja ekki fara. En Baldur Hermannsson - hefði hann valdið - hlustar ekki á mótbárur. Líkt og nýlenduveldin sem stóðu fyrir stofnun Ísraelsríkis þá er Baldur Hermannsson tilbúinn að standa fyrir „lausn“ mála. Þvert gegn öllum mannréttindum, þvert gegn allri skynsemi.

Það er bara ein lausn - líkt og í S-Afríku. Allir sem vilja búa á svæðinu, jafnt gyðingar sem arabar, verða að virða mannréttindi og lýðræði. Stofna eitt ríki með reynslu kynslóðanna í farteskinu, nútíma lýðræðis- og velferðarþjóðfélag, fara sáttaleiðina þótt hún sé erfið.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.4.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvítir menn flýja S-Afríku unnvörpum. Mér er sagt að þetta gangi vel í Brasilíu - þar búa kynþættirnir saman í sátt og samlyndi og blandast ótæpilega - en þar eru ekki trúarbrögðin til að stía fólki sundur.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 09:55

10 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er einmitt málið - þeir sem þola ekki að lifa við jöfnuð fara bara. Gyðingar sem fylgja áfram Síonismanum þeir þola ekki við í alvöru lýðræðisríki og yfirgefa svæðið. Arabar sem fylgja öfgum fara.

Rétt er að trúarbrögðin þvælast fyrir. Ef þú og ég vissum ekki betur þá gætum við komist að þeirri niðurstöðu að skrattinn sjálfur hafi fundið upp trúarbrögðin. Skemmtileg þversögn.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.4.2009 kl. 10:16

11 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ef þú og ég vissum ekki betur?

Tja, vitum við það?

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 10:39

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Rétt, við vitum ekki. Líkurnar eru þó yfirgnæfandi sé venjulegri skynsemi beitt á málið.

En trúlausir vita að hvorki skaparinn né skrattinn eru að.

Það er bara mannskepnan sjálf sem er svona illskeytt að beita trúabrögðum til hins verra.

Hjálmtýr V Heiðdal, 3.4.2009 kl. 11:09

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Now you are talking!

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 11:21

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég held ég verði að gera athugasemd við þessa klausu í færslu þinni:

"Þú ert maður hinna einföldu lausna. Ég er það líka en ég get ekki séð hvaðan okkur kemur umboð til að segja að einhvern eigi að rífa úr heimahögum og senda annað. Þú veist vel - ef þú staldrar við í snilli þinni - að fólk sækir sitt afl og lífsgengi gjarnan til upprunans. Og þar með talið eru æsku- og uppeldisstöðvarnar. "

Mér finnst þú gera fullmikið úr gildi æskustöðvanna. Síðast í gær var það í fréttum að stór hluti íslensku þjóðarinnar vill helst af öllu komast í burtu, flestir til Ameríku eða Danmörku. Fólk hefir oft þurft að flytjast búferlum nauðugt viljugt og ekki er að sjá að það hafi beðið hnekki af því.

Ég vil ekki draga heilindi þín í efa en brýt stundum heilann um hvort þínir líkar meini fyllilega það sem þeir segja um tilvonandi, yndislega sambúð araba og júða. Gjörsamlega fráleit hugmynd eins og allir hljóta að viðurkenna. Ef við gefum okkur rangar forsendur er útilokað að við komumst nokkurn tíma að réttri niðurstöðu.

Baldur Hermannsson, 3.4.2009 kl. 13:52

15 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mannréttindabrot eru alls staðar ljótur blettur á mannkyninu og skiptir þá ekki máli hvar þau eru framin. Fólk sem telur sig hafið yfir aðra og geti ráðið örlögum þess er líka svartur blettur á mannkyninu. Hvenær því linnir er ekki gott aðsegja, en ég tel að jákvæð afleiðing heimskrekkunnar geti verið aukinn jöfnuður í heiminum, meiri mannréttindi og minni yfirráð öfgamanna eins og þessa manns.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 16:30

16 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég var að ræða um heimskreppuna en ekki einhvert fyrirbæri sem ekki "krekku"

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.4.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband