7.4.2009 | 14:55
2. hluti. Baugur, Borgarnesræðan og smjörklípuaðferðin

STJÓRNARSKRÁRBROT
Eignarhaldið á fjölmiðlum ein mikilvægasta undirstaðan í seinnitíma kenningum Hannesar og Davíðs. Þeir vilja sanna" að ósigur Davíðs, eða þegar löggjafarvaldið var haft undir" skv. lýsingu hans, var stór þáttur í efnahagshruninu. Og þar er klappstýran" Ólafur Ragnar Grímsson kominn á sakamannabekkinn, enda hataður af lífi og sál frá dögum umræðunnar um skítlegt eðli" og sigurs í forsetakjöri.
Almenningur á að draga þær ályktanir af þessum málatilbúnaði að fjölmiðlalögin hefðu markað tímamót ef Davíð hefði tekist aðkoma þeim í gegnum þingið og ná undirritun forsetans. Um hvað fjölluðu fjölmiðlalögin? Aðal tilgangur þeirra var augljóslega að koma höggi á Baug, en í ofsanum sem einkenndi allt ferlið var reynt að lögfesta stjórnarskrárbrot og eftir að forsetinn neitaði að undirrita framdi ríkisstjórn Davíðs og Halldórs Ásgrímssonar stjórnarskrárbrot með því að láta þjóðina ekki kjósa um lögin eins og stjórnarskráin kveður á um.
Mikilvægastu ákvæðin í lögunum hljóðuðu svo:Óheimilt er að veita leyfi til útvarps til fyrirtækis sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðlarekstri." og óheimilt (er) aðveita fyrirtæki útvarpsleyfi ef það eða fyrirtæki í sömu fyrirtækjasamstæðu er útgefandi dagblaðs, á hlut í útgefanda dagblaðs eða það er að hluta eða ölluleyti í eigu slíks fyrirtækis eða fyrirtækjasamstæðu." Hér var á ferðinni augljós tilraun til að koma höggi á Baug og sá það nær öll þjóðin. Einnig fólu lögin í sér atlögu að eignaréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og lýstu ýmsir lagaspekingar því afdráttarlaust yfir. Þeirra á meðal var Sigurður Líndal lagaprófessor. Mesta pólitíska skemmdarverk sem unnið hefur verið í síðara tíma pólitískri sögu Íslands" skv. lýsingu DavíðsOddssonar var í raun aðgerð sem afstýrði stjórnarskrárbroti.
Nú er rétt að velta því fyrir sér hverju samþykkt laganna hefði breytt varðandi efnahagshrunið sem varð 4 árum seinna. Á þessum fjórum árum voru starfræktir hér áhrifamiklir fjölmiðlar í eigu ríkisins, Árvakurs og fyrirtækja í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Þessir fjölmiðlar birtu allir margvíslegar fréttir af útrásinni" og stöðugt fékk þjóðin að vita hvernig Dow Jones og NASDAQ vísitölurnar stæðu hverju sinni. Lögin hefðu gert það eitt að þvinga þá aðila sem áttu dagblað og útvarpsstöð að selja úr safni sínu eina tegund miðla. Lýsing Hannesar Hólmsteins:Baugsfeðgar keyptu upp alla fjölmiðla og siguðu þeim eins og hundum á Davíð." er lýsing hans á pólitískum deilum sem m.a. voru mjög hatrammar vegna s.k. Baugsmáls sem eru jafnvel ekki enn á enda, en hafa skilað litlu nema sakfellingu vegna fremur smárra viðskiptaglæpa sem slaga ekki hátt upp í stóra glæpinn - þegar heilli þjóð var komið á kaldan klaka.
STÓRI GLÆPURINN
Sá stóri glæpur var ekki mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum á meðan á honum stóð og skipti engum máli hver var eigandi þeirra. Það var ekki fyrr en allt hrundi yfir okkur að fjölmiðlar fylltust af umfjöllunum þann glæp.
Stóri glæpurinn á sér ýmsar orsakir og eru málin aðskýrast smátt og smátt. Það liggur þó ljóst fyrir núna, og hefur komið fram í ýmsum skýrslum, að aðferðin við einkavæðingu bankanna er eitt af undirstöðuatriðunum fyrir því hvernig fór. Glæpurinn hófst því með pólitískri aðgerð á vegum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Auðmenn, þóknanlegir þessum flokkum, keyptu ráðandi hlut í stærstu bönknum landsins og hófst þar meðferli sem endaði með ósköpum.
Í ljós kom að þjóðin sat uppi með ábyrgð á skuldum uppá hundruð milljarða sem eigendur bankanna höfðu stofnað til. Og ekki nóg með það, þeir lögðu í rúst bankaþjónustu innanlands og kollvörpuðu Seðlabanka Íslands. Þjóðin stóð í þeirri eðlilegu trú að eigendur einkavæddu bankanna störfuðu á eigin ábyrgð. Þjóðin kannaðist ekki við að hún væri á bakvakt þegar útrásarmenn keyptu upp ógrynni fyrirtækja um allar koppagrundir. Enda hafði Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagt á ársfundi Seðlabankans 26. mars 2008: Rétt er að athuga að bankar hér sem annars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættustýringu."
Annað kom á daginn og það er hinn harði veruleiki sem einkavinavæðingin skilur eftir sig. Endurreisnarnefnd Sjálfstæðisflokksins,hvers skýrsla er ekki pappírisns virði að mati Davíðs Oddssonar, komst að þessari niðurstöðu: Almenningi var ekki gerð grein fyrir þeim möguleika aðábyrgð á hundruðum milljarða króna, í formi innstæðna í Bretlandi, lægi hjá íslenska ríkinu. Segja má að stjórnvöld í heild, ráðuneytin sem og stofnanir þeirra hafi verið sofandi í þessu máli." Stjórnvöld sögðu almenningi að engin ríkisábyrgðværi á bönkunum, ef svo hefði verið hefðu bankarnir verið seldir á hærra verði. Ríkisábyrgðin reyndist hins vegar fylgja." Orð Davíðs um eiginábyrgð" bankanna eru ekki orð sofandi manns. Miklu fremur eru þetta orð manns sem virðist ekki þekkja til á sínu starfssviði.
Í 3. hluta skoðum við Borgarnesræðuna og málflutning Styrmis Gunnarssonar, Davíðs Oddssonar, Björns Bjarnasonar, Matthíasar Johannessen og Hannesar Hólmsteins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bankahrunið er auðvitað að nokkru leyti vegna óviðráðanlegra, utanaðkomandi aðstæðna: Allar þjóðir glíma um þessar mundir við svipaðan vanda. Seðlabankar lokuðu lánalínum til okkar og Gordon Brown setti okkur á lista um hryðjuverkasamtök, en ekki Bandaríkin, þótt verulegt fé hefði verið sent frá Lundúnum til Bandaríkjanna, til dæmis við þrot Lehmann Brothers. En sök íslenskra hópa er auðjöfranna og eftirlitsstofnana þeirra annars vegar og nokkurra stjórnmálamanna hins vegar. Auðjöfrarnir fóru of geyst, og bjuggu við ónógt aðhald fjölmiðla og eftirlitsstofnana. Þeir siguðu raunar ekki aðeins fjölmiðlum sínum á Davíð Oddsson, sem einn ráðamanna þorði að gagnrýna þá (ólíkt forsvarsmönnum Samfylkingarinnar í Borgarnesræðunum), heldur líka á þá lögreglumenn, sem höfðu rannsakað þá. Þeir reyndu líka allt, sem þeir gátu, til að fella Björn Bjarnason í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Það er mjög óvenjulegt, að brotamenn komist upp með að ráða stjórnmálaþróun á þennan hátt. Stjórnmálamennirnir eru ekki heldur saklausir. Þeir samþykktu að greiða skuldir óreiðumanna erlendis þvert á það, sem Davíð Oddsson hafði lagt til. Við eigum auðvitað að fara eftir samningum, en eins og Stefán Már Stefánsson, Lárus Blöndal og fleiri lögfræðingar hafa bent á, er ríkissjóður ekki skuldbundinn til að taka á sig skuldir Tryggingarsjóðs bankainnistæðna, hann einn er ábyrgur fyrir bankainnistæðum. Þessi skuldaviðurkenning var óþörf og til marks um þjónkun við útlendinga. Þar eiga fyrrverandi forystumenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sína sök. Forsetinn á líka sína sök, eins og margir vinstri menn hafa bent á, vegna óviðeigandi flaðurs síns upp um auðjöfra. Til dæmis hélt hann boð, þegar erlendur auðjöfur (kona) þurfti að hvíla sig eftir vist í bandarísku fangelsi, og þangað bauð hann nánast öllum, sem hlotið höfðu dóma fyrir efnahagsbrot eða voru í rannsókn fyrir efnahagsbrot. Það var að vonum, að bankarnir settu níu milljónir króna í bók Guðjóns Friðrikssonar um hann.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 8.4.2009 kl. 06:26
Sæll Hannes
Það er rétt að auðjöfrarnir/fjárglæframennirnir sem við höfum kallað útrásarvíkinga bera mikla ábyrgð á því að koma þjóðinni í núverandi stöðu. Það þarf ekki að stunda miklar rannsóknir til þess að sjá það og þjóðin veit þetta. Og það er rétt að Ísland situr ekki eitt land í súpunni og í rauninni er ekki allt komið fram um það hvernig þetta endar hjá ýmsum þjóðum.
Ég vona að þú hafir ekki skilið skrif mín sem afneitun á þessum staðreyndum.
Mín skrif snúast um það hvernig þið forystumenn Sjálfstæðisflokksins reynið að teikna upp ranga mynd af ykkar þætti í aðdragandanum.
Nú eiga óbirtir tveir hlutar þessa greinaflokks. Við ræðum þetta betur í lokin.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2009 kl. 08:32
Voðalegar eru þessar villur sem slæðast með. „Ísland situr ekki eitt landa..“ og „Nú eru óbirtir...“
Ég kann ekki að laga þennan hluta bloggsíðunnar og get þ.a.l. ekki fjarlægt ósiðleg innlegg. Getur einhver bent mér á leiðina?
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2009 kl. 18:44
Nú berast fréttir um að Baugsmenn hafi ausið fé í Sjálfstæðisflokkinn. Borgarnesræðan fær aukið gildi Hannes.
Hjálmtýr V Heiðdal, 8.4.2009 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.